Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Skæður hakkara­hópur herjar á fram­línu­starfs­menn

Erlendur netþrjótahópur hefur nýlega gert flugfélög að skotmörkum sínum. Hópurinn hefur náð að valda miklum skaða og segir forstöðumaður ráðgjafarsviðs Syndis mikilvægt fyrir íslensk fyrirtæki að vera meðvituð um aðferðirnar sem notaðar eru. 

Innlent
Fréttamynd

Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play

Birta lífeyrissjóður stendur frammi fyrir að tapa tæpum einum og hálfum milljarði á fjárfestingu sinni í Play gengi hann ekki að því að gerast hluthafi í flugfélaginu með þeim Einari Erni Ólafssonar forstjóra og Elíasi Skúla Skúlasyni varaformanni stjórnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flaug í einkaflugi með Støre

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur farið í átta ferðir til útlanda til að sækja tíu fundi og fara í eina vinnuheimsókn frá því að hún tók við embætti í lok síðasta árs. 

Innlent
Fréttamynd

Tekjur meiri af er­lendum ferða­mönnum og færri starfandi í ferða­þjónustu

Tekjur af ferðamönnum eru aðeins meiri á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en í fyrra. Starfsmönnum hefur fækkað í greininni síðast liðið ár og gistinóttum fækkað. Flugfarþegum fer þó enn fjölgandi og umferð er að aukast um íslenska vegi. Þetta kemur fram í Skammtímahagvísum Hagstofunnar um ferðaþjónustu í júní sem voru birtir í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ó­trú­legar myndir af krefjandi lendingu án nefhjóls

Jón Svavarsson, einnig þekktur sem Nonni ljósmyndari, var snar í snúningum þegar hann heyrði á útvarpsrás flugturnsins að nefhjólslaus flugvél væri að lenda á Reykjavíkurflugvelli. Hann tók þessar myndir sem sýna stórvirkið sem flugmanninum tókst að vinna með því að lenda vélinni án tjón á vél eða fólki.

Innlent
Fréttamynd

Vinir Gunnfaxa vonast til að bjarga Flugfélagsþristinum

Áhugamenn um Flugfélagsþristinn Gunnfaxa hafa ákveðið að hefja fjársöfnun til að bjarga þessari sögufrægu flugvél frá því að eyðileggjast á Sólheimasandi. Þeir hyggjast koma henni í sýningarhæft ástand í von um að Samgöngusafnið á Skógum taki við henni.

Innlent
Fréttamynd

Stað­reyndir um Þristinn Gunn­faxa

Kristjan Már Unnarsson, fréttamaður skrifaði grein á visi.is sunnudaginn 15. júní sl. um meinta ólgu meðal félaga í DC 3 Þristavinafélaginu vegna sölu á flugvélaskrokks TF-ISB.

Skoðun
Fréttamynd

Flug­fé­lög með ára­tuga sögu horfin af markaði

Tvö rótgróin íslensk flugfélög, sem einkum hafa starfað innanlands, Flugfélagið Ernir og Mýflug, hafa hætt rekstri á skömmum tíma. Sérfræðingur um flugmál segir breyttar markaðsaðstæður og harðnandi samkeppni að hluta skýra stöðuna.

Innlent
Fréttamynd

Ólga meðal þristavina vegna ör­laga Gunnfaxa

Sú ákvörðun stjórnar Þristavinafélagsins að selja Flugfélagsþristinn Gunnfaxa til landeigenda á Sólheimasandi hefur valdið ólgu meðal þristavina. Bóndinn á Ytri-Sólheimum, kaupandi flugvélarinnar, segir þeim frjálst að fá hana til baka, svo fremi að þeir endurgreiði kaupverðið og kostnað við flutninginn.

Innlent
Fréttamynd

Leita vís­bendinga um flug­slysið og fleiri fórnar­lamba

Indversk flugmálayfirvöld rannsaka nú tildrög og aðstæður við flugslys í Ahmedabad á Indlandi í gær. Flugslysið er eitt það mannskæðasta í flugsögu Indlands en allir farþegar vélarinnar nema einn, sem var á leið til London, létust. Vélin brotlenti um fimm mínútum eftir flugtak í íbúðarhverfi í Ahmedabad á hóteli fyrir lækna.

Erlent
Fréttamynd

Gömlum Flugfélagsþristi bætt við á Sólheimasand

Gömul Douglas Dakota-flugvél, sem landeigendur Sólheimasands keyptu í vetur af Þristavinafélaginu, verður í kvöld flutt eftir þjóðvegum austur í sveitir frá Keflavíkurflugvelli. Fyrirhugað er að skrokknum verði komið fyrir á sandinum nálægt gamla flugvélarflakinu sem verið hefur einn helsti ferðamannastaður Suðurlands.

Innlent
Fréttamynd

Telur að enginn hafi komist lífs af úr flug­slysinu

Lögreglustjórinn í Ahmedabad á Indlandi segir að svo virðist sem að enginn hafi komist lífs af í farþegaþotunni sem hrapaði í íbúðahverfi í borginni í dag. Einhver fjöldi íbúa þar sem vélin brotlenti hafi einnig farist.

Erlent