„Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Samfylkingarinnar, segir Guðlaug Þór Þórðarson, þingmann Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, hafa verið rassskelltan af Helga Seljan í viðtali um stöðu aðildarumsóknar Íslands að ESB. Innlent 30.7.2025 19:06
Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, snæddi kvöldverð með stórleikaranum Michael Douglas í vikunni en leikarinn margverðlaunaði er aðalræðumaður á heimsráðstefnu þingforseta sem nú er haldin í Genf í Sviss. Lífið 30.7.2025 13:49
Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Jón Kristjánsson fiskifræðingur segir að fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar hafi verið röng áratugum saman og alltof lítið sé veitt af þorski á Íslandsmiðum. Hann fagnar tillögu Sigurjóns Þórðarsonar sem viðraði þá hugmynd á dögunum að handfæraveiðar yrðu gefnar frjálsar á sumrin. Innlent 30.7.2025 12:11
Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Innlent 30.7.2025 10:33
Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Þingkona Miðflokksins sagði sig úr þingmannahópi þvert á flokka um mótun öryggis- og varnarstefnu fyrir Ísland. Hún segir hópinn til marks um sýndarmennsku ríkisstjórnar og að verið sé að fela þingmönnum að vinna stefnu sem er síðan virt að vettugi. Innlent 28. júlí 2025 13:25
Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Bæjarráð Akraness vill að ríkisstjórnin geri allt sem hún getur til að stöðva „óskiljanlega“ tolla sem Evrópusambandið hyggst leggja á ál frá Íslandi. Ráðið krefst fundar með ráðherrum og segir atvinnu og afkomu hundruða vera ógnað. Innlent 28. júlí 2025 11:47
Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður Framsóknar og meðlimur í utanríkismálanefnd segir fulltrúa minnihlutans í nefndinni sammála um að fyrirhugaðar tollahækkanir ESB á kísiljárn hafi ekki verið ræddar á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Innlent 27. júlí 2025 18:36
Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Guðlaugur Þór Þórðarson segir að upp sé komin skrítin staða í Evrópumálum meðal annars vegna fyrirhugaðra verndartolla á kísiljárni og misvísandi upplýsinga varðandi stöðu aðildarumsóknar Íslands. Dagbjört Hákonardóttir segir að samtal við Evrópusambandið sé í gangi varðandi tollana sem hún ítrekar að endanleg ákvörðun liggi ekki fyrir um þá. Innlent 27. júlí 2025 17:36
„Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Forstjóri eina kísiljárnframleiðanda landsins segir samkeppnishæfni félagsins verða þurrkaða út ef yfirvofandi verndartollar ESB verða að veruleika. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir það grafalvarlegt ef málið var ekki rætt á fundi með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á dögunum. Innlent 26. júlí 2025 19:14
„Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sérfræðingur í Evrópurétti minnir á að Ísland tilheyri ekki tollabandalagi Evrópusambandsins þrátt fyrir EES-samninginn í ljósi mögulegra tolla á kísiljárn frá Íslandi. Óljóst sé hvort hægt sé að grípa til einhvers konar ráðstafana enda umfang og eðli tollanna óþekkt. Innlent 26. júlí 2025 12:46
Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Eitt af markmiðum stjórnarandstöðunnar á fyrsta þingi nýrrar ríkisstjórnar var sjá til þess að sem fæst mál fengju eðlilega þinglega meðferð. Allt var gert til að reyna að útiloka að frumvarp um breytingar á veiðigjaldi kæmist til lokaafgreiðslu. Skoðun 26. júlí 2025 12:31
Þegar hið smáa verður risastórt Það er óneitanlega stundum undarlegt að fylgjast með vandræðagangi stjórnsýslunnar við að leysa úr litlum verkefnum. Þar má nefna nauðsynlegar úrbætur á flugleiðsögubúnaði á Akureyrarflugvelli með sáralitlum tilkostnaði sem myndu stórbæta rekstraröryggi flugvallarins. Skoðun 26. júlí 2025 08:02
Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, segir að eðlilegast væri að veiðiheimildir strandveiðibáta væru fyrir utan alla potta, enda sé magnið lítið miðað við þá gríðarlegu óvissu sem blasir við í mælingum á stærð fiskistofna. Innlent 26. júlí 2025 08:00
„Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, segir að áform ESB um nýja tolla gagnvart Íslandi og Noregi muni hafa gríðarleg áhrif á þarlendan iðnað. Þá hafi ekki verið minnst einu orði á fyrirætlanir Evrópusambandins á fundi utanríkismálanefndar í síðustu viku. Innlent 25. júlí 2025 23:55
Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, segir hljóðið þungt í félagsmönnum hans vegna uppsagna sjómanna Einhamars í Grindavík. Forstjóri félagsins segir aðeins um skipulagsbreytingar að ræða og sjómenn verði ráðnir á ný eftir að hafa unnið sex mánaða uppsagnarfrest. Þá verði stöður sameinaðar en sjómönnum ekki fækkað. Einar Hannes gefur lítið fyrir þessar skýringar. Innlent 25. júlí 2025 18:33
Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Ríkisstjórn Íslands með Valkyrjurnar svokölluðu í broddi fylkingar, vísar gjarnan í mikla fækkun umsókna um dvalarleyfi/vernd hér á landi. Á fyrstu 6. mánuðum ársins 2025 eru 629 umsóknir um vernd, sem gerir að öllum líkindum 1400-1500 umsóknir allt árið 2025 sem er nú ekki lítið. Skoðun 25. júlí 2025 18:00
Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Öllum fjórum sjómönnum Einhamars í Grindavík var sagt upp störfum um mánaðamótin. Að sögn eigandans er þó aðeins um skipulagsbreytingar að ræða og öllum verði boðin staða á ný um áramótin að loknum sex mánaða uppsagnarfresti. Ástæður breytinganna séu minnkandi aflaheimildir og hækkuð veiðigjöld. Viðskipti innlent 25. júlí 2025 13:22
Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, tókust á um þéttingu byggðar og húsnæðismál borgarinnar. Meðal þess sem kom upp voru heimsborgir á við Kaupmannahöfn en fyrrum borgarstjórinn hvatti Píratann til að flytja þangað. Innlent 25. júlí 2025 11:53
Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, segir nýjar kannanir sýna það greinilega að kjósendum líki það vel að sjötugustu og fyrstu grein þingskaparlaga, sem sumir hafa kallað „kjarnorkuákvæðið“, hafi verið beitt af stjórnarflokkunum til að ljúka umræðum um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Innlent 24. júlí 2025 22:56
Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Vindorkuver á fjöllunum ofan Gilsfjarðar á Vestfjörðum fær grænt ljóst, samkvæmt tillögu sem ráðherra umhverfis- og orkumála hyggst leggja fram á Alþingi í haust. Þetta gæti orðið fyrsti stóri vindmyllugarðurinn á Íslandi sem rís á vegum einkaaðila. Innlent 24. júlí 2025 21:21
Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Samfylkingin mælist langstærsti flokkurinn í nýrri könnun Maskínu, með 31 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn er næststærstur með átján prósent, en það vekur athygli að fylgi flokksins dalaði verulega við þinglok og hefur sjaldan mælst jafn lítið í könnunum Maskínu. Varaformaðurinn telur hækkuð veiðigjöld skila auknu fylgi til flokksins. Innlent 24. júlí 2025 12:01
„Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir sjávarútveginn hafa misst samtalið við íslensku þjóðina. Sveitarfélögin hafi viljað taka málið áfram í skrefum svo hægt væri að undirbúa þau betur vegna þeirra áhrifa sem hækkun veiðigjalda hefur. Innlent 23. júlí 2025 21:10
Þétting byggðar er ekki vandamálið Undanfarið hefur umræða um borgaruppbyggingu einkennst af gagnrýni sem beinist að þéttingu byggðar. Þétting hefur í síauknum mæli verið gerð að blóraböggli fyrir allt sem miður hefur farið í skipulags- og byggingarmálum. En þessi nálgun er bæði ómálefnaleg og hættuleg fyrir framþróun borga. Sú einföldun að telja þéttleika rót alls ills í borgarskipulagi hylmir yfir þann raunverulega þátt sem skiptir öllu máli: Gæði og samhengi uppbyggingar, óháð þéttleika. Skoðun 23. júlí 2025 16:31
„Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Rúmur helmingur landsmanna er með neikvætt viðhorf gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Oddviti Framsóknarflokksins telur niðurstöður könnunarinnar ekki breyta neinu fyrir meirihlutann í borginni. Innlent 23. júlí 2025 13:23
„Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Karl Héðinn segir að ákvörðun um að stíga til hliðar sem forseti ungliðahreyfingar Sósíalistaflokksins komi frá honum sjálfum en líka í samtali við félaga í hreyfingunni. Hann segir ákvörðunina tekna til að tryggja heiður félagsins. Innlent 23. júlí 2025 11:16