Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Bandaríski stórleikarinn Gary Busey hefur verið dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni. Hann játaði að hafa gripið í og káfað á aðdáanda árið 2022, á svokallaðri hryllingssamkomu, fyrir aðdáendur hryllingsmynda og þess háttar. Erlent 20.9.2025 00:10
Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu (NJF) í fyrsta sinn frá stofnun sambandsins. Ísland tók við formennsku af Norðmönnum á árlegum fundi forsætisnefndar sambandsins í Osló í dag. Innlent 19.9.2025 23:56
Ísland rampar upp Úkraínu Samningur um 60 milljóna króna stuðning íslenskra stjórnvalda við verkefnið „Römpum upp Úkraínu“ næstu fjögur árin var undirritaður í húsakynnum utanríkisráðuneytisins við Austurhöfn í gær. Innlent 19.9.2025 23:27
Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Sænski vefmiðillinn Samnytt heldur því fram að rúmlega fertugur maður sem grunaður er um að hafa skotið 63 ára gamla konu til bana á heimili hennar í október í fyrra, sé Íslendingur. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir verknaðinn ásamt tveimur öðrum, manni á sextugsaldri og konu á fertugsaldri. Erlent 19.9.2025 18:40
Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sviðsstjóra hjá lögreglunni segist skilja vel að það komi illa við fólk að maður sem grunaður er um að hafa gengið inn á heimili og brotið á barni skuli ganga laus. Maðurinn var í haldi lögreglu í þrjá daga, en eftir það taldi lögregla sig ekki geta haldið manninum lengur. Innlent 19.9.2025 18:15
Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Erlendur ferðamaður slasaðist alvarlega í vélsleðaslysi á Langjökli um miðjan dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um korter í þrjú vegna slyssins og flutti manninn á bráðamóttökuna á Landspítalanum í Fossvogi. Innlent 19.9.2025 17:23
Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Fjölmiðlamaðurinn Stefán Einar Stefánsson greiddi fyrir umdeilda boli sem Samband ungra Sjálfstæðismanna hyggst gefa þeim sem skrá sig á sambandsþing þeirra í október. Bolirnir eru vísun í bolinn sem Charlie Kirk, hægrisinnaður áhrifavaldur, klæddist er hann var skotinn til bana. Innlent 19.9.2025 17:16
Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Formenn Félags stjórnenda í framhaldsskólum og Félags framhaldsskólakennara segja áform menntamálaráðherra um nýtt stjórnsýslustig vera enn óljósar hugmyndir. Þeir vona að fyrirhugaðar breytingar verði þeim til haga og að þeir fái að taka þátt í ítarlegu samráði um hvernig þeim verði háttað. Innlent 19.9.2025 16:20
Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fimmtugsaldri er grunaður um kynferðisbrot gegn dreng á miðstigi í grunnskóla, eftir að hafa brotist inn í herbergi hans aðfaranótt sunnudags. Meðal þess sem er til rannsóknar er hvort maðurinn hafi haft samræði við drenginn. Innlent 19.9.2025 16:13
Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn á opnu svæði suður af götunni Lyngbarði í Hafnarfirði upp úr hádegi í dag. Ekki er grunur um saknæmt athæfi. Innlent 19.9.2025 15:31
Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Fimm forstöðumenn á Sólheimum hafa lýst yfir fullum stuðningi við framkvæmdastjóra Sólheima, stjórnarformann þeirra og stjórn. Innlent 19.9.2025 15:03
Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Þremur rússneskum herþotum af gerðinni MiG-31 var í dag flogið inn í lofthelgi Eistlands. Þar mun þeim hafa verið flogið í um tólf mínútur áður en þeim var fylgt út úr lofthelginni af ítölskum flugmönnum F-35 þota á vegum Atlantshafsbandalagsins. Erlent 19.9.2025 14:52
Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Fulltrúi Miðflokksins í byggðaráði Múlaþings vildi að guð gamla testamentsins deildi við félaga hans í ráðinu eftir að þeir lögðust gegn tillögu hans um að fækka sveitarstjórnarmönnum. Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem hann vísar til almættis á sveitarstjórnarfundum. Innlent 19.9.2025 14:22
Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa neitað að samþykkja umfangsmikla hergagnasendingu til Tavían í sumar, á sama tíma og hann reynir að semja við Xi Jinping um viðskiptasamband ríkjanna og mögulegan fund þeirra á milli. Erlent 19.9.2025 14:20
Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri SVEIT, hvetur Sólveigu Önnu Jónsdóttir og alla aðra til þess að mæta á haustfund samtakanna á miðvikudaginn. Sólveig Anna hvatti ráðherra í morgun til að mæta ekki á fundinn vegna meintra tengsla við „gervistéttarfélagið“ Virðingu. Einar segir tengslin ekki meiri en svo að hann hafi ekki náð sambandi við nokkurn mann þar á bæ. Innlent 19.9.2025 14:08
Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taldi sig skorta lagaskilyrði til að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa farið inn á heimili í Hafnarfirði að næturlagi um helgina og brotið á ungu barni. Innlent 19.9.2025 13:59
Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Samningar hafa náðst í kjaradeilu Rafiðnaðarsambands Íslands og AFLs við Alcoa og hefur fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu um verkfall því verið aflýst. Innlent 19.9.2025 13:51
Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Forstjóri umhverfis- og orkustofnunar segir best að stofnunin klári að yfirfara gögn frá því síðast var leitað að olíu á drekasvæðinu áður en ákvarðanir verði teknar um frekari leit. Viðskiptaráð hefur hvatt stjórnvöld til að bjóða út leyfi, þar sem möguleiki sé á miklum ávinningi fyrir ríkissjóð. Innlent 19.9.2025 13:20
Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Norska krónprinsessan Mette-Marit er á leið í veikindaleyfi vegna lungnasjúkdóms og ætlar hún að leita sér meðferðar. Tilkynningin kemur í kjölfar ákæru á hendur syni hennar sem grunaður er um að hafa brotið á fjórum konum. Erlent 19.9.2025 13:14
Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Kanadamenn eru að fjarlægja sig verulega frá nágrönnum sínum í Bandaríkjunum. Þeir kaupa mun minna af vörum þaðan, ferðast lítið sem ekkert til Bandaríkjanna og neyta mun minna af bandarískum menningarafurðum. Erlent 19.9.2025 13:10
Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Fegurðardrottningin Linda Pétursdóttir þarf ekki að greiða einum vinsælasta förðunarfræðingi landsins hundruð þúsundra króna vegna klippu sem birtist í hlaðvarpi Lindu. Förðunarfræðingurinn situr uppi með kostnað upp á aðra milljón og það sem virðist hafa verið góður vinskapur er úti um þúfur. Innlent 19.9.2025 12:09
Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Formaður Eflingar hvetur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherraráðherra til þess að mæta ekki á haustfund Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, þar sem þátttaka hans myndi hvítþvo samtökin og veita þeim yfirbragð virðuleika. Efling hefur gagnrýnt samtökin harðlega allt frá stofnun þeirra. Innlent 19.9.2025 12:05
Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Stjórnvöld í Kreml hafa vísað ákvörðun Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um að þau bæru ábyrgð á því að farþegaþota Malaysia Airlines var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 til Alþjóðasakamáladómstólsins. Rússar hafa alla tíð neitað að axla ábyrgð á því að hátt í þrjú hundruð manns týndu lífi. Erlent 19.9.2025 12:00
Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Í hádegisfréttum fjöllum við um þá ákvörðun Samgöngustofu að svipta á annað hundrað skip og báta haffæriskírteinum sínum. Innlent 19.9.2025 11:44