Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Barnastjarna bráðkvödd

Fyrrverandi barnastjarnan Floyd Roger Myers Jr. er látinn, 42 ára að aldri. Myers er þekktastur fyrir að hafa leikið yngri útgáfuna af Will Smith í þáttunum um prinsinn ferska frá Bel-Air.

Bíó og sjónvarp

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Meðalmennskan plagar Brján

Þrátt fyrir frumlega hugmynd, ágætis leikara og sterka byrjun renna grínþættirnir Brjánn fljótt út í sandinn. Þar vegur þyngst skortur á almennilegu gríni og óspennandi framvinda.

Gagnrýni
Fréttamynd

Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svo­lítið kreisí“

Svo mikil aðsókn og troðningur var á sýningu í Stykkishólmi á laugardaginn að listakonan ætlar að endurskoða fyrirkomulagið fyrir næstu sýningu. Eftirspurn var mikil og dæmi um að hlutir hafi brotnað í troðningnum. Listakonan segir líklega tilefni til að hækka verðið á verkum sínum.

Lífið
Fréttamynd

Barist upp á líf og dauða

Danskeppnin Street Dans Einvígið var haldin í Iðnó fyrr í mánuðinum og var mikið um dýrðir. Keppt var í bæði flokki unglinga og fullorðinna í ýmsum dansstílum.

Lífið
Fréttamynd

Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla

Brennu - Njáls saga er í miklu uppáhaldi hjá nemendum Hvolsskóla á Hvolsvelli enda lesa allir nemendur 10. bekkjar söguna og halda sérstakan dag, sem opin er öllum þar sem Njálssaga er lesinn og dagskráin brotin upp með söng nemenda.

Innlent
Fréttamynd

Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti

„Í dag er sambandið við sjálfa mig mjög fallegt. Það hefur verið stormasamt og það eru margir sem þekkja þá sögu,“ segir myndlistarkonan Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir sem var að opna sýninguna Í fangi þínu má ég vera þú, má ég vera lítil. Herdís málar stórkostlega falleg ólíumálverk sem minna á gömlu meistarana og hefur alltaf farið eigin leiðir í lífinu.

Lífið
Fréttamynd

Getur alls ekki verið einn

„Þessi ákvörðun hefur algjörlega breytt lífi mínu,“ segir upprennandi tónlistarmaðurinn Elvar Orri Palash Arnarsson. Elvar Orri skaust upp á stjörnuhimininn fyrr á árinu en hefur verið að gera tónlist í mörg ár og á eitt heitasta lag ársins, Miklu betri einn. Blaðamaður ræddi við hans um lífið og tilveruna.

Lífið
Fréttamynd

Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum

Það er staðreynd að á Íslandi og útfrá landinu starfar danslistafólk sem er viðurkennt meðal þeirra fremstu í heiminum. Það birtist m.a. í því að við eigum listrænna stjórnendur sumra af stærstu dansflokkum heimsins, í fjölda alþjóðlegra sýningarferðlaga danslistafólks okkar og verðlauna og viðurkenninga bæði hér heima sem og erlendis.

Skoðun
Fréttamynd

Full­kominn vett­vangur til að verja vetrar­fríinu

Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík fer fram í tólfta sinn frá 25. október til 2. nóvember. Sýndar verða nýjar myndir í bland við gamlar auk fjölda annarra viðburða. Hátíðin lendir bæði á hrekkjavöku og vetrarfríi grunnskóla þannig það er ærið tilefni fyrir krakkana að kíkja í bíó.

Menning
Fréttamynd

Stjörnurnar þökkuðu Vig­dísi

Þakklæti sveif yfir vötnum í Bíó Paradís síðdegis í gær þegar myndin Takk Vigdís var frumsýnd fyrir troðfullum sal. Í myndinni ræðir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir við fyrrum samstarfsfólk Vigdísar Finnbogadóttur, vini og fjölskyldu um forsetatíð hennar og þrautargönguna að embættinu. Þá rifja fjölmargir Íslendingar upp áhrifarík augnablik sem tengjast Vigdísi.

Lífið
Fréttamynd

Spila jóla­lög allan sólar­hringinn fram að jólum

Í dag mun Létt Bylgjan breytast í jólastöð og verða einungis spiluð jólalög á stöðinni allan sólarhringinn fram að jólum. Stefán Valmundarson, útvarpsstjóri Sýnar, segir að öll klassísku jólalögin verði á sínum stað. Allt frá Mariuh Carey og Wham! yfir í Bjögga Halldórs og Helga Björns.

Tónlist
Fréttamynd

Hver er upp­á­halds­bókin þín eftir Hall­dór Lax­ness?

„Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness og af hverju?“ Þannig hljóðar spurningin sem blaðamaður lagði fyrir níu ólíka Laxness-lesendur. Svörin voru fjölbreytt, rétt eins og höfundarverk Nóbelskáldsins, en bókin sem bar oftast á góma kom þó nokkuð á óvart.

Menning