Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri SVEIT, hvetur Sólveigu Önnu Jónsdóttir og alla aðra til þess að mæta á haustfund samtakanna á miðvikudaginn. Sólveig Anna hvatti ráðherra í morgun til að mæta ekki á fundinn vegna meintra tengsla við „gervistéttarfélagið“ Virðingu. Einar segir tengslin ekki meiri en svo að hann hafi ekki náð sambandi við nokkurn mann þar á bæ. Innlent 19.9.2025 14:08
Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Formaður Eflingar hvetur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherraráðherra til þess að mæta ekki á haustfund Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, þar sem þátttaka hans myndi hvítþvo samtökin og veita þeim yfirbragð virðuleika. Efling hefur gagnrýnt samtökin harðlega allt frá stofnun þeirra. Innlent 19.9.2025 12:05
U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Eftir svarta skýrslu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í sumar hafa forsvarsmenn skyndibitastaðarins Metro tekið veitingastaðinn í gegn. Í sumar var slæmum aðbúnaði og almennum óþrifnaði staðarins lýst en mánuði seinna kom staðurinn út úr eftirliti án athugasemda. Neytendur 19.9.2025 11:04
Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent 12.9.2025 15:19
Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Aðeins ein milljón króna fékkst upp í kröfur kröfuhafa í bú veitingastaðarins Blackbox, sem varð gjaldþrota í febrúar síðastliðnum. Kröfur hljóðuðu upp á tæpar fimmtíu milljónir króna. Viðskipti innlent 9. september 2025 15:15
Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Inga Lind Karlsdóttir, sjónvarpskona, og félagar hennar hjá framleiðslufyrirtækinu Skot Productions fögnuðu tíu ára afmæli fyrirtækisins með glæsilegri veislu á veitingastaðnum Fjallkonan á dögunum. Lífið 4. september 2025 10:12
Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Guðrún Björk Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins beztu, er látin, 63 ára að aldri. Innlent 4. september 2025 07:14
Hætta með spilakassa á Ölveri Eigendur Ölvers í Glæsibæ hafa ákveðið að hætta með spilakassa á staðnum. Þeir segja ákvörðunina tekna með hjartanu en eftir mikla umhugsun tekið þetta stóra skref. Viðskipti innlent 3. september 2025 22:11
Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Veitingastaðurinn LaBarceloneta í Templarasundi hefur verið viðurkenndur af spænskum stjórnvöldum. Hér upplifa gestir því sannarlega ekta spænska matarmenningu en LaBarceloneta sérhæfir sig í hinni hefðbundnu Paellu og tapasréttum meðal annars. Lífið samstarf 2. september 2025 09:03
Loka Brút og Kaffi Ó-le Loka á veitingastaðnum Brút í Pósthússtræti og kaffihúsinu Ó-le í Hafnarstræti. Staðirnir hafa verið reknir saman. Það staðfestir Ragnar Eiríksson kokkur sem átti Brút með þeim Ólafi Erni Ólafssyni og Braga Skaftasyni veitingamönnum. Viðskipti innlent 1. september 2025 13:07
Sushi Corner lokar Veitingastaðnum Sushi Corner á Akureyri hefur verið lokað. Viðskipti innlent 1. september 2025 12:12
Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál KFC kynnir nýjan kjúklingaborgara sem byggir á uppskrift Pattýar, Jónu Steinunnar Patriciu Conway, eiginkonu Helga í Góu sem lést árið 2011. Borgarinn verður aðeins til sölu á Íslandi og það í takmarkaðan tíma. Lífið 1. september 2025 11:24
Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt „Það verður allt á helmingsafslætti hjá okkur í dag og alla helgina,“ segir Karel Ólafsson en hann opnar Preppbarinn á Hafnargötu 90 í Keflavík í dag ásamt Birgi Halldórssyni. Lífið samstarf 29. ágúst 2025 11:01
Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Á hverju ári er birtur listi yfir 50 bestu veitingastaði heims. Listinn fyrir árið 2025 var kynntur fyrr í sumar í Tórínó á Ítalíu, þar sem veitingastaðurinn Maido í Perú bar sigur úr býtum. Á listanum í ár eru sex skandinavískir staðir meðal efstu 100, þar af fjórir í Kaupmannahöfn. Lífið 28. ágúst 2025 13:21
Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Fasteignafélagið Heimar og Smáralind hafa skrifað undir samning við þrettán veitingaaðila um opnun veitingastaða á nýju veitingasvæði í austurenda Smáralindar sem opnar í haust. Viðskipti innlent 26. ágúst 2025 14:19
Gunnar Ágúst til Dineout Gunnar Ágúst Thoroddsen hefur verið ráðinn forstöðumaður sölu og þjónustu hjá Dineout. Viðskipti innlent 25. ágúst 2025 13:11
Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Veitingastaður óskaði aðstoðar lögreglu vegna erlends ferðamanns sem neitaði að greiða reikninginn. Þegar lögregla kom á vettvang neitaði viðkomandi að framvísa gildum skilríkjum, hótaði að „kýla og drepa“ lögregluþjón og streittist verulega á móti. Innlent 23. ágúst 2025 07:37
Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Veitingastaðurinn Kaffivagninn opnar aftur í dag fyrir gesti og gangandi eftir gagngerar endurbætur, endurhönnun og endursköpun. Veitingastaðurinn hefur verið lokaður frá því í vor vegna endurbótanna. Veitingastaðurinn opnaði árið 1935 og er elsti starfandi veitingastaður á Íslandi. Viðskipti innlent 20. ágúst 2025 09:49
Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Fyrrverandi samstarfsfélagarnir Þorsteinn Már Baldvinsson, Jón Óttar Ólafsson og Arna McClure funduð saman á Mar Seafood í síðustu viku. Þau voru voru öll viðriðin Namibíumál Samherja en rannsókn héraðssaksóknara á því lauk í síðasta mánuði og er beðið eftir ákvörðun saksóknara um hvort eigi að ákæra í því. Lífið 18. ágúst 2025 15:12
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Mygluvöxtur í kælinum, slitið og jafnvel hættulegt leiksvæði, óhrein snyrting og vanþrifið eldhús var meðal þess sem blasti við fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þegar hann fór í eftirlit á skyndibitastaðinn Metro í Skeifunni í júlí. Forsvarsmenn Metro segjast hafa brugðist við flestum athugasemdunum eftirlitsins. Neytendur 14. ágúst 2025 15:07
Barinn við barinn en gerandinn farinn Lögregla leitar enn að manni sem veitti öðrum manni höfuðhögg á bar við Engihjalla í nótt og flúði svo vettvang. Innlent 12. ágúst 2025 16:28
Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Fyrirtæki í eigu Íslendings sem hefur rekið veitingahús KFC í Danmörku í tæplega fjóra áratugi hefur lýst yfir gjaldþroti en öllum stöðum keðjunnar var lokað í júní eftir að danskir miðlar greindu frá meriháttar vanrækslu á heilsuháttaverklagi á stöðunum. Viðskipti erlent 12. ágúst 2025 11:06
Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Nýir eigendur tóku við rekstri Kaffi Laugalækjar í dag. Fráfarandi eigendur hlakka til nýrra verkefna og segja veitingarekstur mikið hugsjónastarf. Nýir eigendur lofa sömu stemningu og fyrr en boða í senn breytingar. Lífið 11. ágúst 2025 20:26
„Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Kraftbar og veitingahús opnar senn í sögufrægu næturlífshúsnæði við Bankastræti fimm. Staðurinn, sem ber nafnið Kabarett, er í senn fjöllistahús og vettvangur fyrir hinar ýmsu listir. Viðskipti innlent 9. ágúst 2025 15:10
Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Stjörnukokkurinn Gordon Ramsay er orðinn árlegur gestur hér á landi enda sjúkur í góðan mat og veiði. Hann virðist ekki hafa orðið svikinn af heimsókn sinni hingað til lands ef marka má færslu hans á samfélagsmiðlum. Lífið 28. júlí 2025 11:01