Stj.mál

Fréttamynd

Nýtt innflytjendaráð í deiglunni

Stefnt verður að því að stofna innflytjendaráð til að sinna brýnum málefnum innflytjenda og bera ábyrgð á móttöku flóttamanna. Ráðið mun heyra undir félagsmálaráðuneyti, en vera skipað fulltrúum fjögurra ráðuneyta og Sambands sveitarfélaga.

Innlent
Fréttamynd

Neyðarfundur á Ítalíu

Ríkisstjórn Silvios Berlusconis, forsætisráðherra Ítalíu, er í kreppu. Neyðarfundur var haldinn í dag en ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu miklu fylgi í héraðskosningum í síðustu viku.

Erlent
Fréttamynd

Samfylkingin mótmælir vítinu

Þingflokkur Samfylkingarinnar mótmælir því harðlega að orð Lúðvíks Bergvinssonar, sem Halldór Blöndal vítti hann fyrir í gær, hafi verið af því tagi að beita ætti vítum. Lúðvík sagði: „Forseti, ég hef orðið.“

Innlent
Fréttamynd

Chirac reynir að sannfæra Frakka

Jacques Chirac Frakklandsforseti mun í kvöld taka þátt í sjónvarpskappræðum með áttatíu frönskum ungmennum þar sem fjallað verður um stjórnarskrá Evrópusambandsins. Chirac mun reyna að koma þeim skilaboðum til þjóðarinnar að hún verði að samþykkja stjórnarskrána í lok maí.

Erlent
Fréttamynd

Borgin látin kaupa kampavínsbörur

Borgarstarfsmenn voru látnir kaupa og sendast með þrjár hjólbörur undir vín í fimmtugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Ekki var gerður reikningur. Rekstrarstjóri hjá gatnamálasviði segir börurnar hafa nýst síðar í hverfisstöð. Til marks um velvild starfsmanna í sinn garð að mati Ingibjargar Sólrúnar sem telur ekkert óeðlilegt við málið.

Innlent
Fréttamynd

Kárahnjúkar með axlabönd og belti

Formaður Vinstri - grænna sagði það hneyksli að Kárahnjúkavirkjun hefði verið troðið í gegnum Alþingi um leið og viðvaranir vísindamanna um misgengissprungur hefðu verið þaggaðar niður. Iðnaðarráðherra sagðist hins vegar í þingumræðum í dag þess fullviss að engin hætta væri á ferðum og sagði virkjunina með tvenn axlabönd og tvö belti.

Innlent
Fréttamynd

Mun bjóða sig fram

Ágúst Ólafur Ágústsson mun formlega tilkynna í dag að hann muni gefa kost á sér sem varaformaður Samfylkingar á næsta landsfundi.

Innlent
Fréttamynd

Framlögin hafa rúmlega tvöfaldast

Framlög ríkisins til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hafa meira en tvöfaldast á síðustu sjö árum, úr 3,3 milljörðum króna árið 1998 í 7,1 milljarð 2005. Þetta kemur fram í nýju vefriti fjármálaráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Samgönguráðherra skammaður

Formenn stjórnarflokkanna gáfu skýrt loforð fyrir síðustu þingkosningar um að framkvæmdir við Suðurstrandarveg og Gjábakkaveg yrðu langt komnar á árinu 2004. Hvorugt stóðst og hafa báðir þessir vegir nú verið skornir niður og mátti samgönguráðherrann sitja undir skömmum í þinginu fyrir vikið.

Innlent
Fréttamynd

Frumvarp dregið til baka

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, dró í gær til baka frumvarp um að leggja niður tryggingadeild útflutningslána sem hún hafði áður mælt fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Rúmenía og Búlgaría í ESB

Rúmenía og Búlgaría munu verða fullgildir meðlimir Evrópusambandsins 1. janúar árið 2007, ef allt gengur eftir. Evrópuþingið samþykkti þetta í dag.

Erlent
Fréttamynd

Sambærilegt falli Berlínarmúrsins

Fall styttu Saddams Husseins í Bagdad fyrir tveimur árum er sambærilegt falli Berlínarmúrsins, að mati George Bush Bandaríkjaforseta. Á fundi með bandarískum hermönnum í Texas í gær sagði Bush að talað yrði um fallið á styttu Saddams í Bagdad í sömu andrá og fall Berlínarmúrsins þegar fram líða stundir.

Erlent
Fréttamynd

Málþing um fjölmiðlaskýrsluna

Frjálshyggjufélagið stendur fyrir málþingi um lokaskýrslu fjölmiðlanefndar á morgun,</b /> fimmtudag, klukkan 12 í Iðnó við Vonarstræti 3. Á fundinum mun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir halda tölu um það starf sem fjölmiðlanefnd hefur unnið, skýra út helstu álitamál og þau rök sem liggja að baki einstökum atriðum í lokaskýrslunni.

Innlent
Fréttamynd

Flugvöllurinn festur í sessi

Með samgönguáætlun er verið að festa Reykjavíkurflugvöll enn frekar í sessi. Þetta staðhæfði Pétur Blöndal alþingismaður þegar hann hjólaði í flokksbróður sinn, Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra, vegna stefnumörkunar um nýja flugstöð.

Innlent
Fréttamynd

Áfengiskaupaaldur ekki lækkaður

Velferðarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í dag samhljóða umsögn um frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum, sem hefur það að markmiði að lækka áfengiskaupaaldur í átján ár. Ráðið lýsir sig andsnúið lækkun áfengiskaupaaldurs.

