Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026

Fréttamynd

Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópa­vogi á sama tíma og bæjar­sjóður er rekinn með halla

Í grein sem bæjarstjóri Kópavogs, Ásdís Kristjánsdóttir skrifaði í Morgunblaðið 11. nóvember s.l. hreykir hún sér af því að hafa lækkað fasteignaskatta um 3,7 milljarða frá upphafi kjörtímabilsins árið 2022. Hún segir markmið meirihluta sjálfstæðis- og framsóknarflokka vera að auka lífsgæði íbúa með öflugri þjónustu, ábyrgum rekstri og lágum sköttum.

Skoðun
Fréttamynd

30 milljarðar í út­svar en engin rödd í kosningum

Inngilding íbúa af erlendum uppruna er ein stærsta samfélagslega áskorun Íslands í dag. Það sést skýrt í pólitískri umræðu. Reykjavíkurborg kynnti nýverið drög að nýrri fjölmenningarstefnu sem byggir á inngildingu.

Skoðun
Fréttamynd

Enn hækka fasteignaskattar í Reykja­nes­bæ

Það er fátt nýtt undir sólinni. Sólin sest í vestri, árstíðirnar koma og fara og Samfylkingin lætur sjaldnast tækifæri fram hjá sér fara til að hækka skatta. Sú staðreynd blasir nú við í Reykjanesbæ, þar sem ótti okkar sjálfstæðismanna er að raungerast.

Skoðun
Fréttamynd

Fjár­festing til fram­tíðar - Fjár­festum í börnum

Greinaskrif kennara og skólastjórnenda undanfarnar vikur og mánuði kalla á viðbrögð og athygli okkar allra. Á Íslandi, þar sem stefnan er skóli án aðgreiningar, eiga öll börn rétt á því að vera í sínum hverfisskóla, burtséð frá aðstæðum, greiningum eða fötlun.

Skoðun
Fréttamynd

Það þarf bara rétta fólkið

Við færumst á ógnarhraða inn í nýja veröld, þar sem tækniframfarir hafa meiri áhrif á okkar dags daglega líf en nokkru sinni fyrr. Lítil vélmenni sáu um garðslátt í fleiri görðum síðastliðið sumar en nokkru sinni fyrr og fleiri og fleiri nota gervigreindina til að leysa hin margvíslegustu mál.

Skoðun
Fréttamynd

Nýjar lóðir í betri og bjartari borg

Í landi langvarandi skammdegis yfir vetrarmánuðina skiptir miklu máli að þétting byggðar skerði ekki birtu og lífsgæði íbúanna. Á tiltölulega skömmum tíma hefur mikil þétting átt sér stað miðsvæðis í Reykjavík. Margt af því sem gert hefur verið bætir borgina og nýtir vel það rými og innviði sem fyrir eru.

Skoðun
Fréttamynd

„Mamma, eru loftgæðin á grænu?“

„Mamma, eru loftgæðin á grænu?“galaði 9 ára sonur minn þegar hann var hugsa um hvort hann ætti að ganga eða hjóla í skólann, en hann hafði bæði séð gulu huluna sem legið hefur yfir höfuðborgarsvæðinu síðustu daga og fundið lyktina af henni úti. Síðustu daga hafa loftgæðin verið vond; ekki verið á grænu, heldur meira á gulu, appelsínugulu eða jafnvel rauðu.

Skoðun
Fréttamynd

Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar

Eins og flestir hafa orðið varir við styttist nú óðum í sveitarstjórnarkosningar. Á sama tíma hefur fjármálastjórn meirihluta Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar Leiðar/Viðreisnar farið sífellt versnandi. Það sést meðal annars á seinkunum í greiðslum til verktaka, sífelldum stoppum á framkvæmdum og því að sveitarfélagið stendur gjarnan án handbærs fjár í lok mánaðar. Því miður mætti lengi telja fleiri dæmi.

