Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Tilkynnt var um viðskipti með 22,5 milljón hluti í Sýn á genginu 22,4 krónur við opnun Kauphallar í morgun. Viðskiptin eru upp á rúmar 500 milljónir króna sem svarar til um níu prósenta hlutar í félaginu. Viðskipti innlent 11.3.2025 11:32
Ekki meira innstreymi í ríkisbréf í eitt ár með auknum kaupum erlendra sjóða Eftir nokkuð lítil umsvif erlendra skuldabréfasjóða í kaupum á íslenskum ríkisverðbréfum að undanförnu þá jukust þau verulega í febrúar með fjármagnsinnflæði upp á meira en átta milljarða. Fjárfesting erlendra sjóða hefur ekki verið meiri í einum mánuði í eitt ár, sem átti sinn þátt í að ýta undir óvænta gengisstyrkingu krónunnar, og kemur á sama tíma og langtímavaxtamunur við útlönd hefur heldur farið lækkandi. Innherji 10.3.2025 21:31
Sjálfkjörið í stjórn Símans Engar breytingar verða á stjórn Símans á aðalfundi félagsins á fimmtudaginn. Sjálfkjörið er í stjórnina. Viðskipti innlent 10.3.2025 16:17
Alvogen býst við hækkun á lánshæfi eftir fjárhagslega endurskiplagningu Innherji 10.3.2025 09:25
Alvogen klárar rúmlega níutíu milljarða endurfjármögnun á lánum félagsins Alvogen í Bandaríkjunum hefur klárað langþráða endurfjármögnun á lánum samheitalyfjafyrirtækisins að jafnvirði um 90 milljarða króna frá hópi sérhæfðra bandarískra stofnanafjárfesta. Matsfyrirtækið S&P lækkaði lánshæfismat sitt á Alvogen í byrjun ársins ásamt því að setja félagið á svonefndan athugunarlista og vísaði þá meðal annars til óvissu vegna endurfjármögnunar á skuldum þess. Innherji 7. mars 2025 09:33
Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Icelandair flutti 251 þúsund farþega í febrúar 2025, 7% fleiri en á sama tíma í fyrra en flugframboð jókst um 8%. Þar af voru 40% farþega á leið til Íslands, 20% frá Íslandi, 33% ferðuðust um Ísland og 7% innan Íslands. Sætanýting hefur aldrei verið betri í febrúarmánuði eða 79,8% og stundvísi nam 80,5%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Viðskipti innlent 6. mars 2025 16:53
Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Flugöryggisstofnun Evrópu, EASA, hefur gefið út tegundarskírteini fyrir Airbus A321 XLR-þotuna knúna Pratt & Whitney-hreyflum. Áður hafði stofnunin samþykkt flugvélina með CFM LEAP-hreyflum. Sú vottun fékkst fyrir sjö mánuðum, í júlímánuði 2024, og var forsenda þess að hægt yrði að taka þotuna í almenna notkun. Viðskipti innlent 6. mars 2025 10:55
Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri segist hafa gengið inn í samning sem hafði sambærileg ákvæði og í samningi Dags B. Eggertssonar forvera hans og annarra bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu þegar hann tók við embætti borgarstjóra. Launin séu auðvitað há en ábyrgðin og vinnan sé mikil. Innlent 6. mars 2025 08:41
Beint tap ríkisins af lægra virði banka vegna sértækra skatta yfir 60 milljarðar Samkeppnishæfni íslenska fjármálakerfisins er léleg, meðal annars út af miklum opinberum álögum, og bankaskattar valda því að virði eignarhluta ríkisins í bönkum er um 64 milljörðum lægra en ella til viðbótar við óbein áhrif í formi minni hagvaxtar og fjárfestingar, að sögn bankagreinanda. Hann telur að vaxtamunur banka sé „stórlega ofmetinn og rangtúlkaður“ í almennri umræðu og kemst að þeirri niðurstöðu að Arion sé talsvert undirverðlagður á markaði. Innherji 6. mars 2025 05:02
Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Flugvél frá Play þurfti tvívegis í gær að hætta við lendingu í Keflavík á síðustu stundu í hvassri suðvestanátt og neyddust fjórar aðrar farþegaþotur til að fara í biðflug á meðan verstu hryðjurnar gengu yfir. Vandræðin hefðu ekki orðið ef þriðja flugbraut vallarins væri opin. Innlent 5. mars 2025 20:44
Hjörleifur tekur við stjórnarformennskunni í Festi í stað Guðjóns Þrátt fyrir að vera kjörinn áfram til stjórnarstarfa þá hefur Guðjón Reynisson, stjórnarformaður Festi í meira en þrjú ár, gefið eftir formennskuna til Hjörleifs Pálssonar eftir að ný stjórn skipti með sér verkum að loknum aðalfundi félagsins fyrr í dag. Talsverðar breytingar urðu sömuleiðis á tilnefningarnefnd smásölurisans en fyrrverandi formaður hennar, sem var gagnrýnd fyrir störf nefndarinnar af stórum hluthafa á átakafundi fyrir um ári, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi starfa. Innherji 5. mars 2025 17:09
Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Heimar hf. hafa undirritað lánasamning við Norræna fjárfestingarbankann, NIB. Lánið er upp á 4,5 milljarða króna til tólf ára og er verðtryggt. Viðskipti innlent 5. mars 2025 12:05
Rikki G skilar lyklunum að FM957 Fjölmiðlamaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason, betur þekktur sem Rikki G, hefur sagt upp störfum sem dagskrárstjóri útvarpsstöðvarinnar FM957. Hann mun þó áfram vera hluti af morgunþættinum Brennslunni, en í öðru sæti. Egill Ploder hefur tekið við starfi hans. Lífið 5. mars 2025 09:38
Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason, blaðamenn fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, eru tilnefnd til Blaðamannaverðlaunanna 2024. Innlent 5. mars 2025 09:27
Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Nýr borgarstjórnarmeirihluti hyggst ekki veita Alvotech leyfi til að byggja leikskóla fyrir börn starfsmanna fyrirtækisins, og segir fyrirtækjaleikskóla brjóta gegn jafnræðisreglu. Oddviti Framsóknarflokksins og fyrrverandi borgarstjóri segir „afar leitt“ að ný borgarstjórn hafi ákveðið að láta „kreddustjórnmál vinstri vængsins“ ráða för í leikskólamálum. Innlent 4. mars 2025 19:25
Eldrauður dagur í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa allra félaga á aðalmarkaði Kauphallarinnar lækkaði í dag og úrvalsvísitalan lækkaði um tæp fjögur prósent. Tvískráðu félögin og flugfélögin fóru verst út úr deginum. Viðskipti innlent 4. mars 2025 16:53
Tveir lífeyrissjóðir selja stóran hluta af stöðu sinni í Eik Einn stærsti fjárfestirinn í Eik hefur á síðustu vikum selt verulegan hluta af stöðu sinni en hlutabréfaverð fasteignafélagsins er niður um meira en tíu prósent frá því um miðja febrúarmánuð. Á sama tíma og tveir lífeyrissjóðir hafa verið minnka talsvert við sig í Eik hefur meðal annars umsvifamikill verktaki verið að kaupa í félaginu og er nú meðal stærstu hluthafa. Innherji 4. mars 2025 15:37
Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir slæmt fyrir allt samfélagið á Vestfjörðum verði ekkert áætlunarflug þangað. Hún var slegin eftir fréttir gærdagsins en fundar með Icelandair seinna í vikunni um málið. Innlent 4. mars 2025 11:41
Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Icelandair hyggst hætta að fljúga til Ísafjarðarbæjar eftir sumarið 2026. Ástæðan er sérstaða flugvallarins sem leiðir til þess að einungis litlar vélar geti lent þar og vegna framkvæmda í Grænlandi. Innlent 3. mars 2025 21:43
Verðlagning hagnaðar íslenskra hlutabréfa lækkar Ólíkt leitni CAPE fyrir Úrvalsvísitöluna til lækkunar, hefur hlutfall virðis á móti hagsveifluleiðréttum hagnaði fyrir bandarísku hlutabréfavísitöluna S&P 500 haldið áfram að hækka og stendur nú nærri sögulega háum gildum. Umræðan 3. mars 2025 09:52
Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins „Þessi er bara númer eitt. Ábyggilega með því besta sem hefur verið framleitt,“ segir einn reynslumesti flugvirki Icelandair, Kristján Þór Svavarsson, um Boeing 757-þotuna. Innlent 2. mars 2025 07:57
Viðsnúningur í rekstri INNO gæti skilað hluthöfum SKEL „miklum ávinningi“ Það þarf ákaflega lítinn bata í rekstri belgísku verslunarkeðjunnar INNO, sem SKEL keypti á liðnu ári ásamt sænska fyrirtækinu Axcent of Scandinavia, til að það skili sér í margföldun á hlutafjárvirði þess í bókum fjárfestingafélagsins, að mati hlutabréfagreinanda. Virði óskráðra eigna er lítillega vanmetið í reikningum SKEL og verðmatsgengi á félaginu er talsvert yfir núverandi markaðsgengi, samkvæmt nýrri greiningu. Innherji 1. mars 2025 12:23
Yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Kviku hættir störfum hjá bankanum Forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Kviku síðustu ár hefur látið af störfum en ráðgjöfin hjá bankanum er meðal annars innlendur umsjónaraðili í áformuðu útboði ríkisins á hlutum í Íslandsbanka síðar á árinu. Innherji 28. febrúar 2025 18:22
Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Önnur Airbus-þota Icelandair er væntanleg til Íslands á morgun frá verksmiðjunum í Hamborg. Áætlað er að hún lendi í Keflavík í hádeginu, um klukkan 12:30. Þotan fær nafnið Lómagnúpur og skrásetningarstafina TF-IAB. Viðskipti innlent 28. febrúar 2025 15:15
Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Mun fleiri eru andvígir en hlynntir sameiningu Íslandsbanka og Arion banka. Þá telja landsmenn lítinn sem engann ávinning verða af slíkri sameiningu fyrir borgara þessa lands. Viðskipti innlent 28. febrúar 2025 14:29