„Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Eiður Þór Árnason skrifar 12. janúar 2026 20:17 Guðjón Davíðsson er stjórnarformaður True North. Vísir/Viktor Freyr - Aðsend/True North Óbætanlega sögulega muni mátti finna í geymslu kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins True North sem varð alelda í Gufunesi í dag. Telur slökkvilið að allt sem í henni mátti finna sé ónýtt. „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta. Því þetta eru leikmunir sem við höfum verið að safna í gegnum árin þannig að þetta er verulegt tjón fyrir okkur. Það er ekkert tjón á mannskap eða neitt svoleiðis sem betur fer,“ segir Guðjón Davíðsson, stjórnarformaður True North, í samtali við fréttastofu. Hann voni að eldurinn teygi sig ekki í aðrar byggingar. Slökkvilið reisti sérstakar varnir þegar það kom fyrst á vettvang til að draga úr hættunni á slíkri útbreiðslu og virðast þær hafa haldið. „Þetta er dálítið af munum úr bíómyndum og verkefnum sem við höfum verið með sem er ekki hægt að bæta. Því miður, það er það vonda við þetta.“ segir Guðjón. Stjórnendur True North hafi ekki komist í að kynna sér stöðu tryggingamála fyrirtækisins í dag og staðan verði tekin á morgun og á næstu vikum. Mikið af verðmætum Einar Þór Magnússon, fjármálastjóri hjá True North, tekur í sama streng og segir fyrirtækið hafa leigt skemmuna í Gufunesi af Reykjavíkurborg. Eldsvoðinn sé áfall og mikið af leikmunum í skemmunni sem hafi verið notaðir í verkefnum True North á síðustu árum. True North er eitt stærsta framleiðslufyrirtækið hér á landi á sviði kvikmynda og sjónvarpsefnis og hefur því komið að ófáum erlendum og innlendum verkefnum í gegnum tíðina. Einar segir að um sé að ræða mikið af verðmætum og leikmuni með sögu. Hægt er að fylgjast með framvindu málsins og nýjustu fregnum í Vaktinni á Vísi. Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Ágætlega gengur að slökkva eldinn sem kviknaði í skemmu sem framleiðslufyrirtækið True North leigir í Gufunesi í Reykjavík, að sögn slökkviliðs. Altjón sé á húsinu og öllu því sem í því var. 12. janúar 2026 19:20 Stórbruni í Gufunesi Mikill eldsvoði kviknaði í Gufunesi í Reykjavík og sást reykur víða um höfuðborgarsvæðið. Slökkviliðið hefur náð tökum á eldinum. Stjórnarformaður True North segir að mikið tjón hafi orðið á eignum framleiðslufyrirtækisins en TrueNorth leigir skemmuna af Reykjavíkurborg. 12. janúar 2026 17:08 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
„Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta. Því þetta eru leikmunir sem við höfum verið að safna í gegnum árin þannig að þetta er verulegt tjón fyrir okkur. Það er ekkert tjón á mannskap eða neitt svoleiðis sem betur fer,“ segir Guðjón Davíðsson, stjórnarformaður True North, í samtali við fréttastofu. Hann voni að eldurinn teygi sig ekki í aðrar byggingar. Slökkvilið reisti sérstakar varnir þegar það kom fyrst á vettvang til að draga úr hættunni á slíkri útbreiðslu og virðast þær hafa haldið. „Þetta er dálítið af munum úr bíómyndum og verkefnum sem við höfum verið með sem er ekki hægt að bæta. Því miður, það er það vonda við þetta.“ segir Guðjón. Stjórnendur True North hafi ekki komist í að kynna sér stöðu tryggingamála fyrirtækisins í dag og staðan verði tekin á morgun og á næstu vikum. Mikið af verðmætum Einar Þór Magnússon, fjármálastjóri hjá True North, tekur í sama streng og segir fyrirtækið hafa leigt skemmuna í Gufunesi af Reykjavíkurborg. Eldsvoðinn sé áfall og mikið af leikmunum í skemmunni sem hafi verið notaðir í verkefnum True North á síðustu árum. True North er eitt stærsta framleiðslufyrirtækið hér á landi á sviði kvikmynda og sjónvarpsefnis og hefur því komið að ófáum erlendum og innlendum verkefnum í gegnum tíðina. Einar segir að um sé að ræða mikið af verðmætum og leikmuni með sögu. Hægt er að fylgjast með framvindu málsins og nýjustu fregnum í Vaktinni á Vísi.
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Ágætlega gengur að slökkva eldinn sem kviknaði í skemmu sem framleiðslufyrirtækið True North leigir í Gufunesi í Reykjavík, að sögn slökkviliðs. Altjón sé á húsinu og öllu því sem í því var. 12. janúar 2026 19:20 Stórbruni í Gufunesi Mikill eldsvoði kviknaði í Gufunesi í Reykjavík og sást reykur víða um höfuðborgarsvæðið. Slökkviliðið hefur náð tökum á eldinum. Stjórnarformaður True North segir að mikið tjón hafi orðið á eignum framleiðslufyrirtækisins en TrueNorth leigir skemmuna af Reykjavíkurborg. 12. janúar 2026 17:08 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Ágætlega gengur að slökkva eldinn sem kviknaði í skemmu sem framleiðslufyrirtækið True North leigir í Gufunesi í Reykjavík, að sögn slökkviliðs. Altjón sé á húsinu og öllu því sem í því var. 12. janúar 2026 19:20
Stórbruni í Gufunesi Mikill eldsvoði kviknaði í Gufunesi í Reykjavík og sást reykur víða um höfuðborgarsvæðið. Slökkviliðið hefur náð tökum á eldinum. Stjórnarformaður True North segir að mikið tjón hafi orðið á eignum framleiðslufyrirtækisins en TrueNorth leigir skemmuna af Reykjavíkurborg. 12. janúar 2026 17:08