Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026

Fréttamynd

Happa­fengur í Reykja­vík

Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík fer fram á morgun, laugardaginn 24 janúar. Margt gott fólk hefur boðið sig fram til að verða kjörnir fulltrúar Reykvíkinga og fylgja stefnu jafnaðarmanna næstu fjögur árin. Það er fagnaðarefni, enda er mikið í húfi. Einn frambjóðendanna er Birkir Ingibjartsson arkitekt og verkfræðingur.

Skoðun
Fréttamynd

Við þurfum betri döner í Reykja­vík

Einn vinsælasti skyndibiti Evrópu er döner kebap. Augljóslega á sá réttur ættir sínar að rekja til Tyrklands en sú útgáfa sem hefur notið mestrar hylli var fundinn upp í Vestur-Þýskalandi í kringum 1970.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráð­húsinu?

Tólf ár eru liðin frá því ég tók þátt í mínu fyrsta prófkjöri og ég er enn eini nýi ungi borgarfulltrúinn sem hefur verið kjörinn í sögu Samfylkingarinnar í Reykjavík. 5 kosningar, 5 prófkjör, bara ég.

Skoðun
Fréttamynd

Fjár­festum í far­sælli fram­tíð

Akraneskaupstaður var fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að innleiða Invest in Play í öllum leikskólum. Sú ákvörðun byggði á rannsóknum, faglegri þekkingu og þeirri einföldu en mikilvægu sýn að snemmtæk fjárfesting í foreldrafærni er ein arðbærasta fjárfesting sem sveitarfélög geta ráðist í.

Skoðun
Fréttamynd

Sið­laust en full­kom­lega lög­legt

Þessa dagana er mikið rætt um Veitur og hvernig hagnaður þeirra rennur til eigenda. Að auki hefur verið bent á mikla hækkun á gjaldskrám Veitna sem bitnar náttúrulega fyrst og fremst á almenningi sem búsettur er á sölusvæði Veitna. Í framhaldinu fór ég að hugsa um þessa snilldarleið sem sveitarstjórnarmenn hafa fundið upp til að fara á svig við lögin til að afla tekna hjá sveitarfélaginu sínu og láta íbúana borga brúsann en samt án þess að hækka álögur á íbúana.

Skoðun
Fréttamynd

Dóra Björt er ljúfur nagli

Dóra Björt hefur á undanförnum árum aflað sér umtalsverðrar reynslu í borgarstjórn Reykjavíkur. Hún var kjörin yngsti forseti borgarstjórnar í sögu borgarinnar og hefur síðan gegnt ábyrgðarmiklum hlutverkum, meðal annars sem formaður skipulagsráðs.

Skoðun
Fréttamynd

Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir

Hvort sem okkur hinum líkar það betur eða verr, þá þurfum við stjórnmálafólk. Og það skiptir miklu að við fáum gott fólk í þá vinnu. Mig langar að mæla með frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar sem var að stíga fram í fyrsta skipti.

Skoðun
Fréttamynd

Stóra sam­eigin­lega sýnin um betra borgar­svæði – og Suður­lands­braut

Höfuðborgarsvæðið er í umbreytingarfasa. Fyrir rúmum áratug ákváðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, í sameiningu, að tímabært væri að leita nýrra leiða til þess að skipuleggja samgöngur og uppbyggingu – innleiða nýja hugsun um það hvernig borgin getur virkað næstu áratugina og svo áfram löngu eftir okkar dag.

Skoðun
Fréttamynd

Tölum Breið­holtið upp

Breiðholtið er góður staður að vera á og þar er mjög góður jarðvegur til að alast upp á. Það hefur sýnt sig aftur og aftur.

Skoðun
Fréttamynd

Borgin sem við byggjum er fjöl­breytt borg

Sú umbylting sem orðið hefur á Reykjavíkurborg á undanförnum þremur áratugum var borin á herðum félagshyggjufólks úr ólíkum flokkum. Undir hatti Reykjavíkurlistans var lagður grunnur að breytingu borgarinnar í þjónustustofnun sem mætti ólíkum þörfum einstaklinga á mismunandi aldursskeiðum.

Skoðun
Fréttamynd

Guð­mundur til þjónustu í vel­ferðar­málum

Guðmundur Ingi Þóroddsson býður sig nú fram í þriðja sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, sem nú fram þann 24.janúar næstkomandi. Guðmundur hefur verið áberandi í umræðunni undanfarin ár sem kraftmikill talsmaður og formaður Afstöðu – réttindafélags, félagi sem berst fyrir réttindum dómþola og aðstandanda þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leik­riti

Saga Vesturbugtar í gömlu Reykjavíkurhöfn á 21. öldinni er saga þolgæðis og baráttu almennings. Í meira en tvo áratugi hafa íbúar og áhugafólk um höfnina barist fyrir því að þessi mikilvægi snertiflötur byggðar og sjávar í borginni, sem er í sterkum tengslum við gamla Vesturbæinn, verði þróaður á menningarsögulegum forsendum.

Skoðun
Fréttamynd

Skó­sveinar í Sam­fylkingunni?

Í kvikmyndinni Skósveinar (e.Minions) frá árinu 2015 í leikstjórn Pierre Coffin, segir frá nokkuð stórum hópi lítilla gulra og sporöskjulagðra fígúra í gallabuxum sem vantar einhvern sem þeir geta þjónustað.

Skoðun
Fréttamynd

Lausnin við öllum vanda­málum mennta­kerfisins

Fólki er tíðrætt um versnandi læsi, lítinn aga, slæmar niðurstöður PISA-kannanna og almennt meint hörmungarástand skólakerfisins. Skiljanlega, enda eru skólarnir meðal mikilvægustu stofnana samfélagsins, ef ekki þær mikilvægustu!

Skoðun
Fréttamynd

Borgar­stjóri sem dreifir valdi

Stemmningin í höfuðborginni gefur tóninn í lífi hverrar þjóðar. Ríki þar hefðbundin stórkallamenning líða byggðir landsins undan því. Sé lögð áhersla á lipurt og margslungið borgarlíf breiðist jákvæðni um héruð.

Skoðun
Fréttamynd

Börnin í Laugar­dal eiga betra skilið

Börn og foreldrar í Laugardalnum eru látin bíða. Bíða eftir æfingum sem falla niður. Bíða eftir íþrótta- og félagsaðstöðu sem stenst samanburð við önnur hverfi.

Skoðun