Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Matheus Cunha mun þurfa að taka út einn auka leik í banni, vegna hegðunar sinnar í garð Milos Kerkez leikmanns Bournemouth. Cunha mun því taka út fjögurra leikja bann í stað þriggja leikja bannsins sem hann fékk sjálfkrafa fyrir beint rautt spjald. Enski boltinn 21.3.2025 17:56
Alisson fór meiddur af velli vegna höfuðmeiðsla Markvörðurinn Alisson þurfti að fara af velli í leik Brasilíu og Kólumbíu í undankeppni HM 2026 eftir að lent í samstuði við Davinson Sánchez. Fótbolti 21.3.2025 17:01
Jóhann Berg tók fullan þátt í æfingu dagsins Eftir að hafa verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn tók Jóhann Berg Guðmundsson fullan þátt í æfingu dagsins. Fótbolti 21.3.2025 16:10
Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen Besta deildin hefur upphitun sína fyrir fótboltasumarið formlega í dag þegar fyrsta auglýsing deildarinnar fer í loftið. Íslenski boltinn 21.3.2025 12:03
Gunnar náði vigt og er klár í bardagann Gunnar Nelson steig á vigtina í London í morgun og venju samkvæmt var hann ekki í neinum vandræðum með að ná réttri þyngd. Sport 21.3.2025 11:33
LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Magnús Már Einarsson tók við þjálfun Aftureldingar í nóvember 2019, þá þrítugur að aldri. Hann er nú mættur með liðið í efstu deild karla í fótbolta. Leikstíllinn hefur vakið athygli og Magnús fór yfir það í nýjasta þætti Lengsta undirbúningstímabils í heimi. Íslenski boltinn 21.3.2025 11:00
Sjáðu níu pílna leik Littlers Heimsmeistarinn Luke Littler náði svokölluðum níu pílna leik í úrslitaleiknum á sjöunda keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar í pílukasti í Cardiff í gær. Sport 21.3.2025 10:33
Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Uppselt er á úrslitaleik KR og Vals um bikarmeistaratitil karla í körfubolta sem fram fer í Smáranum á morgun. Ljóst er að spennan er afar mikil fyrir slag fornra Reykjavíkurfjenda og allir 1.825 miðarnir á leikinn farnir. Körfubolti 21.3.2025 10:33
Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Valsmenn hafa keypt varnarmanninn öfluga Andi Hoti frá Leikni og gert við hann samning til fimm ára. Andi, sem leikið hefur fyrir U19- og U21-landslið Íslands, segir erfitt að yfirgefa Breiðholtið en er spenntur fyrir að stíga inn á stóra sviðið. Íslenski boltinn 21.3.2025 10:10
Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton verður á ráspól í sprettkeppni helgarinnar í Formúlu 1 kappakstrinum sem fram fer í Kína. Hann hefur því náð sínum fyrsta ráspól hjá nýju liði. Formúla 1 21.3.2025 10:01
Ærðust og fögnuðu með steinhissa Henry Panama-menn gjörsamlega ærðust af fögnuði og hópuðust einhverra hluta vegna að frönsku goðsögninni Thierry Henry þegar þeir unnu hádramatískan sigur gegn Bandaríkjunum í gærkvöld. Fótbolti 21.3.2025 09:31
Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Davíð Smári Lamude, þjálfari karlaliðs Vestra í fótbolta, gagnrýnir þá leið íþróttayfirvalda að dæma leikmenn í leikbann vegna veðmálabrota og kallar eftir því að þeir fái aðstoð og menntun í staðinn. Gagnrýnin kemur fram í ljósi banns fyrirliða Vestra. Íslenski boltinn 21.3.2025 09:00
Alveg hættur í fýlu við Heimi Matt Doherty, leikmaður Wolves, kveðst búinn að ná sáttum við Heimi Hallgrímsson eftir að hafa fundist Eyjamaðurinn sýna sér vanvirðingu í haust. Fótbolti 21.3.2025 08:33
