Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Forsætisráðuneytið býður til morgunfundar um fyrirhugaða atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar í Grósku í dag klukkan 8:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni hér á Vísi. Innlent 13.1.2026 08:01
Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Þingflokkur Framsóknar boðar til blaðamannafundar í Alþingishúsinu kl. 10 á morgun, þriðjudag, til að kynna tillögur til að bregðast við stöðu barna og ungmenna í íslensku samfélagi. Innlent 12.1.2026 23:23
Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur birt til umsagnar drög að reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmds námsmats í grunnskólum. Reglugerðin snýr meðal annars að nýjum samræmdum prófum í íslensku og stærðfræði, sem nemendur í 4., 6. og 9. bekk grunnskóla gangast undir í fyrsta sinn nú í vor. Samkvæmt reglugerðinni verða niðurstöður þessara prófa gerðar opinberar, bæði hvað varðar árangur nemenda á landsvísu sem og í einstökum grunnskólum. Innlent 12.1.2026 15:56
Hvert var samkomulagið? Við sem búum og störfum á höfuðborgarsvæðinu finnum vel fyrir auknum umferðarþunga á háannatímum, sem verður óneitanlega á meðal helstu þrætuepla í sveitarstjórnarkosningum í vor. Þá munu frambjóðendur, bæði nýir og reyndir, vafalaust kappkosta við að útskýra fyrir okkur kjósendum hvaða lausnir séu bestar til að leysa þetta vandamál. Skoðun 12. janúar 2026 08:31
Sturla Böðvarsson er látinn Sturla Böðvarsson, fyrrverandi bæjarstjóri, ráðherra og forseti Alþingis, er látinn, áttatíu ára að aldri. Sturla lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 10. janúar. Innlent 12. janúar 2026 06:01
Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að samband Íslands og Þýskalands sé einstakt. Góð samskipti beggja landa við Bandaríkin hafi verið þeim dýrmæt í gegnum tíðina og mikilvægt sé fyrir ríkin að þau bönd verði treyst áfram, en um leið þurfi að sammælast um mikilvægi þess að alþjóðalög séu virt. Innlent 11. janúar 2026 20:00
Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Nýr félags- og húsnæðismálaráðherra segist ætla að taka til hendinni í málaflokknum. Sveiflur á húsnæðismarkaði hafi verið einn helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn. Innlent 11. janúar 2026 16:41
„Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir helstu ógnina sem stafi að Íslandi í tollamálum vera frá Evrópu, ekki Bandaríkjunum. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ekkert annað í stöðunni en að halla sér meira að ESB vegna þeirrar upplausnar sem sé á alþjóðasviðinu. Innlent 11. janúar 2026 16:33
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Skólakerfið á að vera staður þar sem öll börn fá að blómstra. Samt sjáum við allt of oft að börn sem þurfa stuðning fá hann ekki, ekki strax, ekki nægilega og ekki í sínu eigin umhverfi. Í stað þess er beðið mánuðum og jafnvel árum saman eftir greiningum. Skoðun 11. janúar 2026 16:02
Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Guðmundur Ingi Kristinsson, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, segist ekki glaður með að skilja við embættið. Hann hefði viljað sinna málaflokknum í lengri tíma. Innlent 11. janúar 2026 15:57
Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Málefni ungmenna í vanda hafa verið mikið í umræðunni síðustu mánuði og kominn tími til. Síðustu áratugi hef ég lagt mikið á mig í þessum málaflokki og samhliða reynt hvað ég get að halda umræðunni á lofti. Það hefur ýmislegt verið gert en umræðan virðist alltaf koma í bylgjum. Skoðun 11. janúar 2026 15:00
Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Ríkisráðsfundur var haldinn á Bessastöðum í dag. Þar samþykkti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, breytingar í ráðherrahópi ríkisstjórnar Kristrúnar Forstadóttur. Innlent 11. janúar 2026 14:33
