Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Birgir til Banana

Birgir Hrafn Hafsteinsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Banana, dótturfélags Haga hf., og hefur þegar tekið til starfa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Það er ekkert ó­sætti eða rifrildi“

Fulltrúar Íslenska flugstéttafélagsins funda með forsvarsmönnum Play síðar í dag í von um niðurstöðu í kjaraviðræðum félaganna vegna flugmanna Play. Formaður ÍFF segir fullan samningsvilja beggja vegna borðs og er bjartsýnn á samkomulag. 

Innlent
Fréttamynd

„Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“

Dellukallinn Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita fasteignafélags, er ekkert fyrir að dúlla sér á morgnana. Er ýmist kominn út á augnabliki eða korteri. Guðni segist frekar myndi velja að vera með Tinna í flugsætinu við hliðina á sér en Elon Musk.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Play sé ekki að fara á hausinn

Heimildir fréttastofu herma að flugmenn Play hafi ráðist í óformlega verkfallsaðgerð í morgun. Forstjórinn segir fund í kjölfar aðgerðanna eingöngu hefðbundinn starfsmannafund. Sérfræðingur skilur að starfsmenn félagsins hafi áhyggjur af stöðu mála.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Allt í boði“ með ein­földun reglu­verks sem minnkar veru­lega þróunar­kostnað

Áform eftirlitsstofnana beggja vegna Atlantshafsins um að einfalda regluverk og kröfur þegar kemur að klínískum rannsóknum á líftæknilyfjum mun minnka verulega þróunarkostnað og leiða til þess að það verður arðbærara að fara í þróun á mun fleiri hliðstæðum en áður, að sögn forstjóra Alvotech. Hann er afar gagnrýninn á einkaleyfakerfið í Bandaríkjunum, sem búi til hindranir fyrir innkomu líftæknilyfjafélaga, og þá skaði það mjög samkeppnisumhverfið hvernig framleiðendur frumlyfja fái að „læsa markaðinum“ í aðdraganda þess að einkaleyfi þeirra rennur út.

Innherji
Fréttamynd

Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægi­legar fyrir starfs­fólk

Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, boðaði til starfsmannafundar í morgun þar sem hann fór yfir starfsmannamál og þær breytingar sem þegar hafa verið boðaðar á rekstri félagsins. Hann segir í sjálfu sér ekkert markvert hafa komið fram á fundinum. Aflýsing flugs til Parísar með fimmtán mínútna fyrirvara í morgun var vegna veikinda áhafnarmeðlims og tengist fundinum ekki.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Barna­efni fyrir full­orðna

Eftir hörmulega slappa aðra seríu tekst Ísgaurunum að rétta kúrsinn í þeirri þriðju með beittara gríni og góðum gestaleikurum. Stöku snilldarbrandarar grafast þó undir loftkenndri sögu. Ísgaurarnir virðast fastir í millibilsástandi milli barnaefnis og gríns fyrir fullorðna.

Gagnrýni
Fréttamynd

Taka tvær Airbus-þotur til á leigu

Icelandair hefur gert nýja leigusamninga við flugvélaleigusalann CALC um tvær glænýjar Airbus A321LR flugvélar. Þetta markar upphaf nýs langtímasamstarfs milli Icelandair og CALC, sem byggir á sameiginlegri framtíðarsýn og langtímasamstarfi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vilja að ráð­herra fái heimild til að hefja sölu á hlutum ríkisins í Lands­bankanum

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp um að fjármála- og efnahagsráðherra fái heimild til að selja eignarhluti ríkissjóðs í Landsbankanum í gegnum almennt markaðssett útboð, sambærilegt því og var gert í nýafstaðinni sölu á Íslandsbanka. Greinendur hafa áætlað að virði alls eignarhlutar ríkisins í Landsbankanum gæti verið yfir 350 milljarðar.

Innherji