„Eigum við ekki að fara inn á EM og virkilega verðskulda það?“ Kári Árnason og Lárus Orri Sigurðsson voru afdráttarlausir á Stöð 2 Sport í gærkvöld varðandi það að Ísland þyrfti svo sannarlega að vinna Kósovó á sunnudaginn og halda sér í B-deild Þjóðadeildar UEFA. „Höfum smá stolt. Ekki neðar en B,“ sagði Lárus. Fótbolti 21.3.2025 08:02
Sá Ronaldo í nærbuxum og vildi verða eins Rasmus Höjlund, framherji Manchester United, segir að Cristiano Ronaldo hafi lengi verið sitt átrúnaðargoð. Þess vegna nýtti hann tækifærið í gærkvöld til að fagna eins og Ronaldo, beint fyrir framan goðið sitt, í 1-0 sigri Danmerkur gegn Portúgal í Þjóðadeildinni. Fótbolti 21.3.2025 07:31
Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Þrítugi miðjumaðurinn Simon Hjalmar Friedel Tibbling hefur skrifað undir samning við Fram og mun leika með liðinu í Bestu deild karla á komandi tímabili. Svíinn hefur verið með liðinu í æfingaferð á Spáni síðustu daga og skrifaði undir samning í gær. Íslenski boltinn 21.3.2025 07:00
Dagskráin í dag: Þjóðadeildin, Lengjubikarinn og minnibolti Fjörugur föstudagur er framundan í Besta Sætinu. Fjölbreytta dagskrá má finna á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone, meðal annars leiki í Þjóðadeildinni, Lengjubikarnum og bikarkeppni yngri flokka í körfubolta. Sport 21.3.2025 06:02
„Besta lausnin væri að vera með tvo Hákona“ en Gylfi gæti líka leyst hlutverkið Hákon Arnar Haraldsson var settur í nýtt hlutverk í leiknum gegn Kósovó. Hann spilaði á miðjunni, sótti boltann og stýrði uppspilinu, frekar en að vera framar á vellinum. Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports voru sammála um að hann væri góður í því hlutverki en best væri að hafa annan eins, eða svipaðan leikmann, með honum. Gylfi Þór Sigurðsson var snöggt nefndur í því samhengi. Fótbolti 20.3.2025 23:11
„Ungu leikmennirnir þurfa að læra og læra mjög fljótt“ Arnar Gunnlaugsson var ánægður með margt sem hann sá í sínum fyrsta leik sem landsliðsþjálfari Íslands en segir fyrstu fimmtán mínútur seinni hálfleiks hafa verið „algjöra hörmung“. Frammistaðan gefi þó ljós fyrir framhaldið, en ungir leikmenn verði að læra hratt að hafa stjórn á leikjum. Fótbolti 20.3.2025 22:26
„Mér fannst hann brjóta á mér“ Hákon Arnar Haraldsson tók á sig sök í öðru marki Kósovó í dag en fannst hann þó eiga skilið aukaspyrnu í atvikinu. Hann sagði íslenska liðið geta bætt margt í seinni leiknum á sunnudag. Fótbolti 20.3.2025 22:24
„Ég hef ekki miklar áhyggjur“ Orri Steinn Óskarsson skoraði mark Íslands gegn Kósovó í kvöld í sínum fyrsta leik sem landsliðsfyrirliði. Orri Steinn var kokhraustur eftir leik og sagðist ekki hafa áhyggjur fyrir seinni leik þjóðanna á sunnudag. Fótbolti 20.3.2025 22:13
Einkunnir Íslands: Erfitt í fyrsta leik Arnars Ísland þurfti að sætta sig við 2-1 tap þegar liðið mætti Kósovó á útivelli í umspili Þjóðadeildar UEFA í kvöld. Íslenska liðið átti ágæta kafla í leiknum en frammistaða liðsins heilt yfir var ekki nægilega góð. Sport 20.3.2025 22:05
„Vitum að svona getur gerst þegar áherslurnar eru eins og þær eru“ „Þetta er mjög svekkjandi,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson eftir 2-1 tapið gegn Kósovó í kvöld, í umspilinu um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta. Hann segir eðlilegt að margt þurfi að bæta eftir fyrsta leik undir stjórn nýs þjálfara. Fótbolti 20.3.2025 22:04
Fagnaði eins og Ronaldo fyrir framan Ronaldo Danmörk vann 1-0 gegn Portúgal í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Þjóðadeildarinnar. Rasmus Hojlund skoraði sigurmarkið og fagnaði að hætti Cristiano Ronaldo, sem horfði svekktur á. Fótbolti 20.3.2025 19:18