Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Víkingur Reykjavík heimsækir danska stórliðið Bröndby í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Víkingar leiða einvígið með þremur mörkum gegn engu og stuðningsmenn liðsins hafa fjölmennt til Kaupmannahafnar að styðja sína menn. Fótbolti 14.8.2025 16:07
„Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ „Það er mikil tilhlökkun í hópnum og eftirvænting. Menn eru gíraðir og klárir í þetta,“ segir Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, um leik liðsins við Bosníumeistara Zrinjski Mostar sem heimsækja Kópavogsvöll klukkan 17:30. Fótbolti 14.8.2025 13:56
Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Eftir skammarlega framkomu á Íslandi í síðustu viku og þögul mótmæli í deildarleik við Vejle á sunnudag virðast stuðningsmenn Bröndby ætla að leggja allt í sölurnar á leiknum mikilvæga við Víkinga í dag. Fótbolti 14.8.2025 13:01
Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Er þetta mögulega besta golfhögg sögunnar? Sumir eru á því en ótrúlegt er það að minnsta kosti. Golf 14.8.2025 09:46
Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Wayne Rooney hefur tjáð sig um ummæli Tom Brady í heimildaþáttunum um Íslendingafélagið Birmingham City. Enski boltinn 14.8.2025 09:30
Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Chelsea ætlar að heiðra minningu Liverpool mannsins Diogo Jota með miklum rausnarskap. Enski boltinn 14.8.2025 09:14
Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti
Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Víkingar eru í mjög góðri stöðu til að skrifa í kvöld nýjan kafla í sögu íslenska fótboltans. 3-0 yfir eftir fyrri leikinn á móti Bröndby og mega tapa með tveimur mörkum á Bröndby leikvanginum. Fótbolti 14.8.2025 09:01
Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Florian Wirtz er nýjasta stjarnan hjá Englandsmeisturum Liverpool sem keyptu hann í sumar fyrir metfé frá þýska félaginu Bayer Leverkusen. Saga Wirtz er samt svolítið mikið öðruvísi en annarra ungra leikmanna í dag. Enski boltinn 14.8.2025 08:31
Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn fer að rúlla á Sýn Sport á morgun. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson átti erfitt með að velja en frægt sigurmark Sergio Aguero varð fyrir valinu. Enski boltinn 14.8.2025 08:00
Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings Reykjavíkur segir sína menn ekki geta fallið til baka og múrað fyrir mark sitt í mikilvægum seinni leik gegn danska stórliðinu Bröndby í undankeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Hann á allt eins von á því að það verði baulað á sig sökum fortíðar hans í Kaupmannahöfn. Fótbolti 14.8.2025 07:31
UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Samkvæmt Dana White, forseta UFC, verða bardagasamtökin með viðburð í Hvíta húsinu á næsta ári. Sport 14.8.2025 07:03
Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Leik hjá 21 árs liði Manchester United í gær var hætt eftir að miðjumaðurinn Sékou Koné meiddist. Enski boltinn 14.8.2025 06:40
Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Candelaria Rivas er orðin að þjóðhetju í Mexíkó eftir óvænt afrek sitt í ofurhlaupi í sumar. Sport 14.8.2025 06:22
Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á sportrásum Sýnar í dag. Meðal annars verður sýnt frá Evrópuleik Íslandsmeistara Breiðabliks. Sport 14.8.2025 06:00
Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Fjórir nýir leikmenn voru kynntir til leiks hjá spænska stórveldinu Barcelona í dag. Þeirra á meðal var landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson. Handbolti 13.8.2025 23:31
Calvert-Lewin á leið til Leeds Framherjinn Dominic Calvert-Lewin hefur náð samkomulagi við Leeds United um að ganga í raðir í nýliðanna í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 13.8.2025 22:47
Guðmundur í grænt Íslandsmeistarar Breiðabliks hafa fengið framherjann Guðmund Magnússon á láni frá Fram. Íslenski boltinn 13.8.2025 22:02
Willum lagði upp sigurmark Birmingham Birmingham City er komið áfram í 2. umferð enska deildabikarsins eftir sigur á Sheffield United, 2-1, á St. Andrew's í kvöld. Enski boltinn 13.8.2025 21:52
Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Dominik Radic skoraði sigurmark Njarðvíkur gegn Fjölni, 1-2, þegar liðin mættust í 17. umferð Lengjudeildar karla í kvöld. ÍR, sem hefur verið á toppi deildarinnar ásamt Njarðvík nær allt tímabilið, tapaði hins vegar fyrir Þrótti, 3-1. Íslenski boltinn 13.8.2025 21:35
PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Þrátt fyrir að vera 0-2 undir gegn Tottenham þegar fimm mínútur voru til leiksloka vann Paris Saint-Germain Ofurbikar Evrópu í kvöld. PSG jafnaði með tveimur mörkum og hafði svo betur í vítaspyrnukeppni í þessum árlega leik sigurvegara Meistara- og Evrópudeildarinnar. Leikið var á Stadio Friuli, heimavelli Udinese á Ítalíu. Fótbolti 13.8.2025 21:14
Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Valur tók á móti Stjörnunni á N1 vellinum á Hlíðarenda í 13. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Valskonur unnu 4-2 í miklum markaleik og skoraði Jordyn Rhodes, leikmaður Vals þrennu. Íslenski boltinn 13.8.2025 17:17
Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Eftir þrjú töp í röð vann Selfoss afar mikilvægan sigur á HK, 3-0, á heimavelli í 17. umferð Lengjudeildar karla í kvöld. Jón Daði Böðvarsson setti heldur betur mark sitt á leikinn. Íslenski boltinn 13.8.2025 20:06
Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Dregið var í 2. umferð enska deildabikarsins í kvöld. Grimsby Town, sem Jason Daði Svanþórsson leikur með, dróst gegn Manchester United. Enski boltinn 13.8.2025 19:38
Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ „Þetta er ótrúlega spennandi og forréttindi að vera í þessari stöðu; að spila leik af þessu kaliberi með mikið undir,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, um leik morgundagsins við Bosníumeistara Zrinjski Mostar í forkeppni Evrópudeildarinnar á Kópavogsvelli. Fótbolti 13.8.2025 19:01