Erlent

Fréttamynd

Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þel­dökku fólki

Maður sem skaut tíu til bana í matvöruverslun í Buffalo í New York og streymdi frá árásinni í beinni útsendingu, hefur krafist þess að ákærurnar gegn honum verði felldar niður. Hann segir of margt hvítt fólk hafa verið í ákærudómstólnum sem ákærði hann.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Gervigreindargeðrof“ hrellir sál­fræðinga

Vísindamenn lýsa áhyggjum af því að gervigreind gæti ýtt undir eða valdið geðrofi og sjálfsvígshugsunum hjá notendum. Þeir benda á að risamállíkön spegli oft skoðanir notenda sem kunni að ýta undir ranghugmyndir. Dæmi eru um að spjallmenni sannfæri notendur um að gervigreindin sé meðvituð eða að notandinn sé guðleg vera.

Erlent
Fréttamynd

Melania Trump hótar lög­sókn á hendur Hunter Biden

Lögmenn Melaniu Trump, forsetafrúar Bandaríkjanna, hafa sent lögmanni Hunter Biden erindi þar sem þeir hóta lögsókn á hendur syni Joe Biden, fyrrverandi forseta, ef hann dregur ekki til baka og biðst afsökunar á ummælum sem hann lét falla um forsetafrúna.

Erlent
Fréttamynd

Vilja af­vopna ein­angraða og veik­burða Hezbollah-liða

Háttsettur íranskur embættismaður fundaði á miðvikudag með ráðamönnum í Líbanon vegna áætlana um að afvopna Hezbollah-samtökin, sem hafa notið stuðnings frá klerkastjórninni í Íran frá því þau voru stofnuð á níunda áratug síðustu aldar.

Erlent
Fréttamynd

Sprengingar eftir eldingu

Elding sem laust niður í rafmagnsstaur í Suður-Karólínu olli stórri sprengingu á mánudaginn. Eldingin var fönguð á myndband úr lögreglubíl sem verið var að aka í gegnum Mount Pleasant í Suður-Karólínu.

Erlent
Fréttamynd

Rússar helsta ógnin sem Norð­menn standi frammi fyrir

Yfirvöld í Noregi hafa komist að þeirri niðurstöðu að rússneskir tölvuþrjótar beri ábyrgð á árás á stíflu þar í landi í apríl. Yfirmaður norsku leyniþjónustunnar segir Rússland helstu ógnina sem steðji að Noregi en talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands gagnrýndi Norðmenn harðlega í dag fyrir meinta hervæðingu Svalbarða.

Erlent
Fréttamynd

Blaða­menn drepnir í tuga­tali: Ban­vænt mynstur mis­ræmis og mót­sagna

Dráp Ísraelshers á þekktum palestínskum blaðamanni, ásamt fjórum kollegum hans, á sunnudaginn sem hefur vakið öldu reiði og fordæmingar er langt frá því að vera einsdæmi. Herinn hefur ekki lagt fram nein sannreynanleg gögn um aðild hans að Hamas og hefur jafnframt ekki fært nein haldbær rök fyrir því að hafa drepið þrjá aðra fréttamenn í sömu árás. Ísraelsher hefur myrt blaðamenn í trássi við alþjóðalög í fleiri áratugi.

Erlent
Fréttamynd

Sendir frá Norður-Kóreu í „þræl­dóm“ í Rúss­landi

Þúsundir Norður-Kóreumanna hafa verið sendir til Rússlands, þar sem þeir segja komið fram við þá eins og þræla. Þar eru þeir látnir vinna við húsasmíðar og í verksmiðjum, svo eitthvað sé nefnt, og eru þeir látnir vinna gífurlega langa daga og nánast án frídaga.

Erlent
Fréttamynd

Greta Thunberg siglir á ný til Gasa

Loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg er meðal þátttakanda Global Sumud Flotilla sem hyggjast sigla til Gasastrandarinnar. Þetta er í annað sinn sem hún heldur af stað til Gasa en síðast var hópurinn stöðvaður af Ísraelsher.

Erlent
Fréttamynd

Skoða að stofna viðbragðssveit gegn upp­þotum í Banda­ríkjunum

Ráðamenn í Bandaríkjunum velta nú fyrir sér ætlunum um að stofna sérstaka hersveit innan þjóðvarðliðs Bandaríkjanna sem ætlað er að beita gegn almenningi þar í landi. Sveitinni yrði ætlað að bregðast við mótmælum, óeirðum og annars konar ólátum í borgum Bandaríkjanna með stuttum fyrirvara.

Erlent
Fréttamynd

Her­numin héruð horfi fram á þjóðernis­hreinsun

Austurhéruð Úkraínu eru glötuð að mati sérfræðings en sætti Vladímír Pútín Rússlandsforseti sig við landvinninga eina og sér geti vopnahlé verið í sjónmáli. Afleiðingarnar sem það kynni að hafa fyrir Úkraínusinnaða íbúa á hernumdum svæðum gætu gert friðinn langþráða, ansi dýrkeyptan.

Erlent
Fréttamynd

Komnir djúpt gegnum línu Úkraínu­manna

Rússneskir hermenn hafa á undanförnum dögum komist djúpt gegnum varnir Úkraínumanna í austurhluta Úkraínu. Þar eru þeir sagðir hafa fundið veikleika á varnarlínunni og nýtt sér hann en Úkraínumenn eru að senda liðsauka á svæðið til að reyna að stöðva Rússa.

Erlent
Fréttamynd

Albanese segir Netanyahu í af­neitun

Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, segir Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísarel, í afneitun hvað varðar afleiðingar stríðsreksturs Ísraels á Gasa.

Erlent
Fréttamynd

Sendur til Ís­lands eftir þrætu um per­sónu­upp­lýsingar inn­flytj­enda

Fyrrverandi skattstjórinn sem á að verða sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi er íhaldssamur repúblikani sem er sagður mannblendinn og vinalegur. Hann notaði reynslu af uppboðshaldi eitt sinn til þess að þagga niður í vandræðagemsa á þingi. Svo virðist sem hann hafi verið rekinn fyrir að þýðast ekki Hvíta húsið þegar það krafðist persónuupplýsinga um skattgreiðendur.

Erlent