Lífið

Fréttamynd

The Wire og Sopranos-leikari látinn

Bandaríski leikarinn Charley Scalies sem þekktur er fyrir hlutverk sín í þáttaröðunum The Wire og The Sopranos, er látinn, 84 ára að aldri. Hann lést fyrsta dag maímánaðar, en hann hafði glímt við Alzheimer-sjúkdóminn um nokkurt skeið.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022

Halldór Armand rithöfundur segist árum saman hafa átt í óheilbrigðu sambandi við sjálfan sig og þegar það hafi breyst hafi allt breyst í skrifum hans. Halldór, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist hafa kynnst því á eigin skinni að ákveðnum sjónarmiðum megi helst ekki velta upp í meginstraumsumræðu á Íslandi. Hann óttast þó að viðbrögð við woke-ismanum gæti orðið enn verra en öfga woke.

Lífið
Fréttamynd

„Ég fór úr sjö­tíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“

Sylvía Rún Hálfdánardóttir fyrrverandi landsliðskona í körfubolta hefur glímt við þráhyggju- og árátturöskun (OCD) frá unglingsaldri. Hún hefur farið í gegnum ótal stundir þar sem hún hefur spurt sig, aftur og aftur, hvort hún gæti mögulega verið að ljúga að sjálfri sér, hvort hún hafi sagt eitthvað rangt, eða jafnvel hvort hún gæti, án þess að vilja það, skaðað einhvern.

Lífið
Fréttamynd

Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur

Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni!Í Krakkatíunni beinum við kastljósinu bæði að því sem gerðist hér heima og erlendis ásamt ýmsum spurningum úr öllum áttum - alls konar spurningar fyrir yngri kynslóðina.

Lífið
Fréttamynd

Sýningin gott fyrir- og eftirpartý

Hið margrómaða verk Klukkan eða The Clock var opnað í Listasafni Íslands í gær en um er að ræða sólarhringslangt vídeóverk sem samanstendur af þúsundum myndbrota úr kvikmyndasögunni. Hvert þeirra vísar til ákveðins tíma sólarhringsins og eru tímasetningar sem birtast á skjánum í rauntíma.

Lífið
Fréttamynd

Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu

Leikarinn Ingvar E. Sigurðsson hlaut í gær verðlaun sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni O (Hringur) á lokaathöfn alþjóðlegu BSFF kvikmyndahátíðarinnar í Brussel í Belgíu. Myndinni er leikstýrt af Rúnari Rúnarssyni og hún framleidd af Heather Millard.

Lífið
Fréttamynd

Ætlaði aldrei að enda í her­skóla í Banda­ríkjunum

Það var ekki draumurinn um herþjálfun sem dró Hauk Davíðsson, ungan körfuboltamann frá Hveragerði, yfir hafið til Bandaríkjanna. Hann vissi lítið hvers væri að vænta. Hann var einfaldlega að elta drauminn sinn – drauminn um að spila körfubolta og mennta sig í leiðinni. En reynslan reyndist meiri, dýpri og mótandi á annan hátt en hann hefði getað ímyndað sér.

Lífið
Fréttamynd

Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum

„Síðustu tíu ár hafa verið ótrúlega skemmtileg hjá okkur. Við erum búnir að vera að byggja þetta hægt og rólega upp frá því við kláruðum Ísland got talent,“ segir Benedikt Benediktsson hjólakappi sem myndar teymið BMX brós ásamt Antoni Erni Arnarsyni og Magnúsi Bjarka Þórlindssyni.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lenski Eurovision-hópurinn lagður af stað

Íslenski Eurovision-hópurinn lagði af stað til Basel í Sviss snemma í morgun, þar sem VÆB munu keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision 2025 með laginu „Róa“. Hópurinn safnaðist saman í Efstaleiti klukkan þrjú í nótt og hélt áleiðis til Keflavíkurflugvallar með strætó merktum VÆB. Þrátt fyrir svefnleysi var stemningin góð og Hálfdán og Matti, bræðurnir í VÆB, voru í miklum gír fyrir ferðalagið.

Lífið
Fréttamynd

Verð­miðinn hækkar á höll Antons

Verðmiðinn á einbýlishúsi við Haukanes 24 í Garðabæ heldur áfram að hækka. Um er að ræða glæsilegt hús sem enn er í byggingu og í eigu Antons Kristins Þórarinssonar. Ásett verð eignarinnar er 625 milljónir króna, en fasteignamat hennar er 407,4 milljónir. Þegar eignin var fyrst auglýst til sölu í janúar í fyrra var ásett verð 590 milljónir. 

Lífið
Fréttamynd

Skúli og Gríma fengu sér hund

Athafnamaðurinn Skúli Mogensen og innanhússhönnuðurinn Gríma Björg Thorarensen, eru búin að fá sér hund. Gríma birti mynd af nýjasta fjölskyldumeðlimnum á Instagram-síðu sinni í gær.

Lífið
Fréttamynd

Menningar­legt heimili með stór­brotnu út­sýni

Við Skildingatanga í Skerjafirði stendur einstaklega glæsilegt einbýlishús á þremur hæðum, byggt árið 1968. Húsið er 450 fermetrar að stærð, teiknað af Kjartani Sveinssyni, og hefur verið mikið endurnýjað. Óskað er eftir tilboði í eignina.

Lífið