
Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir
Danski þúsund króna seðilinn verður gerður ógildur í lok næsta mánaðar ásamt seðlum úr eldri seðlaröðum. Eigendur slíkra seðla eru því hvattir til að bregðast við og koma þeim í verð áður en fresturinn rennur út.