Fótbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

United boðið að skrapa botninn á tunnunni

Eftir mikið vonbrigðatímabil í ensku úrvalsdeildinni hjá Manchester United hefur sumarið heldur ekki verið upp á marga fiska en liðið er aðeins búið að klára ein stór kaup og þá hefur enginn leikmaður verið seldur.

Fótbolti
Fréttamynd

„Vissu­lega eru það von­brigði“

Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir árangur Íslands á yfirstandandi EM í fótbolta vissulega vonbrigði og endurómar orð landsliðsþjálfarans um að staðan verði metin þegar heim er komið. Það yrði gert hvort sem árangurinn hefði verið góður eða slæmur á mótinu.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þetta er það sem að mann dreymdi um“

Elísabet Gunnarsdóttir, landsliðsþjálfari Belgíu, útilokar það ekki að þjálfa félagslið aftur einhvern daginn. Núna er hún hins vegar á stað sem hana dreymdi um að vera á þegar að hún var yngri og á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari.

Fótbolti
Fréttamynd

„Heimsku­leg spurning og dóna­leg“

Þorsteini Halldórssyni finnst skrítið að framtíð hans sem landsliðsþjálfari Íslands sé rædd á meðan Evrópumótið í Sviss stendur enn yfir og kallar það nautheimsku að spyrja leikmann liðsins út í stöðu hans í starfi.

Fótbolti
Fréttamynd

„Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsa­húð“

„Hún er ástríðufull fram í fingurgóma,“ segir Björn Sigurbjörnsson um Elísabetu Gunnarsdóttur. Þau sameinuðu krafta sína á ný hjá belgíska kvennalandsliðinu í fótbolta, eftir að hafa unnið saman í ellefu ár hjá Kristianstad í Svíþjóð, og eru því bæði á Evrópumótinu í Sviss.

Fótbolti
Fréttamynd

Ók lík­lega á yfir 120 rétt fyrir slysið

Allt bendir til þess að Diogo Jota hafi setið í bílstjórasætinu í bílslysinu sem varð honum og bróður hans að bana í síðustu viku. Þá eru skýrar vísbendingar um að bílnum, sem var af tegundinni Lamborghini, hafi verið ekið yfir hámarkshraða í aðdraganda slyssins. 

Enski boltinn
Fréttamynd

Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“

Lykla­borðs­riddararnir voru fljótir að láta Elísa­betu Gunnars­dóttur, lands­liðsþjálfara Belgíu í fót­bolta, heyra það og sögðu henni að drulla sér frá Belgíu. Nýr veru­leiki þessa öfluga þjálfara sem segir fólk og fjölmiðla hafa fullan rétt á sínum skoðunum.

Fótbolti
Fréttamynd

FIFA opnar skrif­stofu í Trump turni

Samband Gianni Infantino, forseta FIFA, og Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, verður sífellt nánara. FIFA hyggst opna nýja skrifstofu í New York og verður síðarnefndi forsetinn leigusali Alþjóðaknattspyrnusambandsins.

Fótbolti