Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og þáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Lög Sálarinnar verða að kvik­mynd

Ástsæla hljómsveitin Sálin hans Jóns míns án að baki sér fjöldan allan af smellum sem flestir landsmenn geta í það minnsta raulað með. Aðdáendur sveitarinnar geta sannarlega glaðst yfir því að nú er í vinnslu ný íslenskri söngvamynd sem ber titilinn Hvar er draumurinn? Myndin er byggð á sögulegri tónlist Sálarinnar og gerist í Reykjavík snemma á tíunda áratuginum.

Tónlist

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Geisla­sverð Svart­höfða til sölu

Geislaverðið sem Svarthöfði, eða Darth Vader, notaði til að skera aðra höndina af Luke Skywalker, eða Loga Geimgengli, í Star Wars myndinni Empire Strikes Back fer á uppboð í næsta mánuði. Áætlað er að leikmunurinn muni seljast fyrir allt að þrjár milljónir dala, sem samsvarar um 370 milljónum króna.

Erlent
Fréttamynd

Will Smith við Davíð Goða: „Haltu á­fram að skapa“

Kvikmyndagerðarmaðurinn Davíð Goði Þorvarðarson opnaði Instagram á miðvikudag og sá óvænt skilaboð frá Hollywood-stjörnunni Will Smith. Leikarinn hafði hrifist af myndatöku Davíðs, hrósaði honum í hástert og hvatti hann til að halda áfram að skapa.

Lífið
Fréttamynd

Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta

Fyrsta stiklan fyrir miðaldaþættina King & Conqueror sem fjalla um orrustuna við Hastings hefur verið birt en Baltasar Kormákur leikstýrir fyrsta þættinum og er yfirframleiðandi seríunnar. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna.

Lífið
Fréttamynd

Ó­þekkjan­leg stjarna

Hollywood-stjarnan Sydney Sweeney mun leika Christy Martin í nýrri ævisögumynd um bandaríska boxarann. Fyrsta opinbera ljósmyndin úr kvikmyndinni sýnir óþekkjanlega dökkhærða Sweeney.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Vera Illuga leiðir á­horf­endur gegnum skilnað

Fyrsta stiklan úr nýjustu mynd leikstjórans Hlyns Pálmasonar er komin á Vísi. Hin þýða rödd Veru Illugadóttur leiðir áhorfendur inn í veröld fjölskyldu sem er á barmi skilnaðar líkt og um væri að ræða sögulegan viðburð.

Lífið
Fréttamynd

Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálma­sonar

Nýjasta kvikmynd Hlyns Pálmasonar verður frumsýnd á Íslandi 14. ágúst næstkomandi. Um er að ræða ljúfsára skilnaðarmynd, með Sögu Garðarsdóttur og Sverri Guðnasyni í aðalhlutverkum, sem fylgir eftir fjölskyldu yfir fjórar árstíðir.

Lífið
Fréttamynd

Djöfullinn klæðist Prada á ný

Meryl Streep mun bregða sér aftur í hlutverk tískuritstjórans Miröndu Priestly í framhaldi rómantísku-gamanmyndarinnar frá 2006 um djöfulinn sem klæðist Prada. Framhaldið kemur í maí 2026 og munu allar aðalpersónurnar snúa aftur auk nýrra andlita.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Zendaya sást í mið­bænum

Bandaríska kvikmyndastjarnan Zendaya sást á götum miðborgarinnar í dag en hún er hér á landi ásamt einvala liði Hollywood-stjarna við tökur á nýrri mynd Christopher Nolans, Ódysseifskviðu. 

Lífið