Íslenski boltinn

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Ég er mjög þreyttur“

Steven Caulker kveðst þreyttur eftir að hafa spilað allar 90 mínúturnar í 1-1 jafntefli Stjörnunnar við Fram í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Úrslitin eru svekkjandi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Margir sem voru til­búnir að koma honum fyrir kattar­nef fyrir mig“

„Ég er svo sem bara búinn að vera bíða eftir þessu. Þetta eru ekki sjokkerandi fréttir. Hann er náttúrulega búinn að vera funheitur. Ég á alveg von á því að þetta verði slegið, hann á það fyllilega skilið,“ segir Tryggvi Guðmundsson um markametið í efstu deild í fótbolta. Patrick Pedersen getur eignað sér metið er Valur sækir ÍA heim í Bestu deild karla í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Skemmti­legra þegar vel gengur“

Agla María Albertsdóttir skoraði eitt mark og lagði upp tvö þegar Íslandsmeistarar Breiðabliks fóru létt með Val að Hlíðarenda í uppgjöru tveggja af bestu liðum síðari ára í Bestu deild kvenna í fótbolta. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Dómur af himnum ofan“

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var öllu rólegri en von var á þegar hann kom í viðtal eftir jafntefli Breiðabliks og KA í dag. Leikurinn endaði 1-1 og var mark dæmt af Breiðablik í blálokin.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ég veit ekkert hverjir þetta voru“

„Ég held þeir hafi fengið eitt færi í fyrri hálfleik og þeir skora úr því,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 2-2 jafntefli hans manna við Víking í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta síðdegis.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“

Halldór Snær Georgsson, markvörður KR-inga var öflugur á milli stanganna þegar KR mátti þola enn eitt tapið í Bestu deild karla í fótbolta. Nú gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Átti Halldór Snær nokkrar afbragðs vörslur sem dugðu þó ekki til í dag þar sem Eyjamenn skoruðu í blálokin.

Íslenski boltinn