Samkvæmislífið

Samkvæmislífið

Fréttir af fólki að gera sér glaðan dag við hin ýmsu tilefni.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Blint stefnu­mót heppnaðist vel

Menningarvitar landsins komu saman í Ásmundarsal síðastliðna helgi og skáluðu fyrir glæsilegri opnun samsýningarinnar Blint stefnumót eða Blind date. Þar mætast listamennirnir Kristín Karólína Helgadóttir og Sigurður Guðmundsson á skemmtilegan máta.

Menning
Fréttamynd

Hverjum var boðið á Bessa­staði og hverjum ekki?

Forseti Íslands bauð hátt í sex hundruð manns í fjölmennt nýársboð á þrettándanum. Á boðslistanum voru ýmsir háttsettir embættismenn, fulltrúar hagsmuna- og íþróttasamtaka, trúfélaga, atvinnulífsins og menningarstofnana. Þó eru nokkur áberandi nöfn sem vantaði.

Lífið
Fréttamynd

Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum

Húsfyllir var í Íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar á annan í jólum þegar jólasýning Þjóðleikhússins, gríski harmleikurinn Óresteia eftir Benedict Andrews, var frumsýnd. Ýmis þekkt nöfn létu sjá sig, Gísli Marteinn, Halla Tómasdóttir og Egill Ólafsson þar á meðal. 

Menning
Fréttamynd

Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla

Hönnunaspaðar, listaspírur og opnunarormar létu sig ekki vanta á jóla-popup-opnun tískumerkisins Suskin síðasta laugardag. Þar er að finna leðurtöskur úr Toskana-leðri, skartgripi eftir Karólínu Kristbjörgu Björnsdóttur og listaverk eftir Örnu Gná Gunnarsdóttur.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Ís­kaldir IceGuys jólatónleikar

Strákahljómsveitin Ice Guys steig fjórum sinnum á svið í Laugardalshöll um helgina. Þeir fylltu salinn aftur og aftur og stigu þaulæfð danspor á ísilögðu sviði.

Lífið
Fréttamynd

„Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“

Gugga í Gúmmíbát braut odd af oflæti sínu og ákvað að kíkja á djammið í efri byggðum Kópavogs. Þar naut hún bjórdrykkju með strákunum yfir boltanum áður en hún fékk nóg og þaut niður í bæ. Þar var nóg um að vera og djammarar komnir í jólaskap.

Lífið
Fréttamynd

Sigurður Sæ­var fyllti Landsbankahúsið

Myndlistarmaðurinn Sigurður Sævar Magnúsarson opnaði einkasýningu með pomp og prakt í Landsbankahúsinu í Austurstræti í gær. Margt var um manninn á opnuninni en um er að ræða verk sem spanna tíu ár á ferli listamannsins.

Menning
Fréttamynd

Brjálað að gera á „Brjálað að gera“

Jólastemningin náði nýjum hæðum í Ásmundarsal um helgina þegar Jólasýningin 2025, Brjálað að gera!, var opnuð við frábæra þátttöku gesta. Nafnið reyndist sannarlega lýsandi – frá fyrstu mínútu var líf og fjör í salnum og aðsóknin sló öll fyrri met. 

Menning
Fréttamynd

Stjörnum prýtt af­mæli Nínu

Ungstirnin Maron Birnir og Elvar létu sig ekki vanta í afmæli Nínu um helgina. Sportbarinn vinsæli fagnaði árs afmæli og fjöldi íslenskra stjarna komu saman, tóku skot og fögnuðu fram á nótt.

Lífið
Fréttamynd

Stjórn­mála­menn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austur­bæ

Skinkur, hnakkar og skoðanaglaðir stjórnmálamenn létu sig ekki vanta á lifandi sýningu hlaðvarpsins Komið gott í Austurbæjarbíói í gær. Ef marka má samfélagsmiðla stóð opnunaratriðið upp úr þar sem þær stöllur dönsuðu við Boney M með Magnúsi Ragnarssyni og hinum ýmsu stjórnmálamönnum.

Lífið
Fréttamynd

Dauða kindin ó­heppi­leg byrjun á brúð­kaupi

Stemningin á Skólavörðustíg var gríðarlega góð þegar bleika ferðaskrifstofan Pink Iceland bauð í uppskeruhátíð og opnunarteiti nú á dögunum. Margt var um manninn og fjölmargir skáluðu fyrir skemmtilegum augnablikum.

Lífið
Fréttamynd

Út­geislun og glæsi­leiki í húðvörupartýi

Það var húsfyllir af glæsilegum konum í Swimslow studio í vikunni þegar íslenska húðvörumerkið Angan efndi til útgáfuteitis fyrir gesti og samstarfsaðila í tilefni af nýjustu viðbót vörulínunnar.

Lífið
Fréttamynd

Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði ís­lenskum konum

Unnur Eggertsdóttir segist eiga í opinberum einhliða deilum við leikstjórann Quentin Tarantino eftir að hann dró upp mynd af íslenskum konum sem drykkfelldum og lauslátum í spjallþætti fyrir tuttugu árum. Vill hún meina að lýsingar Tarantino hafi hrint af stað bylgju karlkyns ferðamanna sem komu til Íslands og töldu sig eiga rétt á skyndikynnum.

Lífið
Fréttamynd

Menningarmýs komu saman í jólafíling

Það var líf og fjör á Listasafni Íslands síðastliðinn sunnudag þegar margar af menningarmúsum landsins komu saman í gjafapappírsútgáfupartý rétt fyrir aðventuna. Listamenn, menningarunnendur og annað áhugafólk lét sig ekki vanta.

Lífið
Fréttamynd

Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum

Það var líf og fjör í Hafnarfirði síðastliðinn föstudag og margt um manninn þegar tískuverslunin Gina Tricot opnaði dyrnar á splunkunýrri verslun í stækkuðum Firðinum. Skvísur á öllum aldri lögðu leið sína á opnunina, skáluðu saman í freyðivín og gæddu sér á poppi. 

Tíska og hönnun