Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Hamína, Sky og Kaleo eru meðal þeirra nafna sem Mannanafnanefnd samþykkti á fundi sínum í vikunni. Þá má einnig heita Anída, Silfurregn og Dúni. Innlent 15.8.2025 10:58
Cruise afþakkaði boð Trump Tom Cruise hafnaði boði Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að vera heiðraður af Kennedy-listamiðstöðinni. Skýrðist það af því að tímasetningin stangaðist á við aðrar skuldbindingar leikarans. Cruise hefur ekki tjáð sig um málið. Lífið 15.8.2025 09:27
Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sean Harris hefur skapað sér sess sem karakterleikari í breskri kvikmyndagerð og í Hollywood-myndum. Hann kom til landsins í júlí til að leika í nýrri íslenskri bíómynd. Harris ræddi við Vísi um ferilinn, stökkið yfir í Hollywood og hvernig sum hlutverk taka á líkamann. Lífið 15.8.2025 08:15
Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning 14.8.2025 14:41
Hall og Oates ná sáttum Daryl Hall og John Oates, sem saman mynduðu popptvíeykið Hall & Oates en hafa undanfarin misseri eldað grátt silfur, hafa náð sáttum fyrir dómi. Lífið 13. ágúst 2025 17:03
Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Íslenska TikTok-stjarnan og förðunarfræðingurinn Embla Wigum skein skært á rauða dreglinum í London við forsýningu Freakier Friday þann 31. júlí síðastliðnin. Meðal gesta var aðalleikkona kvikmyndarinnar, Lindsay Lohan. Lífið 13. ágúst 2025 15:08
Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Johnny Depp íhugar nú að setja aftur á sig sjóræningjahattinn til að leika Jack Sparrow í sjöttu myndinni um sjóræningja Karabíska hafsins. Áður hafði Depp sagt að 300 milljónir dala myndu ekki nægja til að fá hann aftur í hlutverkið. Lífið 13. ágúst 2025 12:17
Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Gjáin milli mismunandi menningarheima verður brúuð með óhefðbundnum listgjörningi ljóðskálds og plötusnúðar við Klapparstíg á Menningarnótt. Söguleg sátt hefur náðst og óvæntur viðburður opnar MOMENT, Menningarnæturtónleika DJ Margeirs og Icelandair í ár. Lífið 13. ágúst 2025 07:01
Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Anton Corbijn, hollenskur kvikmyndagerðamaður og ljósmyndari, verður einn heiðursgesta á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem hefst í næsta mánuði. Einhverjar kvikmyndir hans verða sýndar á hátíðinni. Lífið 13. ágúst 2025 07:01
„Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Ómetanlegur fjársjóður norrænna miðaldabókmennta er nú til sýnis á Íslandi í fyrsta sinn. Gripurinn, sem rekur uppruna til Íslands, hefur verið varveittur á meginlandi Evrópu í nokkrar aldir en almenningi gefst nú kostur á að berja gripinn augum. Innlent 12. ágúst 2025 20:00
Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Halldór Armand rithöfundur hefur hafið störf hjá varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Ekki er þó um jafndrastísk vistaskipti að ræða og mætti halda, en Halldór er menntaður í alþjóðalögum og hefur lengi haft áhuga á utanríkismálum. Innlent 12. ágúst 2025 16:58
Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Kolfinna Nikulásdóttir mun leikstýra einu þekktasta og vinsælasta verki leikhússögunnar, sjálfum Hamlet, sem verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu þann 31. október næstkomandi. Leikarinn Sigurbjartur Sturla Atlason, betur þekktur sem Sturla Atlas og jafnframt kærasti Kolfinnu, fer með aðalhlutverk sýningarinnar. Menning 12. ágúst 2025 14:32
Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Fulltrúar íslensku sjónvarpsstöðvanna auglýsa eftir innsendingum til Íslensku sjónvarpsverðlaunna sem verða veitt í fyrsta sinn, frá ákvörðun Eddunnar að beina sjónum eingöngu að kvikmyndagerð, 30. október næstkomandi. Bíó og sjónvarp 12. ágúst 2025 13:40
Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Taylor Swift tilkynnti tólftu plötu sína, The Life of a Showgirl, eftir að hafa birt dularfulla niðurtalningu á heimasíðu sinni. Swift greindi frá plötunni í stiklu fyrir nýjasta hlaðvarpsþátt Travis og Jason Kelce sem birtist í dag. Tónlist 12. ágúst 2025 10:12
Nýr Rambo fundinn Búið er að finna nýjan leikara sem á að bregða sér í hlutverk bandaríska hermannsins Johns Rambo, sem Sylvester Stallone lék í fimm kvikmyndum, en það er hinn 29 ára Noah Centineo. Bíó og sjónvarp 12. ágúst 2025 08:52
Superstore-leikari látinn Bandaríski leikarinn Jon Miyahara, sem fór með hlutverk hins þögla Brett Kobashigawa í gamanþáttunum Superstore, er látinn, 83 ára að aldri. Lífið 11. ágúst 2025 07:11
Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Tvær framhaldsmyndir sígildra gamanmynda komu út fyrir skömmu. Önnur er ófrumleg endurnýting á gömlu efni meðan hin er ferskt framhald sem bryddar upp á nýjungum um leið og hún heiðrar forvera sína. Gagnrýni 11. ágúst 2025 07:01
Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur undir listamannanafni sínu Mugison, og Rúna Esradóttir gengu í það heilaga í gær við fallega athöfn sem fór fram utandyra. Þau voru vígð í viðurvist foreldra og systkina. Lífið 10. ágúst 2025 23:16
„Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Kraftbar og veitingahús opnar senn í sögufrægu næturlífshúsnæði við Bankastræti fimm. Staðurinn, sem ber nafnið Kabarett, er í senn fjöllistahús og vettvangur fyrir hinar ýmsu listir. Viðskipti innlent 9. ágúst 2025 15:10
Bay segir skilið við Smith Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Bay er sagður hafa lokið störfum í framleiðslu kvikmyndar sem hann átti að leikstýra. Fyrirhugað er að Will Smith muni leika aðalhlutverk myndarinnar, en hann og Bay eru sagðir hafa verið á öndverðum meiði. Lífið 8. ágúst 2025 16:00
„Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Tómas Lemarquis er í stóru hlutverki í geimþáttunum Foundation. Tómas vann náið með leiklistarþjálfara í undirbúningi fyrir hlutverkið og kafaði þar ofan í erfiðar æskuminningar. Úr varð heilandi innra ferðalag sem hafði djúpstæð áhrif á hann. Lífið 8. ágúst 2025 07:01
McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Litlu munaði að Matthew McConaughey hefði farið með aðalhlutverk í Titanic, stórmynd James Cameron. Hann hefði þá leikið Jack Dawson sem Leonardo DiCaprio lék í myndinni. Lífið 7. ágúst 2025 16:01
Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hjón á Drangsnesi taka því fagnandi þegar ferðamenn birtast í garðinum þeirra til að dást að listaverkum. Þau lýsa lífinu á Drangsnesi sem ljúfu og ekkert svo langt að skreppa suður til Reykjavíkur sé tilefni til. Lífið 7. ágúst 2025 14:01
Geislasverð Svarthöfða til sölu Geislaverðið sem Svarthöfði, eða Darth Vader, notaði til að skera aðra höndina af Luke Skywalker, eða Loga Geimgengli, í Star Wars myndinni Empire Strikes Back fer á uppboð í næsta mánuði. Áætlað er að leikmunurinn muni seljast fyrir allt að þrjár milljónir dala, sem samsvarar um 370 milljónum króna. Erlent 7. ágúst 2025 13:30
Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Fá bókmenntaverk hafa verið aðlöguð jafn oft og heppilega líkt og vísindaskáldsaga H.G. Wells, Innrásin frá Mars. Nýjasta aðlögunin er vinsælasta kvikmyndin á streymisveitunni Prime, en virðist þó vera ansi langt frá því að falla í kramið hjá áhorfendum. Lífið 7. ágúst 2025 12:32