Sengun í fantaformi í sumarfríinu Enn er dágóð stund í að NBA deildin hefji aftur göngu sína og leikmenn eru flestir í sumarfríi. Það er allur gangur á því í hversu góðu formi menn snúa til æfinga að hausti en Alperen Sengun, leikmaður Houston Rockets, hefur greinilega ekki slegið slöku við í sumar. Körfubolti 9.7.2025 22:36
Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Landsliðshópur Íslands fyrir heimsmeistaramót íslenska hestsins í Sviss var opinberaður með pompi og prakt í höfuðstöðvum Icelandair í Hafnarfirði síðdegis. Tæpur mánuður er í mót og spenna á meðal HM-fara. Sport 9.7.2025 17:38
Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Carlo Ancelotti, landsliðsþjálfari Brasilíu og fyrrum þjálfari Real Madrid, var fyrr í dag dæmdur í eins árs fangelsi af spænskum dómstólum fyrir skattsvik, en mun ekki þurfa að sitja inni. Fótbolti 9.7.2025 17:16
„Vissulega eru það vonbrigði“ Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir árangur Íslands á yfirstandandi EM í fótbolta vissulega vonbrigði og endurómar orð landsliðsþjálfarans um að staðan verði metin þegar heim er komið. Það yrði gert hvort sem árangurinn hefði verið góður eða slæmur á mótinu. Fótbolti 9.7.2025 12:46
Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur NFL súperstjarnan Patrick Mahomes er í sumarfríi og myndir af kappanum eru ekki að vekja mikla lukku hjá einni bandarískri útvarpsstjörnu. Sport 9.7.2025 12:02
„Þetta er það sem að mann dreymdi um“ Elísabet Gunnarsdóttir, landsliðsþjálfari Belgíu, útilokar það ekki að þjálfa félagslið aftur einhvern daginn. Núna er hún hins vegar á stað sem hana dreymdi um að vera á þegar að hún var yngri og á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari. Fótbolti 9.7.2025 11:32
„Heimskuleg spurning og dónaleg“ Þorsteini Halldórssyni finnst skrítið að framtíð hans sem landsliðsþjálfari Íslands sé rædd á meðan Evrópumótið í Sviss stendur enn yfir og kallar það nautheimsku að spyrja leikmann liðsins út í stöðu hans í starfi. Fótbolti 9.7.2025 11:22
Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Danskt handboltafélag hefur gengið mun lengra en áður þegar kemur að réttindum leikmanna í kringum fæðingu barna þeirra. Handbolti 9.7.2025 11:00
Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, ætlar að gera einhverjar breytingar á byrjunarliði sínu í leiknum á móti Noregi á Evrópumótinu á morgun. Hann sagði þó á blaðamannafundi í dag að þær verða ekki margar. Fótbolti 9.7.2025 10:56
Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Rússneska tenniskonan Mirra Andreeva er þrátt fyrir ungan aldur löngu komin í hóp bestu tenniskvenna heims. Sport 9.7.2025 10:30
Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Íslenska kvennlandsliðið mætir Noregi annað kvöld í síðasta leik sínum á Evrópumótinu í fótbolta í Sviss. Blaðamannafundur fyrir leikinn var í beinni útsendingu hér á Vísi. Fótbolti 9.7.2025 10:19
Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Sveindís Jane Jónsdóttir er hættulegasti sóknarmaður íslenska kvennalandsliðsins og hefur verið það undanfarin ár. Frammistaða hennar á tveimur Evrópumótum hefur alls ekki staðið undir væntingum. Fótbolti 9.7.2025 10:02
Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Christian Horner, liðsstjóri Red Bull Racing í Formúlu 1-kappakstrinum, var í morgun rekinn úr starfi. Hann hefur stýrt liðinu í 20 ár, en enginn hefur sinnt slíku starfi lengur í Formúlu 1. Formúla 1 9.7.2025 09:39
„Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ „Hún er ástríðufull fram í fingurgóma,“ segir Björn Sigurbjörnsson um Elísabetu Gunnarsdóttur. Þau sameinuðu krafta sína á ný hjá belgíska kvennalandsliðinu í fótbolta, eftir að hafa unnið saman í ellefu ár hjá Kristianstad í Svíþjóð, og eru því bæði á Evrópumótinu í Sviss. Fótbolti 9.7.2025 09:30
Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Var einhver að segja að það sé ekki peningur í kvennafóboltanum? Framherji Chelsea og bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta hefur nú fengið risasamning hjá Nike. Fótbolti 9.7.2025 08:02
„Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Elísabet Gunnarsdóttir varð fyrsta íslenska konan til að stýra knattspyrnulandsliði á stórmóti þegar hún stýrði belgíska landsliðinu á Evrópumótinu í Sviss. En hvað með það íslenska? Fótbolti 9.7.2025 07:32
Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Joao Pedro fékk sannkallaða draumabyrjun í sínum fyrsta byrjunarliðsleik með Chelsea þegar hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri á Fluminense í undanúrslitum heimsmeistaramóts félagsliða en mörkunum fylgdu þó blendnar tilfinningar. Fótbolti 9.7.2025 07:01
Fannst látinn í hótelherbergi sínu Eiginkonan talaði við hann eftir bardagann en heyrði svo ekkert meira fyrr en lögreglan hafði samband og lét hana vita af því að eiginmaðurinn væri allur. Sport 9.7.2025 06:33
Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Það eru ekki margir dagskrárliðir á sportrásum Sýnar í dag en það er samt nóg af snóker í boði þar sem meistaradeildin heldur áfram en mótið stendur til 17. júlí. Sport 9.7.2025 06:01
Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Allt bendir til þess að Diogo Jota hafi setið í bílstjórasætinu í bílslysinu sem varð honum og bróður hans að bana í síðustu viku. Þá eru skýrar vísbendingar um að bílnum, sem var af tegundinni Lamborghini, hafi verið ekið yfir hámarkshraða í aðdraganda slyssins. Enski boltinn 8.7.2025 23:51
Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Shai Gilgeous-Alexander hefur skrifað undir nýjan samning við NBA meistara Oklahoma City Thunder til fjögurra ára en heildarvirði samningsins er 285 milljónir dollara. Körfubolti 8.7.2025 23:16
Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfuknattleiksdeildir Fylkis og Vals munu starfa náið saman á komandi tímabili en Fylkismenn munu spila í 1. deild í vetur í fyrsta sinn í 20 ár. Fylkismenn tilkynntu um samstarfið á samfélagsmiðlum í gær. Körfubolti 8.7.2025 22:46
Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Evrópumót karla, kvenna, stúlkna og pilta í golfi hófst í dag en Ísland teflir fram liði á öllum mótunum. Dagurinn fór frábærlega af stað hjá karlaliðinu sem er í 2. sæti eftir fyrsta keppnisdag. Golf 8.7.2025 22:03
Pedro skaut Chelsea í úrslitin Chelsea er komið í úrslit heimsmeistaramóts félagsliða eftir 2-0 sigur á Fluminense. Fótbolti 8.7.2025 21:20