Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Enski boltinn byrjar að rúlla og Bónus deild kvenna snýr aftur eftir landsleikjahlé á íþróttarásum Sýnar þennan laugardaginn, æsispennandi átta manna úrslit í pílukastinu fara svo fram í kvöld. Sport 22.11.2025 06:00
Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Frænkur okkar í Danmörku eru að glíma við svipuð vandamál og íslenska landsliðið fyrir HM í handbolta sem hefst í næstu viku. Handbolti 21.11.2025 22:47
„Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Þjálfari ÍA var að vonum ánægður með sjö stiga sigur sinna manna gegn ÍR í Bónus deild karla í kvöld, 96-89. Leikið var í AvAir höllinni á Akranesi og sigur kvöldsins var sá fyrsti hjá ÍA á nýjum heimavelli. Körfubolti 21.11.2025 22:18
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti 21.11.2025 18:16
Stjarnan slátraði meisturunum Stjarnan heimsótti ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Fram og vann afar öruggan 24-33 sigur í 11. umferð Olís deildar karla í handbolta. Handbolti 21.11.2025 20:17
Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tumi Steinn Rúnarsson skoraði 4 mörk og gaf 7 stoðsendingar í 31-31 jafntefli Alpla Hard og Barnbach/Köflach í 10. umferð austurrísku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Handbolti 21.11.2025 20:01
Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Leikur Keflavíkur og Álftaness í 9. umferð Bónus deildar karla hófst 25 mínútum á eftir áætlun í kvöld vegna tæknivandræða. Körfubolti 21.11.2025 19:49
Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Hjónin Halldór Karl Þórsson og Berglind Karen Ingvarsdóttir mættust á hliðarlínunni í leik Fjölnis og Selfoss í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld. Halldór skákaði eiginkonu sinni og stýrði Fjölni til 84-77 sigurs. Körfubolti 21.11.2025 19:31
Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Reynsluboltarnir í íslenska landsliðinu áttu misjafnan dag með sínum liðum í Mið-Austurlöndunum. Fótbolti 21.11.2025 18:47
Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Haítí er á leiðinni á heimsmeistaramót í fótbolta í fyrsta sinn á næsta ári og knattspyrnusambandið þar í landi er nú þegar farið að gera tilraunir til að bæta í vopnabúrið. Enski boltinn 21.11.2025 18:19
Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Fótboltakonan efnilega Elísa Birta Káradóttir er gengin í raðir Víkings frá HK og mun því spila í Bestu deildinni á næstu leiktíð. Íslenski boltinn 21.11.2025 17:47
Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Nú dregur nær fyrsta leik Íslands á HM kvenna í handbolta. Lovísa Thompson mun þar taka þátt á sínu fyrsta stórmóti en leiðin fram að því hefur verið þyrnum stráð og einsetur hún sér að njóta hvers dags. Handbolti 21.11.2025 16:57
„Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ „Við erum að koma okkur inn í búbbluna sem er gott að vera í. Þar fáum við aðeins betri tíma og meira næði til að einbeita sér að því sem skiptir máli,“ segir Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta. Liðið hélt utan í dag, spilar æfingaleik í Færeyjum á morgun og hefur leik á HM í Þýskalandi eftir helgi. Handbolti 21.11.2025 16:32
Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Nú er ekki lengur neitt svigrúm fyrir mistök í Úrvalsdeildinni í pílukasti. Átta bestu keppendurnir mæta til leiks á Bullseye við Snorrabraut annað kvöld, þar sem útsláttarkeppnin hefst. Sport 21.11.2025 16:01
Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Arne Slot knattspyrnustjóri Liverpool þarf enn á ný að hugsa út fyrir kassann til að leysa hægri bakvarðarstöðuna hjá liðinu. Enski boltinn 21.11.2025 15:30
Snýr aftur eftir 26 mánuði Paul Pogba snýr aftur á fótboltavöllinn eftir 26 mánuði utan hans er lið hans Mónakó mætir Rennes í frönsku úrvalsdeildinni á morgun. Fótbolti 21.11.2025 14:45
Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Alexandra Líf Arnarsdóttir, línu- og varnarmaður Hauka, er komin inn í íslenska landsliðshópinn sem mætir Færeyjum í vináttulandsleik ytra, fyrir HM í handbolta sem hefst í næstu viku. Handbolti 21.11.2025 14:16
Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Arsenal og Tottenham mætast í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Rígurinn er mikill og leikir liðanna hafa gjarnan verið ávísun á mikla skemmtun. Enski boltinn 21.11.2025 14:02
Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Tímabilið hjá Chelsea-manninum Cole Palmer heldur áfram að vera hreinasta martröð því hann verður áfram frá keppni eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér. Enski boltinn 21.11.2025 13:45
Þarf að græja pössun „Maður er orðinn mjög spenntur að komast út og byrja þetta,“ segir Sandra Erlingsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í handbolta sem hefur keppni á HM í næstu viku. Liðið hélt utan til Færeyja í dag. Handbolti 21.11.2025 13:32
Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Argentínska knattspyrnusambandið lýsti því yfir í gær að Rosario Central væri deildarmeistari ársins 2025 og afhenti liðinu nýstofnaðan titil. Fótbolti 21.11.2025 13:00
Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Svíar og Danir segjast hafa dottið í lukkupottinn þegar dregið var í umspilið um síðustu fjögur lausu sæti Evrópu í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins sem fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó næsta sumar. Fótbolti 21.11.2025 12:31
Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Norsku handboltasysturnar Sanna og Silje Solberg þekkja það vel að spila saman með norska landsliðinu en þær hafa aftur á móti ekki verið í sama félagsliði í ellefu ár. Handbolti 21.11.2025 12:00
Ráku syni gamla eigandans NBA-körfuboltafélagið Los Angeles Lakers hefur rekið stjórnendurna Joey og Jesse Buss úr stjórnunarstöðum sínum hjá félaginu. Þeir eru synir fyrrum eiganda félagsins. Körfubolti 21.11.2025 11:31
Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Arne Slot tilkynnti á blaðamannafundi í dag að Liverpool yrði án Conor Bradley og Florian Wirtz á morgun, gegn Nottingham Forest. Hann var spurður út í áhrif fráfalls Diogo Jota á Liverpool-liðið en sagði ekki koma til greina að kenna því um gengi liðsins á leiktíðinni. Enski boltinn 21.11.2025 11:16