Innlent
Fréttamynd

Erfið byrjun nýja formannsins

Nýr formaður danska jafnaðarmannaflokksins mætir á fyrsta degi mótstöðu þingmanna flokksins vegna ummæla sinna um danska eftirlaunakerfið. Sameining er lykilorð nýja formannsins sem segir tímabært að ljúka harðri baráttu fylkinga innan flokksins.

Erlent
Fréttamynd

Lúðvík víttur í þinginu

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, vítti Lúðvík Bergvinsson, þingmann Samfylkingar, í umræðum um störf þingsins fyrir stundu. Þetta er í annað sinn á tveimur árum sem forseti vítir þingmanninn.

Innlent
Fréttamynd

Afhenda ráðherra undirskriftir

Einar Árnason mun afhenda heilbrigðisráðherra hátt í fimm þúsund undirskriftir á Alþingi klukkan korter fyrir fjögur. Þessir fimm þúsund einstaklingar skora á heilbrigðisráðherra að sjá til þess að í framtíðinni verði sólarhringsbakvakt á skurðstofunni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Innlent
Fréttamynd

Tillögur fjölmiðlanefndar ekki lög

Ekki er útilokað að tillögur fjölmiðlanefndarinnar um eignarhaldstakmarkanir á fjölmiðlum taki breytingum áður en samið verður frumvarp sem byggt verður á skýrslunni. Samfylkingin vill rýmri mörk og stjórnarflokkarnir skoða málið </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Blair kynnti kosningaloforðin

Kosningabaráttan í Bretlandi er komin á fullan skrið. Verkamannaflokkurinn kynnti kosningaloforð sín í dag við litla hrifningu íhaldsmanna. 

Erlent
Fréttamynd

Sundabraut tefst vegna járnarusls

Samgönguyfirvöld voru sökuð um að svelta Reykvíkinga eftir að R-listinn komst til valda, í umræðum um Sundabraut á Alþingi. Sjálfstæðismenn sögðu brautina tefjast vegna þess að R-listinn vildi hengja járnarusl upp á Sundin. 

Innlent
Fréttamynd

Meirihlutinn á bláþræði

Búast má við átakafundi í sveitarsjórn Skagafjarðar í dag og ekki loku fyrir það skotið að meirihlutinn falli. Bjarni Maronsson, einn fulltrúi sjálfstæðismanna í sveitarstjórn, hefur lýst yfir vantrausti á forseta sveitarstjórnar, samflokksmann sinn Gísla Gunnarsson klerk í Glaumbæ.

Innlent
Fréttamynd

Trúnaðargögn í röngum höndum

Frá árinu 2001 hafa viðkvæmar trúnaðarupplýsingar, ætlaðar utanríkisráðuneytinu, oftlega borist í hendur óviðkomandi þar sem þær hafa verið sendar á röng netföng. Starfsmönnum ráðuneytisins hefur verið kunnugt um málið en lítið aðhafst þó að dæmi séu um að erindin hafi snert öryggi þjóðarinnar. </font />

Innlent
Fréttamynd

Einhliða uppsögn ólögmæt

"Þetta sýnir og sannar að við höfðum enn einu sinni rétt fyrir okkur og hefur tvímælalaust fordæmisgildi fyrir aðra," segir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Fallvaltar sveitarstjórnir

<font face="Helv"> </font>Ekki er nýtt að sveitarstjórnir falli á miðju kjörtímabili á Íslandi. Á yfirstandandi kjörtímabili sem hófst 2002 hefur slitnað upp úr meirihlutasamtarfi í þremur sveitarfélögum, í Grundarfirði, í Dalabyggð og á Blönduósi.

Innlent
Fréttamynd

Afsögn forsætisráðherra Líbanons

Omar Karami sagði af sér forsætisráðherraembætti í Líbanon í dag eftir að honum mistókst að mynda ríkisstjórn. Forseti landsins, Emile Lahoud, hefur samþykkt afsögnina fyrir sitt leyti og leitar nú að nýjum manni í starfið.

Erlent
Fréttamynd

Segir vinnubrögð hóps ólýðræðisleg

Deilur þungavigtarmanna í Samfylkingunni vegna formannskjörsins virðast vera að kljúfa flokkinn. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður, segist hafa sagt sig úr framtíðarhópi Samfylkingarinnar vegna ólýðræðislegra vinnubragða hópsins sem starfar undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.

Innlent
Fréttamynd

Styður hugmyndir um kaup Símans

Þingflokkur Frjálslynda flokksins lýsir yfir stuðningi við hugmynd Agnesar Bragadóttur blaðamanns um að almenningur á Íslandi stofni félag kjölfestufjárfestis og geri í sameiningu tilboð í 45% eignahlut Símans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.

Innlent
Fréttamynd

Ósætti meðal stjórnarliða

Tveir stjórnarliðar segjast ekki styðja samgönguáætlun Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra. Annar vegna þess að loforð séu svikin, hinn vegna þess að fjármunum til framkvæmda sé misskipt.

Innlent
Fréttamynd

Styðja ekki samgönguáætlun

Tveir stjórnarþingmenn lýstu því yfir í umræðum á Alþingi í dag að þeir myndu ekki styðja samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar, annar vegna svika á kosningaloforðum, hinn vegna misskiptingar vegafjár milli þéttbýlis og dreifbýlis.

Innlent