Fréttir í tímaröð



Fréttamynd

Spá aukinni verð­bólgu

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,77 prósent á milli mánaða í apríl og að verðbólga aukist úr 3,8 prósentum í 4,0 prósent. Aukningin á milli mánaða skýrist meðal annars af tímasetningu páskanna í ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja

„Við þekktum hana samt ekki neitt. Bara gúggluðum lögfræðing og gervigreind og nafnið hennar var það eina sem kom upp,“ segir Bjarni Bragi Jónsson um það hvernig það kom til að hann og meðstofnandi hans að Raxiom, Ágúst Heiðar Gunnarsson, fengu til liðs við sig Thelmu Christel Kristjánsdóttur lögmann. Sem þeir telja í dag sem einn af meðstofnendum.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Kaup­hallir rétta úr kútnum

Markaðir í Asíu og Evrópu hafa brugðust vel við þeirri óvæntu ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að bíða með ofurtollahækkanir sínar á öll lönd nema Kína og voru hækkanir í flestum kauphöllum álfunnar eftir miklar lækkanir síðustu daga.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Árni Oddur tekur við for­mennsku

Á hluthafafundi Eyris Invest hf. í gær var ný stjórn félagsins kjörin. Stjórnina skipa Atli Björn Þorbjörnsson, Árni Oddur Þórðarson og Þórður Magnússon. Stjórnin hefur komið saman og skipt með sér verkum og Árni Oddur fer nú með stjórnarformennsku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur

Play hefur verið gert að greiða konu, sem neitað var um far með flugi félagsins, tæplega sextíu þúsund krónur og endurgreiða henni fargjaldið. Að sögn félagsins sýndi konan af sér hegðun sem ógnaði öryggi flugsins.

Neytendur
Fréttamynd

Ís­land brot­legt í pitsaostamálinu

Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur í dag sent Íslandi formlegt áminningarbréf þar sem farið er fram á að stjórnvöld leiðrétti ranga tollflokkun á osti með viðbættri jurtaolíu, þar sem hún hamlar frjálsu flæði vara.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hita­stigið í hag­kerfinu hærra en áður var talið

Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagvöxtur verði 1,4 prósent í ár og 2,1 prósent á næsta ári. Þá spáir bankinn að verðbólga muni halda áfram að hjaðna til ársins 2027. Hagkerfið hefur kólnað eftir kröftugt vaxtarskeið fyrstu árin eftir Covid-faraldurinn og telur bakinn að það fari nú hægt af stað á ný.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn ein eld­rauð opnun

Gengi hlutabréfa í Kauphöllinni hélt áfram að lækka þegar markaðir opnuðu í morgun. Mest hafði gengi bréfa í Alvotech lækkað, um tæp átta prósent. Velta með bréf hefur þó verið mjög lítil.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Arctic Adventures kaupir Happy Campers

Arctic Adventures hefur fest kaup á öllu hlutafé í Happy Campers. Frá þessu er greint í tilkynningu, en Happy Campers, sem var stofnað árið 2009, hefur starfrækt húsbílaleigu hér á landi, en velta félagsins mun hafa verið um einn milljarður á síðasta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lækkanir halda á­fram

Markaðir heims hafa ekki tekið tollaálögum Donald Trump Bandaríkjaforseta vel og héldu lækkanir síðustu daga áfram við opnun í nótt markaða í Asíu, um leið og enn meiri tollahækkanir tóku gildi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Trump-tollar tóku gildi í nótt

Refsitollar Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem hann setti á um sextíu ríki sem hann vill meina að hafi misnotað aðstöðu sína í viðskiptum gagnvart Bandaríkjunum í áraraðir tóku gildi í nótt. 

Viðskipti erlent