Skoðun

Fréttamynd

Vin í eyði­mörkinni – al­mennings­bóka­söfn borgarinnar

Sanna Magdalena Mörtudóttir

Það getur reynst kostnaðarsamt að lifa í dag, þar sem flest rými samfélagsins hafa verið markaðsvædd. Við erum stöðugt hvött til að kaupa vörur, þjónustu og upplifanir. Á mörgum stöðum þarf að greiða fyrir aðgang og debetkortið er orðið lykillinn að þátttöku.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Er Akur­eyri að missa há­skólann sinn?

Háskólinn á Akureyri er ekki bara menntastofnun. Hann er ein af grunnstoðum samfélagsins á Norðurlandi og gríðarlega öflugur drifkraftur byggðafestu, atvinnulífs, nýsköpunar og mannlífs. Framtíð hans snertir samfélagið allt frá byggðalögum og menningu til efnahags- og atvinnuþróunar.

Skoðun
Fréttamynd

Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir

Stafbókarverkefnið hefur á innan við ári orðið raunverulegur hluti af kennslu í íslenskum framhaldsskólum. Það er nú þegar notað í 11 skólum víðs vegar um landið, bæði á landsbyggðinni, á höfuðborgarsvæðinu og á starfsbrautum. Þetta sýnir að verkefnið er ekki lengur á frumstigi, heldur valkostur sem kennarar hafa tekið í notkun og lýst ánægju með.

Skoðun
Fréttamynd

Kópavogsleiðinn

Það var eiginlega bara tímaspursmál hvenær stjórnmálamenn kæmu fram og gerðu tilraun til að eyðileggja Matsferil, væntanlegt mælitæki MMS. Skólarnir fengu ekki einu sinni að byrja áður en bæjarstjórinn í Kópavogi var stokkinn fram á völlinn og hrópaði af Hamraborginni að í hans bæ héti mælitækið samræmt próf, sem eins og nafnið gefur til kynna, væri í senn bjarghringur og markúsarnet sökkvandi skólakerfis.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­starf sem skilar raun­veru­legum loftslagsaðgerðum

Ísland stendur á tímamótum í umhverfismálum og það er kominn tími til að grípa til aðgerða. Á tímum óvissu í alþjóðamálum, aukins þrýstings á orkumarkaði og hnattrænna áskorana í loftslagsmálum höfum við ekki efni á að bíða.

Skoðun
Fréttamynd

Lærum að lesa og reikna

Hlutverk grunnskóla er skýrt: að kenna börnum að lesa, reikna og hugsa. Að undirbúa þau til þátttöku í lýðræðissamfélagi þar sem þau geta gagnrýnt og myndað sér upplýstar skoðanir og viðhorf til hinna ýmsu mála.

Skoðun
Fréttamynd

Lof­orðið sem borgar­stjóri gleymdi

Stundum gleymast kosningaloforð. Fyrir tæpum þremur árum lofaði Samfylkingin því að börn frá 12 mánaða aldri kæmust inn í leikskóla. Nú þegar líður að lokum kjörtímabilsins er ekkert sem bendir til þess að það loforð verði efnt.

Skoðun
Fréttamynd

Krist­rún, það er bannað að plata

Ofurvextir á Íslandi standa óhaggaðir, eins og Seðlabankinn hafði varað stjórnvöld við, ef ekki sæjust merki um að verðbólgan færi að lækka að ráði. Þetta var sem sagt fyrirsjáanlegt í ljósi þess að ríkisstjórnin leggur sitt ekki af mörkum gegn verðbólgunni.

Skoðun
Fréttamynd

Öndunar­æfingar í boði SFS

Á sama tíma og eldislaxar ógna framtíð villtra laxastofna og landeigendur berjast fyrir stjórnarskrárvörðum réttindum sínum, situr Umhverfis- og orkus­tofnun yfir fundum vegna steina í Miðfjarðará samkvæmt fyrirspurnum Morgunblaðsins.

Skoðun
Fréttamynd

Öndum ró­lega – á meðan húsið brennur

Nokkuð erfitt var að lesa grein framkvæmdastjóra SFS hér á Vísi í gær sem sett var fram af talsverðu yfirlæti. Þar var bændum og veiðiréttarhöfum sagt að „anda rólega“. Anda rólega á meðan framandi eldislaxar hellast upp í laxveiðiár landsins og ógna villtum laxastofnum og lífsviðurværi fjölda fólks.