Skoðun
Fréttamynd

Akra­nes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu

Það er eitthvað fallegt við þann tíma árs þegar við setjumst niður og förum yfir fjárhagsáætlun bæjarins. Flestir sjá kannski bara töflur, línur og tölur – en fyrir mér sem bæjarfulltrúa, er þetta aðeins meira en það. Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins er ekki bara Excel-skjöl og útgjaldaliðir. Hún er spegilmynd þess hvernig við sem samfélag viljum forgangsraða.

Skoðun
Fréttamynd

Glæpur eða gjörningur?

Á fyrri hluta árs 2024, skaut upp kollinum frétt um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM Tryggingar af Kvikubanka. Umsamið kaupverð var 28,6 milljarðar.

Skoðun
Fréttamynd

Endur­reisn Grinda­víkur

Grindavíkurnefnd óskaði á dögunum eftir sjónarmiðum Grindvíkinga sem snéru að sérstöku umræðuskjali nefndarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Fólkið á lands­byggðinni lendir í sleggjunni

Hvers vegna er ríkisstjórnarflokkunum að því er virðist alveg sama um íbúa landsbyggðarinnar? Líklega er svarið það að þessir flokkar meta stöðuna þannig að fylgi þeirra í höfuðborginni sé mikilvægara en annað fylgi, enda er stefna þeirra að fjölga þingmönnum á suðvesturhorninu á kostnað landsbyggðarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

3003

Íbúafjöldi Ölfuss fór nýverið yfir 3.000 manns og stendur nú í 3003. Þessi áfangi er ekki tilviljun heldur afrakstur markvissrar stefnumótunar.

Skoðun
Fréttamynd

Öll börn eiga að geta tekið þátt

Ég hef séð hvað það gerir fyrir börn að hafa sitt eigið áhugamál, að eiga stað þar sem þau geta tjáð sig, lært ábyrgð og samvinnu, og byggt upp sjálfstraust í gegnum listsköpun eða íþróttir.

Skoðun
Fréttamynd

Fimm skip­stjórar en engin við stýrið

Stóru tíðindin í fjárhagsáætlun Reykjavíkur 2026–2030 er ekki fögur framtíðarsýn. Meirihluti vinstri flokkanna í borgarstjórn hefur ákveðið að sleppa stýrinu og láta borgarskútuna reka næsta árið. Það er í besta falli kæruleysi. Í versta falli ábyrgðarleysi.

Skoðun
Fréttamynd

Tími til kominn

Það var ánægjulegt að lesa grein meirihluta Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Ölfuss á dögunum þar sem sett er fram prýðilega rökstudd og metnaðarfull hugmynd um byggingu hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn.

Skoðun
Fréttamynd

Á rauðu ljósi í Reykja­vík

Það hefur lengi verið meginregla að setja gönguljós yfir miklar umferðargötur til að tryggja öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Þótt þessi nálgun virki einföld og örugg fylgja henni ýmsir ókostir.

Skoðun
Fréttamynd

Hjúkrunar­heimili í Þor­láks­höfn

Það er ólíðandi að núna á meðan þú lest þessa grein bíði um 800 manns eftir hjúkrunarrými á Íslandi. Þar af eru um 150 í svokölluðu „biðrými“ á spítala sem oft eru gangar, geymslur eða önnur óviðunandi úrræði.

Skoðun
Fréttamynd

„Lánin hækka – fram­tíðin minnkar“

Ríkisstjórnin kynnti í gærdag húsnæðispakka sem á að leysa vandann á húsnæðismarkaði. En þegar betur er að gáð blasir við að verið er að setja plástur á sár sem krefst skurðaðgerðar.

Skoðun
Fréttamynd

Hvernig léttum við dag­lega lífið þitt?

Það er mánudagsmorgun. Hafnfirskur fjölskyldufaðir situr fastur í umferðinni á leið heim af næturvakt. Hann starir á bremsuljósin fyrir framan sig og hugsar með sér að umferðarþunginn aukist frá ári til árs.

Skoðun
  • «
  • 1
  • 2