Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Þorsteinn Hjálmsson skrifar 19. júlí 2025 15:50 Blikar fagna marki Viktors Karls Einarssonar í dag. Sýn Sport Blikar unnu 1-0 sigur á Vestra í Bestu deild karla í fótbolta í dag og komust upp að hlið Víkinga á toppnum. Viktor Karl Einarsson var sjóðheitur með Blikaliðinu í Evrópuleiknum í vikunni og hann fylgdi því eftir með því að skora sigurmarkið í dag. Þetta var fyrsta deildarmark Viktors á leiktíðinni en þriðja mark hans í vikunni. Vestramenn töpuðu þarna fjórða deildarleiknum í röð og liðið hefur nú ekki skorað í 536 mínútur í deild og bikar. Fimm leikir í röð án þess að skora í öllum keppnum. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi á eftir. Breiðablik Vestri Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn
Blikar unnu 1-0 sigur á Vestra í Bestu deild karla í fótbolta í dag og komust upp að hlið Víkinga á toppnum. Viktor Karl Einarsson var sjóðheitur með Blikaliðinu í Evrópuleiknum í vikunni og hann fylgdi því eftir með því að skora sigurmarkið í dag. Þetta var fyrsta deildarmark Viktors á leiktíðinni en þriðja mark hans í vikunni. Vestramenn töpuðu þarna fjórða deildarleiknum í röð og liðið hefur nú ekki skorað í 536 mínútur í deild og bikar. Fimm leikir í röð án þess að skora í öllum keppnum. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi á eftir.