Skoðun
Fréttamynd

Um­bylting ríkis­fjár­mála á átta mánuðum

Við sögðum fyrir kosningar að fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar undir forystu Kristrúnar Frostadóttur yrði að ná styrkri stjórn á fjármálum ríkisins. Fregnir af því að alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hafi breytt horfum um lánshæfi ríkissjóðs úr stöðugum í jákvæðar eru enn ein staðfestingin á því að þessu verkefni miðar vel.

Skoðun
Fréttamynd

Átta at­riði sem sýna fram á vanda há­vaxta­stefnunnar

Seðlabankinn hefur nú tilkynnt að stýrivextir muni standa í stað næstu mánuði og hefur hávaxtastefna bankans varað í rúm þrjú ár. Í aðdraganda ákvörðunarinnar stigu sífellt fleiri aðilar fram og bentu á að hávaxtastefnan væri gengin sér til húðar og þarfnaðist endurskoðunar.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­tíð nem­enda í fyrsta sæti í Kópa­vogi

Kennarar gegna ómetanlegu hlutverki í samfélaginu okkar og menntamál er stærsti málaflokkur sveitarfélaganna. Grunnskólar í Kópavogi, líkt og á landsvísu, standa frammi fyrir fjölmörgum áskorunum sem kalla á markvissar umbætur.

Skoðun
Fréttamynd

Að setjast í fyrsta sinn á skóla­bekk

Nú eru skólar landsins byrjaðir og þúsundir nýir nemendur hafa hafið skólagöngu í fyrsta sinn. Flest sex ára börn hafa beðið spennt eftir að ná þessum áfanga á meðan önnur kunna að kvíða honum.

Skoðun
Fréttamynd

Ferða­lag úr fangelsi hugans

Ég hugsa oft aftur til bernsku minnar. Litill drengur, sitjandi aftast í skólastofunni. Ég var ekkert sérstaklega góður námsmaður og fannst erfiðast að lesa og þegar kennarinn kallaði mig upp til að lesa upphátt, festist röddin í hálsinum og ég kom ekki upp orði. 

Skoðun
Fréttamynd

Hraða­hindranir fyrir strætó

Það bárust fréttir úr Vonarstræti í byrjun ársins. Það var kominn titringur á Alþingi, reyndar aðeins á 5. hæð Smiðju, þegar strætó eða aðrir þungir bílar óku eftir götunni. Titringurinn fannst líka í ráðhúsi Reykjavíkurborgar, og samkvæmt fréttum hafði fólk þar áhyggjur af því að Úkraínuforseta gæti orðið bylt við. 

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lenzkir sam­bands­ríkis­sinnar

Frá því skömmu eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar hafa regnhlífarsamtökin European Movement International unnið ötullega að lokamarkmiðinu með samrunanum innan Evrópusambandsins og forvera þess allt frá upphafi að til verði að lokum evrópskt sambandsríki.

Skoðun
Fréttamynd

Fá­gætir dýr­gripir í Vest­manna­eyjum

Fyrst þegar ég heyrði af Fágætissafninu í Vestmannaeyjum hugsaði ég með mér að þar kynnu að leynast merkisgripir á borð við ljóðahandrit Ása úr Bæ, nótur með lögum Oddgeirs Kristjánssonar eða frumútgáfur af fyrstu hljóðritun hljómsveitarinnar Loga. En það var annars konar fortíð og enn markverðari gripir sem tóku á móti mér í stuttri heimsókn á dögunum.

Skoðun
Fréttamynd

Gervi­greind er ekki sann­leiksvél – en við getum gert svörin traustari

Brynjólfur Þorvarðsson hefur rétt fyrir sér að gervigreind kolfellur þegar hún er notuð í einföldu spjalli: hún gleymir, ruglar og býr jafnvel til. En lausnin er ekki að afskrifa tæknina – heldur að nota hana í réttum ham og með vönduðum spurningum. Þannig verður hún ekki uppspunasmiðja, heldur traustur aðstoðarmaður.

Skoðun