Skoðun

Fréttamynd

Að flokka hver vinnur og hver tapar

Tryggvi Rúnar Brynjarsson

Fyrir helgi rakst ég á frétt um langhlaupara sem varð fyrir því óláni að taka þrjú skref út fyrir keppnisbrautina og vera af þeim sökum dæmdur úr leik. Ákvörðunin að dæma hann úr leik vakti sýnilega hörð viðbrögð – bæði frá hlauparanum sjálfum og öðrum. Eitthvað annarlegt hlýtur að hafa legið þar að baki, er okkur sagt.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Má berja blaða­menn?

Sýknudómur Landsréttar í meiðyrðamáli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns gegn Páli Vilhjálmssyni bloggara sem féll 26. júní er áfellisdómur yfir dómskerfinu sem skortir grundvallarskilning á hlutverki blaðamanna og fjölmiðla.

Skoðun
Fréttamynd

Orð­hengils­háttur og lygar

Í viðtali Helga Seljan við Guðmund Kristjánsson í Brimi 3.júlí í morgunglugga rásar 1, var að finna margar villandi staðhæfingar, orðhengilshátt og lygar. Í fyrsta lagi hélt Guðmundur því fram að þjóðin og ríkið væri sitt hvað.

Skoðun
Fréttamynd

Fjögurra daga vinnu­vika – nýr veru­leiki?

Á síðustu árum hefur hugmyndin um fjögurra daga vinnuviku vakið sífellt meiri athygli, bæði á Íslandi og erlendis. Nýlegar tilraunir í Bretlandi sýna að styttri vinnuvika getur verið góð fyrir bæði starfsmenn og atvinnurekendur. Með hraðri þróun gervigreindar og sjálfvirkni eru nú fleiri tækifæri en áður til að gera fjögurra daga vinnuviku að raunhæfum valkosti fyrir íslenskan vinnumarkað.

Skoðun
Fréttamynd

Ráð­herra gengur fram án laga

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra hefur gengið fram með aðgerðum sem fara gegn grunnstoðum fiskveiðistjórnunar á Íslandi. Með því að úthluta 1.000 tonnum í viðbótar strandveiðiheimildir – án þess að lagagrundvöllur liggi fyrir – er verið að búa til hættulegt fordæmi. Slík stjórnsýsla er hvorki fagleg, lögmæt né forsvaranleg.

Skoðun
Fréttamynd

Hag­kvæmur kostur utan friðlands

Einn af okkar álitlegustu virkjanakostum, Kjalölduveita, er nú til umfjöllunar á Alþingi. Lagt er til að virkjanakosturinn verði áfram í biðflokki til að hægt sé að meta áhrif hans og bera saman við aðra kosti sem við höfum til að mæta vaxandi orkuþörf.

Skoðun
Fréttamynd

Gagn­sæi og inn­tak

Því hefur lengi verið haldið fram að lýðræði byggist á umræðu. Hins vegar er það ekki umræðan sem skiptir mestu máli í reynd, heldur forsendurnar sem hún byggir á – að aðgangur sé að gögnum, að rökin séu sýnileg og að orðin sem koma fram í skjalinu sem stýrir ferðinni, séu sögð upphátt. Þegar sú forsenda brestur, eins í fjárlagaskjali 2024–2025, hættir umræðan að vera lýðræðisleg í kjarnanum og verður að formi án innihalds –spjalli um skjalið, en ekki efni þess. 

Skoðun
Fréttamynd

Sumar­gjöf

Í dag, 5.júlí, varð að lögum á Alþingi frumvarp um breytingu á sviðslistalögum nr. 165 þar sem fjallað er um stofnun Óperu. Málefni óperu á Íslandi hafa margoft verið til umfjöllunar á þingi í gegnum áratugina, allt frá því að Ragnhildur Helgadóttir lagði fram þingsályktunartillögu þess efnis að söngvaraflokkur yrði ráðinn við Þjóðleikhúsið fyrir nær 70 árum síðan.

Skoðun
Fréttamynd

Hannað fyrir miklu stærri markaði

„Við búum við regluverk sem er oft á tíðum hannað fyrir mun stærra markaðsumhverfi. Fjármálaþjónusta er þar af leiðandi tiltölulega dýr á Íslandi miðað við hvað gengur og gerist annars staðar,“ sagði Har­ald­ur Þórðar­son, for­stjóri Skaga, í Dagmálum á mbl.is í gær en nær allt regluverk um fjármálamarkaðinn á Íslandi kemur frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn.

