Fréttamynd

Stuð á Víkingum í Kaup­manna­höfn

Víkingur Reykjavík heimsækir danska stórliðið Bröndby í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Víkingar leiða einvígið með þremur mörkum gegn engu og stuðningsmenn liðsins hafa fjölmennt til Kaupmannahafnar að styðja sína menn.

Fótbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“

„Það er mikil tilhlökkun í hópnum og eftirvænting. Menn eru gíraðir og klárir í þetta,“ segir Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, um leik liðsins við Bosníumeistara Zrinjski Mostar sem heimsækja Kópavogsvöll klukkan 17:30.

Fótbolti


Fréttamynd

Enska augna­blikið: AGUERO!!

Enski boltinn fer að rúlla á Sýn Sport á morgun. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson átti erfitt með að velja en frægt sigurmark Sergio Aguero varð fyrir valinu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fót­bolta­leiki“

Sölvi Geir Otte­sen, þjálfari Víkings Reykja­víkur segir sína menn ekki geta fallið til baka og múrað fyrir mark sitt í mikilvægum seinni leik gegn danska stór­liðinu Brönd­by í undan­keppni Sam­bands­deildarinnar í fót­bolta í kvöld. Hann á allt eins von á því að það verði baulað á sig sökum fortíðar hans í Kaup­manna­höfn.

Fótbolti
Fréttamynd

PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni

Þrátt fyrir að vera 0-2 undir gegn Tottenham þegar fimm mínútur voru til leiksloka vann Paris Saint-Germain Ofurbikar Evrópu í kvöld. PSG jafnaði með tveimur mörkum og hafði svo betur í vítaspyrnukeppni í þessum árlega leik sigurvegara Meistara- og Evrópudeildarinnar. Leikið var á Stadio Friuli, heimavelli Udinese á Ítalíu.

Fótbolti