Fótbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Isak skrópar á verðlaunahátíð

Ekki er búist við því að Svíinn Alexander Isak, leikmaður Newcastle United, láti sjá sig á PFA-verðlaunahátíðinni, þar sem bestu leikmenn ársins í ensku úrvalsdeildinni eru verðlaunaðir. Athöfnin fer fram í dag.

Enski boltinn
Fréttamynd

Klár­lega búið að van­meta Man. City

Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson segir alveg ljóst að fólk hafi vanmetið Manchester City í umræðum um það hverjir séu líklegastir til að landa Englandsmeistaratitlinum í fótbolta næsta vor. Það geti þó aftur skipt sköpum hve erfið meiðsli Rodri hafi glímt við.

Enski boltinn
Fréttamynd

Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik

Þjálfari KR var að vonum sáttur en samt með spurningar um liðið sitt eftir góðan sigur í kvöld. KR náði að vinna Fram á útivelli og var þetta fyrsti útisigur liðsins í sumar. Sigurinn lyfti Vesturbæingum upp í níunda sæti en leikar enduðu 0-1 og það var örlítið annar blær á KR-ingum í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Júlíus: Ó­geðs­lega sætt

KR vann flottan sigur á Fram fyrr í kvöld 0-1 á Lambhagavellinum. Júlíus Mar Júlíusson bar fyrirliðabandið í dag og leiddi sína menn til sigurs. Hann var í viðtali við Gulla Jónss. strax eftir leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Leik­menn þurftu að flýja völlinn undan flug­eldum

Stuðningsmenn Vålerenga gengu allt of langt í flugeldanotkun sinni í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Framkoma þeirra hefur vakið upp umræðu í Noregi um hvort að það verði að taka harðara á notkun flugelda á fótboltaleikjum í landinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur

KR vann Fram í Úlfarsárdalnum fyrr í kvöld. Leikurinn endaði með 0-1 sigri og skoraði Galdur Guðmundsson sigurmarkið á 32. mínútu. KR hefur ekki virkað svona þéttir til baka í sumar og lönduðu þeir sigrinum. Fram hefði getað náð í eitthvað en fóru illa með margar góðar stöður í kvöld.

Íslenski boltinn