Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Fjölmiðlakonan Guðrún Dís Emilsdóttir, betur þekkt sem Gunna Dís, vakti mikla athygli fyrir glæsilegan klæðaburð þegar hún mætti á árshátíð Ríkisútvarpsins og árshátíð Mosfellsbæjar um liðna helgi. Hún klæddist gegnsæjum svörtum blúndusamfestingi og svörtum undirfötum. Lífið 11.3.2025 09:31
Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Einar Falur Ingólfsson, ljósmyndari sem opnaði í gær sýninguna Samtal við Sigfús í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Á sýningunni er sýnt úrval samtalsverka Sigfúsar Eymudssonar og Einars Fals, að hluta ný prent eftir glerplötum Sigfúsar en einnig valin frumprent frá 19. öld, þegar myndirnar voru teknar. Lífið 9.3.2025 19:02
Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Sýningin Þetta er Laddi var frumsýnd í Borgarleikhúsinu í gær fyrir fullu húsi. Lífið 8.3.2025 18:00
Mikil ást á klúbbnum Rómantíkin sveif yfir klúbbnum um síðustu helgi þegar skemmtistaðurinn AUTO fagnaði Valentínusardeginum með stæl. Gestir dönsuðu um með rauðar rósir og stórstjarnan Bríet tróð upp. Lífið 25. febrúar 2025 07:01
Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Páll Orri Pálsson, verðbréfamiðlari hjá Íslandsbanka og fyrrverandi þáttastjórnandi Veislunnar á FM957, fagnaði 26 ára afmæli sínu og tveimur háskólagráðum, með heljarinnar veislu á skemmtistaðnum Nínu síðastliðið laugardagskvöld. Lífið 24. febrúar 2025 20:02
Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Úrslitakvöld Söngvakeppninnar í ár var ekki af ódýrari gerðinni. Auk sex frábærra tónlistaratriða sem kepptu um sigur tróðu Herra Hnetusmjör, Hera Björk og hinn finnski Käärijä upp. VÆB-bræður stóðu á endanum uppi sem sigurvegarar. Lífið 22. febrúar 2025 22:40
Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Það var sjóðandi heit orka og rafmögnuð stemning þegar um fjögur hundruð manns mættu í glæsilegt teiti á vegum kynlífstækjaverslunarinnar Blush og stefnumótaappsins Smitten á dögunum. Lífið 17. febrúar 2025 20:02
Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Mikil stemning og gleði var á þorrablóti Laugardalsins sem fór fram í Þróttaraheimilinu á dögunum. Færri komust að en vildu en uppselt varð á gleðinu á skömmum tíma. Lífið 13. febrúar 2025 13:03
Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Íslenska heimildamyndin Sigurvilji var frumsýnd í Laugarásbíói á laugardag fyrir fullum sal. Mikil stemning var meðal frumsýningargesta og eftirvæntingin mikil að sögn forsvarsmanna myndarinnar. Halla Tómasdóttir forseti og Björn Skúlason eiginmaður forseta voru meðal frumsýningargesta. Lífið 11. febrúar 2025 17:03
Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans Það var gríðarleg stemning á Listasafni Íslands síðastliðinn föstudag þar sem gestir flykktust að til að taka þátt í Safnanótt. Safnahús Listasafns Íslands voru full út úr dyrum fram eftir kvöldi enda nóg um að vera. Lífið 11. febrúar 2025 15:31
Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta fagnaði níutíu ára afmæli sínu í gærkvöldi og var fjöldi þjóðþekktra einstaklinga viðstaddur viðburðinn í Gamla bíói. Lífið 9. febrúar 2025 17:05
Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Eitt sögufrægasta þorrablót landsins, sjálft Kommablótið á Neskaupsstað var haldið síðastliðinn laugardag í 59. skiptið. Venju samkvæmt var skemmtanametið slegið og í þetta skiptið var þemað í anda villta vestursins. Lífið 7. febrúar 2025 20:02
Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Það var eftirvænting í lofti í Borgarleikhúsinu í síðustu viku þegar Marmarabörn frumsýndu Árið án sumars, lokahnykkinn í hamfaraþríleik. Meðal þeirra sem létu sjá sig voru Unnsteinn Manuel, Berglind Festival og Hallgrímur Helgason. Lífið 7. febrúar 2025 10:02
Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Það var húsfyllir og eftirvænting í lofti þegar kvikmynd Ásthildar Kjartansdóttur, Fjallið var frumsýnd í Sambíóunum Kringlunni á þriðjudagskvöld. Meðal þeirra sem létu sjá sig var Erpur Eyvindarson rappari sem gjarnan er þekktur sem Blaz Roca. Lífið 7. febrúar 2025 07:01
Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Þorrablótið á Álftanesi var haldið með pompi og prakt síðastliðið laugardagskvöld. Blótið er haldið árlega af Kvenfélagi Álftaness og Lionsklúbbi Álftaness en forsetahjónin voru heiðursgestir á kvöldinu. Lífið 6. febrúar 2025 07:03
Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Það var margt um manninn á hátíðarfrumsýningu The Damned í Smárabíói á fimmtudagskvöld. Joe Cole, einn af aðalleikurum myndarinnar, sem fólk kannast við úr þáttaröðinni Peaky Blinders mætti á svæðið við mikla lukku viðstaddra. Lífið 5. febrúar 2025 13:33
Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Valur hélt Þorrablót Miðbæjar og Hlíða síðastliðið laugardagskvöld á Hlíðarenda. Óhætt er að segja að gleði og stemning hafi verið í loftinu þar sem Friðrik Ómar og Jógvan keyrðu upp stemninguna. Lífið 4. febrúar 2025 20:03
Svona var stemmningin við setningu Alþingis Þingsetningarathöfnin hefst klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, starfsaldursforseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Athöfnin verður í beinni á Vísi. Innlent 4. febrúar 2025 12:54
Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Starfsmenn Sundlauga Reykjavíkur skemmtu sér með stæl á nýársfögnuði sem haldinn var í Þróttaraheimilinu. Margt var um manninn og gleðin var við völd. Lífið 4. febrúar 2025 11:32
Seldist upp á einni mínútu Tólf hundruð manns mættu og skemmtu sér saman þegar Fram boðaði til Þorrablóts 113 í Framhöllinni í Grafarholti um helgina. Þar voru Framsóknarmenn og borgarfulltrúar atkvæðamiklir en það seldist upp á þorrablótið á einni mínútu og var stemningin eftir því. Lífið 3. febrúar 2025 20:02
Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Opnunarhátíð árlegs fjáröflungar- og vitundarvakningarátaks Krafts, Lífið er núna, fór fram í síðustu viku með pompi og prakt. Rúmlega tvöhundruð manns mættu í verslun Rammagerðarinnar þar sem var margt um manninn og gleði í lofti. Lífið 31. janúar 2025 20:01
Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ljósmyndarar landsins flykktust á Listasafn Íslands síðastliðna helgi þar sem sýningin Nánd hversdagsins opnaði við mikið lof gesta. Það var fullt út úr dyrum og mikil stemning. Menning 29. janúar 2025 11:31
Ekki bara þorrablót heldur líka Reifiblót Það var mikil stemning og gleði meðal Hornfirðinga og nærsveitunga á Þorrablóti Hafnar sem var haldið í íþróttahúsi bæjarins síðastliðið laugardagskvöld. Um 500 manns mættu á blótið og skemmtu sér langt fram eftir kvöldi. Lífið 28. janúar 2025 16:11
Áslaug Arna og KFC á þorrablóti Aftureldingar Mikil gleði var á þorrablóti Aftureldingar sem var haldið í íþróttahúsinu að Varmá síðastliðið laugardagskvöld. Um eitt þúsund Mosfellingar komu saman og blótuðu þorrann, en um er að ræða þeirra fjölmennasta þorrablót hingað til. Lífið 27. janúar 2025 20:00