Lífið

Fréttamynd

Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftir­liti sér­fræðinga

Gestir Múlakaffis sporðrenndu næstum tvö þúsund skömmtum af skötu í dag. Eigandinn hefur nú staðið yfir pottunum á Þorláksmessu í næstum fjörutíu ár og segist hvergi nærri hættur. Fréttamaður fór í skötuveislu og smakkaði í fyrsta sinn á hinu kæsta hnossgæti.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Guð­mundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann

Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði og aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar, stal senunni á síðustu tónleikum Jólagesta Björgvins Halldórssonar á laugardaginn. Guðmundur ofpeppaðist að eigin sögn og reif sig á kassann á meðan hann söng lagið I Want It That Way, eftir Backstreet Boys, ásamt karlakórnum Esju. 

Lífið
Fréttamynd

Hafi ekki tekið þátt í her­ferð gegn Lively

Blaðamaðurinn Kjersti Flaa segist ekki hafa tekið þátt í ófrægingarherferð leikstjórans Justin Baldoni gegn kollega sínum Blake Lively eftir að kvikmynd þeirra It Ends With Us var sýnd í kvikmyndahúsum í ágúst síðastliðnum.

Lífið
Fréttamynd

„Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“

Sigurður Þ. Ragnarsson betur þekktur sem Siggi stormur segist hafa fundið fyrir kvíða fyrir jólunum en þetta eru þau fyrstu eftir að sonur hans Árni Þórður Sigurðarson lést í ágúst síðastliðnum. Hann segir það hafa hjálpað sér mest í sorginni að tala um son sinn.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan

Hátíðarandinn svífur yfir landsmönnum og aðeins einn dagur til jóla. Stjörnur landsins eru sannarlega komnar í jólaskapið og voru duglegar að deila skemmtilegum augnablikum á samfélagsmiðlum yfir liðna viku.

Lífið
Fréttamynd

Frægir fundu ástina 2024

Ástarguðinn Amor skaut örvum sínum víða á árinu sem er að líða. Í hverjum einasta mánuði bárust fréttir af nýjum samböndum á Vísi.

Lífið
Fréttamynd

Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessa­stöðum til varnar

Skrif ritstjóra Smartlands á mbl.is um klæðaburð Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, á Bessastöðum í gær hafa vakið mikla athygli og umtal meðal netverja. Ljóst er að ekki eru allir hrifnir af skrifum Smartlands sem sumir segja ósmekkleg, lágkúruleg og jafnvel gefið í skyn að þau beri vott um kvenfyrirlitningu. Smartland Mörtu Maríu veigrar sér ekki við að fjalla með fjölbreyttum, og jafnvel gagnrýnum hætti, um tísku og klæðaburð ráðamanna og annarra þjóðþekktra einstaklinga svo athygli hefur vakið.

Lífið
Fréttamynd

107 ára gömul og dansar eins og ung­lamb

Elsti Íslendingurinn, Þórhildur Magnúsdóttir fagnar 107 ára afmæli sínu í dag og að sjálfsögðu bauð hún til afmælisveislu. Þórhildur er sextándi Íslendingurinn, sem nær því að verða 107 ára. Það skemmtilegasta, sem Þórhildur gerir er að dansa.

Lífið
Fréttamynd

Mest skreytta jólahúsið í Hvera­gerði

Kjartan Þór Ólafsson í Hveragerði kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að jólaskreytingum á húsi fjölskyldunnar því þar eru fleiri þúsund perur á húsinu og við það, sem lýsa upp hverfið hjá honum.

Lífið
Fréttamynd

Frægir fjölguðu sér árið 2024

Það er alltaf mikið gleðiefni þegar nýtt líf kemur í heiminn og má segja að árið 2024 hafi verið mikið barnaláns ár hjá þjóðþekktum Íslendingum. Hér að neðan má sjá yfirferð yfir nokkur kríli sem komu í heiminn á árinu og Vísir greindi frá.

Lífið
Fréttamynd

Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson útskrifaðist sem málari frá Byggingatækniskólanum þann 18. desember síðastliðinn. Nýverið stofnaði hann málarafyrirtækið GG9 Málun og virðist blómstra í faginu.

Lífið