Innlent

Hyggst kæra dyra­verði Auto til lög­reglu

Eiður Þór Árnason skrifar
Fyrir utan skemmtistaðinn Auto við Lækjargötu í Reykjavík. Ljósmyndin er úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti.
Fyrir utan skemmtistaðinn Auto við Lækjargötu í Reykjavík. Ljósmyndin er úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti. Vísir

Karlmaður á þrítugsaldri sem sótti skemmtistaðinn Auto í miðborg Reykjavíkur var fluttur á sjúkrahús á laugardagsnótt. Hann sakar hóp dyravarða sem störfuðu á næturklúbbunum um líkamsárás.

Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við Vísi að málið sé komið inn á borð lögreglu sem bíði nú eftir frekari gögnum. Hann eigi von á því að lögð verði fram kæra á næstunni.

DV greindi fyrst frá málinu og hefur eftir nafnlausum heimildarmanni að umræddur vinur hans hafi verið barinn harkalega af hópi manna með þeim afleiðingum að hann hlaut höfuðáverka. Hann hafi því verið fluttur á bráðamóttöku Landspítala en fengið að sofa heima hjá sér umrædda nótt.

Forsvarsmenn Auto höfðu ekki svarað fyrirspurnum Vísis um málið þegar fréttin fór í birtingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×