Sport

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Egypta­land í átta liða úr­slit eftir bras í byrjun

Egyptaland vann sjö marka sigur á Grænhöfðaeyjum í síðasta leik þjóðanna í milliriðli á HM karla í handbolta. Sigurinn þýðir að Egyptaland er komið í átta liða úrslit. Síðar í kvöld kemur í ljós hvort Ísland eða Króatía fari einnig áfram í átta liða úrslit.

Handbolti
Fréttamynd

Dag­ný kom inn af bekknum í mikil­vægum sigri

Dagný Brynjarsdóttir kom inn af bekk West Ham United þegar liðið vann mikilvægan 2-0 sigur á Everton í efstu deild kvenna í knattspyrnu á Englandi. Þá vann topplið Chelsea 1-0 sigur á nágrönnum sínum í Arsenal og jók þar með forystu sína á toppnum.

Enski boltinn


Fréttamynd

Karó­lína hóf árið á stoðsendingu

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og stöllur hennar í Leverkusen eru komnar aftur af stað í þýsku 1. deildinni í fótbolta eftir vetrarfrí frá því fyrir jól. Þær byrjuðu á góðum 2-1 útisigri gegn Freiburg.

Fótbolti
Fréttamynd

Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM

Vinstri hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia er kominn inn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikinn við Argentínu á HM í handbolta í dag. Sigvaldi Björn Guðjónsson er hins vegar ekki með.

Handbolti
Fréttamynd

Er í 90 prósent til­fella nóg

„Manni líður ekkert vel. En eins og staðan er núna þurfum við bara að vinna næsta leik og munum gera það sem við getum til að vinna leikinn,“ segir Ýmir Örn Gíslason á hóteli íslenska landsliðsins í Zagreb degi eftir skell gegn Króötum.

Handbolti
Fréttamynd

Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm

Það er líklega ekki margt sem ber að varast fyrir íslenska landsliðið í dag, gegn slöku liði Argentínu. Ísland verður að vinna leikinn en þarf svo að treysta á að Grænhöfðaeyjar taki stig gegn Egyptalandi, eða að Slóvenía taki stig gegn Króatíu.

Handbolti
Fréttamynd

„Svekkjandi ef einn hálf­leikur eyði­leggur mótið hjá okkur“

„Þetta er gríðarlega þungt og maður svona hálfpartinn trúir þessu ekki enn þá. Þetta er staðan og við erum enn að spila fyrir Ísland þannig að við verðum að rífa okkur upp og spila vel gegn Argentínu,“ segir Viggó Kristjánsson en hann var enn að sleikja sárin eftir Króataleikinn er Vísir hitti hann í gær.

Handbolti
Fréttamynd

„Hann sem klárar dæmið“

„Maður sá hann lítið til að byrja með í leiknum, þannig en það kemur með honum ákveðin ró. En undir lok leiksins er það hann sem klárar dæmið.“

Körfubolti
Fréttamynd

Býst ekki við neinni að­stoð frá Slóvenum

Snorri Steinn Guðjónsson var boginn en ekki brotinn þegar hann var tekinn tali á hóteli íslenska karlalandsliðsins í handbolta í gær. Hann stefnir á sigur á Argentínu í dag en eftir það þarf íslenska liðið að treysta á önnur úrslit til að eiga möguleika á sæti í 8-liða úrslitum.

Handbolti
Fréttamynd

Þrenna Mbappé sökkti Valla­dolid

Kylian Mbappé stóð við loforð sitt og skoraði öll þrjú mörk Spánarmeistara Real Madríd þegar liðið lagði Valladolid 3-0 í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.

Fótbolti