Skoðun
Fréttamynd

Grafarvogur fram­tíðar verður til

Borgarbúum þykir vænt um hverfið sitt, þar sem stór hluti lífsins fer fram, fjölskyldan vex og dafnar. Snerting við nágranna í sundlauginni, í búðinni og á göngustígunum. Hluti íbúa í Grafavogi hefur verið sýnilegur í umræðunni um hverfið að undanförnu. Vilja ekki byggja inn á við, vilja ekki „gettó“ í Grafarvog, vilja ekki fleira fólk í hverfið, vilja ekki stærri og sterkari Grafarvog.

Skoðun
Fréttamynd

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunn­sama Samverja

Það jákvæða við málþófið um leiðréttingu veiðigjalda er að skyndilega er þingmönnum Sjálfstæðis- Mið- og Framsóknarflokksins orðið mjög umhugað um brothættar byggðir. Það er engu líkara en miskunnsami Samherjinn hafi vaknað í þeim öllum sem vildi gera að sárum þorpanna. Nú vaða þeir á súðum um samfélagsleg áhrif og ábyrgð útvegsins á hinar dreifðu byggðir, í umræðu um leiðréttingu veiðigjalda.

Skoðun
Fréttamynd

Mennta­stefna 2030

Ég legg stoltur fram aðra aðgerðaáætlun Menntastefnu 2030 sem verður vegvísir fyrir menntaumbætur í öllu menntakerfinu næstu árin. Áætlunin er unnin í víðtæku samráði og markmið hennar er eitt og aðeins eitt, að ná betri árangri.

Skoðun
Fréttamynd

Ferða­mannaþorpin - Náttúru­vá

Mörgum náttúruperlum landsins er ógnað af fjársterkum aðilum sem leitast eftir skjótfengnum gróða á þeim ferðamannastraumi sem herjar á landið. Margar skipulagstillögur sem fela í sér byggingu hótela, smáhýsa, veitingahúsa, baðlóna sem og verslana hafa verið settar fram en þetta eru í raun ferðamannaþorp.

Skoðun
Fréttamynd

Laxaharmleikur

Þann 30. júní 2025 bárust slæmar fréttir frá Hafrannsóknastofnun varðandi verndun íslenskra laxastofna. Hér vísa ég til viðtals sem RÚV tók við Guðna Guðbergsson, sviðsstjóra hjá Hafrannsóknastofnun, varðandi nýtt áhættumat; mat sem ætlað er að stemma stigu við erfðablöndun vegna eldis á norskum laxi í sjókvíum við Ísland.

Skoðun
Fréttamynd

Lýð­ræðið í skötu­líki!

Mörg þjóðþrifamál bíða afgreiðslu Alþingis. Mest hefur verið rætt um frumvarp um að þjóðin fái sanngjarna auðlindarentu af sameiginlegri sjávarauðlind. Einnig bíða mál um bætt kjör aldraðra og öryrkja, eflingu strandveiða og grásleppuna úr kvóta til varnar veikum sjávarbyggðum, húsnæðisöryggi, fjármálaáætlun og fjáraukafrumvarp svo eitthvað sé nefnt.

Skoðun
Fréttamynd

Til varnar jafnlaunavottun

Nú stendur endurskoðun laga um jafnlaunavottun fyrir dyrum. Markmiðið er „að einfalda gildandi jafnlaunakerfi fyrirtækja og stofnana í ljósi fenginnar reynslu. Gera ferlið skilvirkara, hagkvæmara og draga úr kostnaði við framkvæmd þess fyrir fyrirtæki og stofnanir...“

Skoðun
Fréttamynd

Barnaræninginn Pútín

Stríðið í Úkraínu, sem Rússar hófu í lok febrúar árið 2022, er það mesta í Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar og hefur sett varnar og öryggismál álfunnar og í raun heimsins alls í algert uppnám. Nokkuð sem hefur ekki sést síðan í Kalda stríðinu, frá 1945-1991.

Skoðun
Fréttamynd

Um þjóð og ríki

Enn hefur skotið upp kollinum í umræðunni endalausu þvælan um að þjóð og ríki séu aðskilin fyrirbæri og að ríkið komið þjóðinni ekkert við. Þetta getur hafa átt við á miðöldum og fram á nýöld þegar ríki voru undir stjórn kónga í lénsveldi aðalsmanna, þ. á m. greifa. Þá gat Norður-Frakkland til dæmis verið hluti af ríkinu Englandi, eða Ísland hluti af Danmörku.

Skoðun