Inga vill skóla með aðgreiningu Verðandi mennta- og barnamálaráðherra talar fyrir aðgreindum skólum í þágu barna sem hafa ekki íslensku að móðurmáli, skólar án aðgreiningar séu börn síns tíma. Hún vill líta til Finnlands til að bæta íslenska menntakerfið sem hafi brugðist bæði nemendum og kennurum. Innlent 11. janúar 2026 14:00
Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti landsmanna er hlynntur upptöku viðræðna við Evrópusambandið samkvæmt könnun Maskínu. Könnunin var gerð í desember og prófessor í stjórnmálafræði telur líklegt að afstaða fólks sé að taka hröðum breytingum samhliða vendingum á alþjóðavísu. Geri megi ráð fyrir algjörri uppstokkun í umræðu um kosti og galla aðildar. Innlent 11. janúar 2026 12:20
Skipulagt svelti í framhaldsskólum Yfirvöldum finnst gaman að tilkynna stórsóknir í menntamálum. Þetta er gert reglulega og er þessum áætlunum yfirleitt gefin falleg heiti með lýsingarorðum í efsta stigi. Þetta var t.d. gert árið 2019 og meira að segja voru framlög til framhaldsskólanna þá aukin töluvert. Skoðun 11. janúar 2026 12:01
Finnur fyrsti óperustjórinn Finnur Bjarnason hefur verið skipaður óperustjóri í Þjóðaróperunni í Þjóðleikhúsinu. Finnur er skipaður til fimm ára en hann er sá fyrsti eftir að Alþingi samþykkti ný lög um stofnun Óperu undir hatti Þjóðleikhússins. Lífið 11. janúar 2026 11:39
Atvinna handa öllum Atvinnuleysi á Suðurnesjum mælist nú 8,9%, samkvæmt Vinnumálastofnun, og er hlutfallslega tvöfalt meira en víðast annars staðar á landinu. Þetta eru alvarlegar tölur og á bak við þær eru raunverulegar sögur fólks sem vill vinna, fjölskyldna sem lifa í óvissu og ungs fólks sem spyr sig hvort framtíðin sé annars staðar en heima. Skoðun 11. janúar 2026 11:32
Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Hvaða steinsteypa er þetta?“ segir Gauti B Eggertsson, prófessor í hagfræði og bróðir Dags B Eggertssonar, um nýlegt viðtal Heimildarinnar við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra, þar sem hún sagði að hægt væri að finna sameiginlegan grundvöll með Miðflokknum í útlendingamálum. Innlent 10. janúar 2026 22:50
Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra tekur á móti Johann Wadephul, utanríkisráðherra Þýskalands, á Keflavíkurflugvelli á morgun. Hann stoppar stutt á flugvellinum á leið vestur um haf, þar sem hann á fund með Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Innlent 10. janúar 2026 15:55
Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Í febrúar á síðasta ári var fjallað ítarlega um biðlaun fyrrverandi formanns VR, Ragnars Þórs Ingólfssonar. Þar kom fram að í ráðningarsamningi VR hefði verið kveðið á um að hann ætti rétt á sex mánaða biðlaunum eftir starfslok. Skoðun 10. janúar 2026 15:30
Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Innviðaráðherra hyggst breyta reglum um ökuskírteini svo ökumenn þurfi ekki að gangast undir lænisskoðun á grundvelli aldurs fyrr en það verður 75 ára gamalt. Innlent 10. janúar 2026 15:21
Íþróttaskuld Þegar ég sat við morgunverðarborðið með kaffibollann minn á næstsíðasta degi síðasta árs þá rak ég augun í stutta forsíðufrétt í Morgunblaðinu varðandi kvikmyndagerð á Íslandi. Fyrirsögnin var “Endurgreiðslur aldrei verið hærri” . Það fyrsta sem kom upp í hugann var, vel gert íslenskur kvikmyndaiðnaður! Skoðun 10. janúar 2026 13:32
Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Formaður Kennarasambandsins hvetur nýjan menntamálaráðherra til að líta heildstætt á skólamálin frekar en að kenna einni ákveðinni kennsluaðferð um skólavandann. Hann vonar að nú skapist stöðugleiki í ráðuneytinu eftir mikið rót undanfarna tólf mánuði. Innlent 10. janúar 2026 12:27
Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Stjórnarandstaðan mætir tilbúin til leiks þegar þing kemur saman á miðvikudag. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir áhyggjuefni hversu mikil áhersla er á utanríkis- og Evrópumál og Snorri Másson, varaformaður og þingmaður Miðflokksins, segir engan trúverðugleika innan ríkisstjórnar um menntamál. Innlent 10. janúar 2026 09:45