Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin

Val Kilmer var heittrúaður method-leikari sem sökkti sér ofan í hlutverk sín en fékk líka orð á sig fyrir að vera dyntótt dramdrottning og erfiður í samskiptum. Í tilefni andláts Vals Kilmer hefur Vísir tekið saman tíu bestu og tíu verstu myndir leikarans.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Opið bréf til Frið­riks Þórs

Kæri Friðrik Þór Friðriksson. Um daginn gafstu álit þitt á kvikmyndagerðarnámi á Íslandi í viðtali á Samstöðinni og sagðir þar ýmislegt miður fallegt um nýja BA-námið í Listaháskóla Íslands, þar sem við erum öll kennarar.

Skoðun
Fréttamynd

Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt

Prettyboitjokkó, eða Patrik Atlason, gaf nýver út lagið Sykurpabbi og hefur fundið snjallar leiðir til að vekja athygli á laginu. Í því samhengi gaf hann afa sínum, Helga Vilhjálmssyni, athafnamanni og eiganda Góu og KFC, málverk sem þakkargjöf fyrir allt sem hann hefur gert fyrir hann í gegnum árin. Hann kallar afar sinn sykurpabba.

Lífið
Fréttamynd

„Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“

„Það er gaman að segja frá því að við urðum óléttar á svipuðum tíma en okkar listræna samstarf blómstraði á meðgöngutímanum og í fæðingarorlofinu. Krakkarnir okkar eru rúmlega tveggja ára í dag,“ segir Rakel Björk Björnsdóttir, leikkona og meðlimur í sviðslistahópsins Raddbandið ásamt Auði Finnbogadóttur og Viktoríu Sigurðardóttur.

Lífið
Fréttamynd

80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada

Það stendur mikið til hjá átta tíu körlum og stjórnenda þeirra í tveimur karlakórum, sem eru að fara að halda ferna tónleika áður en þeir leggjast í víking og syngja á 150 ára afmælishátíð landnáms Íslendinga í Vesturheimi í Gimli í Kanada í sumar að viðstöddum forseta Íslands.

Lífið
Fréttamynd

Kveðju kastað á Megas í til­efni dagsins

Einhver áhrifamesti tónlistar- og kvæðamaður landsins – Magnús Þór Jónsson aka Megas – er áttræður í dag. Á Facebook má sjá marga kasta kveðju á skáldið. Lausleg rannsókn leiðir í ljós að aðdáendur hans eru einkum karlmenn þó stöku kvenmaður slæðist með.

Lífið
Fréttamynd

Tón­hylur sam­einar reynslu­bolta og þá efni­legustu

Í Árbænum vinna margir af reyndustu og efnilegustu tónlistarmönnum landsins að því að skapa tónlist í sérstökum tónlistarklasa. Stjórnarformaður segir eitt markmiðanna hafa verið að ólíkt listafólk geti fengið ráð hjá hvoru öðru og skapað eitthvað saman.

Lífið
Fréttamynd

Hann breytti öllu – og gerði það með háði

Það eru fáir einstaklingar sem hafa haft jafndjúp og margræð áhrif á íslenska menningu og listalíf og Magnús Þór Jónsson – Megas. Nú þegar hann fagnar 80 ára afmæli sínu ber að staldra við og virða fyrir sér þá arfleifð sem hann hefur skilið eftir sig: óhefðbundna og stundum óþægilega spegilmynd af sjálfsímynd þjóðarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Geð­brigði er sigur­vegari Músiktilrauna

Hljómsveitin Geðbrigði bar sigur úr býtum á úrslitakvöldi Músiktilrauna í kvöld. Í öðru sæti var hljómsveitin j. bear & the cubs og í því þriðja var Big Band Eyþórs. Atriðið sem vann símakosninguna var hljómsveitin Rown, og fékk hún fyrir vikið nafnbótina hljómsveit fólksins.

Lífið
Fréttamynd

Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten

Ljósmynd sem prýðir WW3, nýjustu plötu Kanye West, var notuð í óleyfi. Ljósmyndin er af giftingu tveggja einkennisklæddra Ku Klu Klan-meðlima og var tekin fyrir umfjöllun aukablaðs Aftenposten árið 2015.

Erlent
Fréttamynd

Lauf­ey sendir lekamönnum tóninn

Laufey Lín Bing Jónsdóttir virðist hafa lent í tónlistarleka og sendir skýr skilaboð á samfélagsmiðlum: „Hættið að leka tónlistinni minni.“

Lífið
Fréttamynd

Mikil­vægt að á Ís­landi sé fram­leitt úr ís­lenskri ull

Brynhildur Pálsdóttir hönnuður segir tímabært að gert sé meira úr íslensku ullinni. Ullin sé gull Íslendinga. Það eigi að varðveita þennan menningararf betur. Hana dreymir um að á Íslandi verði opnað rannsóknarsetur tileinkað íslensku ullinni og textílframleiðslu.

Lífið
Fréttamynd

Allt að vinna, engu að tapa!

Hvaða máli skiptir það að þekkja sig í þeim persónum sem birtast á skjánum og á hvíta tjaldinu? Að kannast við sig og geta speglað eigin reynslu í gegnum kvikmyndir og sjónvarpsefni er einstök upplifun, valdeflandi og þerapísk í senn.

Skoðun
Fréttamynd

Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra heiðraði Eyjólf Pálsson stofnanda Epal fyrir hálfrar aldar starf í þágu íslenskrar hönnunar í nýja Landsbankanum í vikunni. Fjárfestum í hönnun, sem er hluti af HönnunarMars sem stendur yfir fram á sunnudag í húsnæði bankans.

Lífið