Fréttamynd

Sengun í fanta­formi í sumar­fríinu

Enn er dágóð stund í að NBA deildin hefji aftur göngu sína og leikmenn eru flestir í sumarfríi. Það er allur gangur á því í hversu góðu formi menn snúa til æfinga að hausti en Alperen Sengun, leikmaður Houston Rockets, hefur greinilega ekki slegið slöku við í sumar.

Körfubolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum

Landsliðshópur Íslands fyrir heimsmeistaramót íslenska hestsins í Sviss var opinberaður með pompi og prakt í höfuðstöðvum Icelandair í Hafnarfirði síðdegis. Tæpur mánuður er í mót og spenna á meðal HM-fara.

Sport
Fréttamynd

Ancelotti dæmdur fyrir skatt­svik

Carlo Ancelotti, landsliðsþjálfari Brasilíu og fyrrum þjálfari Real Madrid, var fyrr í dag dæmdur í eins árs fangelsi af spænskum dómstólum fyrir skattsvik, en mun ekki þurfa að sitja inni.

Fótbolti


Fréttamynd

„Vissu­lega eru það von­brigði“

Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir árangur Íslands á yfirstandandi EM í fótbolta vissulega vonbrigði og endurómar orð landsliðsþjálfarans um að staðan verði metin þegar heim er komið. Það yrði gert hvort sem árangurinn hefði verið góður eða slæmur á mótinu.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þetta er það sem að mann dreymdi um“

Elísabet Gunnarsdóttir, landsliðsþjálfari Belgíu, útilokar það ekki að þjálfa félagslið aftur einhvern daginn. Núna er hún hins vegar á stað sem hana dreymdi um að vera á þegar að hún var yngri og á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari.

Fótbolti
Fréttamynd

„Heimsku­leg spurning og dóna­leg“

Þorsteini Halldórssyni finnst skrítið að framtíð hans sem landsliðsþjálfari Íslands sé rædd á meðan Evrópumótið í Sviss stendur enn yfir og kallar það nautheimsku að spyrja leikmann liðsins út í stöðu hans í starfi.

Fótbolti
Fréttamynd

„Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsa­húð“

„Hún er ástríðufull fram í fingurgóma,“ segir Björn Sigurbjörnsson um Elísabetu Gunnarsdóttur. Þau sameinuðu krafta sína á ný hjá belgíska kvennalandsliðinu í fótbolta, eftir að hafa unnið saman í ellefu ár hjá Kristianstad í Svíþjóð, og eru því bæði á Evrópumótinu í Sviss.

Fótbolti
Fréttamynd

Dag­skráin í dag: Snóker í öll mál

Það eru ekki margir dagskrárliðir á sportrásum Sýnar í dag en það er samt nóg af snóker í boði þar sem meistaradeildin heldur áfram en mótið stendur til 17. júlí.

Sport
Fréttamynd

Ók lík­lega á yfir 120 rétt fyrir slysið

Allt bendir til þess að Diogo Jota hafi setið í bílstjórasætinu í bílslysinu sem varð honum og bróður hans að bana í síðustu viku. Þá eru skýrar vísbendingar um að bílnum, sem var af tegundinni Lamborghini, hafi verið ekið yfir hámarkshraða í aðdraganda slyssins. 

Enski boltinn
Fréttamynd

Fylkir og Valur í form­legt sam­starf

Körfuknattleiksdeildir Fylkis og Vals munu starfa náið saman á komandi tímabili en Fylkismenn munu spila í 1. deild í vetur í fyrsta sinn í 20 ár. Fylkismenn tilkynntu um samstarfið á samfélagsmiðlum í gær.

Körfubolti