Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Rabarbari og allt það helsta í kringum þá plöntu verður í aðalhlutverk á Árbæjarsafni í dag því þar fer fram fræðsla og verklega kennsla í flestu því sem kemur að því að búa til rabbabaragarð, hugsa um garðinn, taka upp rabarbara og að útbúa rabarbarasultu. Innlent 6.7.2025 12:21
Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Þingmenn stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar tókust á í Sprengisandi í dag en til umræðu var þráteflið á þinginu sem engan enda virðist ætla að taka. Enn eru engir þinglokasamningar í höfn og er helsti ásteytingarsteinninn veiðigjaldafrumvarpið svokallaða. Stjórnarandstaðan hefur heitið því að málþæfa því þangað til að það verði tekið af dagskrá. Innlent 6.7.2025 12:19
Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Rektor Háskóla Íslands segist helst vilja að ríkið auki fjárframlög til skólans en annars þurfi að háskólaráðherra að leyfa skólanum að hækka skrásetningargjöld, sem hún segir ekki hafa verið gert í rúman áratug. Raunkostnaður við skrásetningu í HÍ sé metinn á um 180 þúsund krónur. Lögmæti skrásetningagjalda er til umfjöllunar hjá áfrýjunarnefnd og enn er beðið eftir niðurstöðu þar. Innlent 6.7.2025 12:11
Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent 6.7.2025 09:45
Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent 6.7.2025 08:16
„Býsna margt orðið grænmerkt“ Bergþór Ólason segir að andinn sé góður og menn séu lausnamiðaðir í þinglokaviðræðum þótt menn takist á og hafi ólík sjónarmið. Obbinn af málunum sé þegar leiddur í jörð, en ennþá sé tekist á um stóru flóknustu málin. Innlent 5.7.2025 20:46
Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sérsveit ríkislögreglustjóra fjarlægði sprengju af bílastæði við Keflavíkurflugvöll í gærmorgun. Um lítinn flugeld var að ræða, sem búið var að eiga við. Innlent 5.7.2025 19:53
Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Genti Salliu var í sínum vikulega göngutúr um Vesturbæ Reykjavíkur þegar hann sá glitta í eitthvað óvenjulega rautt í fjörunni við Keilugranda. Það reyndist box utan um glæsilegan trúlofunarhring, en Gent gerir nú dauðaleit að eiganda hans. Innlent 5.7.2025 19:36
Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Enn virðist nokkuð í land í viðræðum meiri- og minnihluta um þinglok. Sjö frumvörp voru afgreidd á þingfundi dagsins og nokkur afgreidd úr annarri umræðu. Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins fer yfir stöðuna í beinni útsendingu í kvöldfréttum. Innlent 5.7.2025 18:11
Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Harmónikkutónar hljóma út um allt á Reyðarfirði um helgina því þar stendur yfir harmonikkulandsmót með tónleikum, böllum og almennri gleði. Harmoniku- og hljóðfæraleikarar af öllu landinu eru mættir á mótið til að spila saman eins og þeim einum er lagið. Innlent 5.7.2025 18:07
Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglunni barst tilkynning í dag um skemmdarverk á íbúð í Hlíðunum í Reykjavík, en þar hafði eigandi leigt íbúðina út hjá Airbnb og komið að henni í rúst. Innlent 5.7.2025 17:58
Konan er fundin Konan sem lögreglan lýsti eftir fyrr í kvöld er fundin. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 5.7.2025 17:38
Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Þrír menn réðust á annan með hníf við Aðalstræti í miðbæ Reykjavíkur um klukkan 16 í dag. Þolandinn er ekki alvarlega særður en gerendurnir leika lausum hala í borginni. Innlent 5.7.2025 17:18
Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Björgunarsveitir voru boðaðar út klukkan ellefu í gærkvöldi vegna göngukonu í sjálfheldu skammt frá Hrafntinnuskeri. Innlent 5.7.2025 15:44
Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna mótorhjólaslyssí Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi upp úr hádegi í dag. Ökumaður hjólsins var fluttur með þyrlu en óljóst er hversu alvarlega ákverka sá hlaut. Innlent 5.7.2025 15:29
Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Tæpur þriðjungur Alþingismanna er fjarverandi á þingfundi í dag, þar á meðal einn ráðherra, þar sem fjórtán mál eru á dagskrá. Hið umdeilda veiðigjaldafrumvarp er ekki á dagskrá en þingflokksformenn hafa fundað í bakherbergjum Alþingishússins í von um að leysa úr þeirri störukeppni. Innlent 5.7.2025 14:55
Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Háskólaráð Háskóla Íslands, auk annarra opinberra háskóla, hefur óskað eftir því við ráðherra háskólamála að hækka skrásetningargjald úr 75 þúsund krónum í allt að 180 þúsund krónur. Fulltrúum stúdenta er vægast sagt ekki skemmt. Innlent 5.7.2025 14:05
Búið að boða til nýs fundar Enn bólar ekkert á samkomulagi meiri- og minnihluta um afgreiðslu mála fyrir þinglok. Þingflokksformenn funduðu fram yfir miðnætti í nótt og funda aftur eftir hádegi. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingmenn færast nær endamarkinu. Innlent 5.7.2025 12:09
Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Íslenska líftæknifyrirtækið Kerecis átti þátt í að bjarga lífi illa særðs skallarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, en skallaörninn er þjóðardýr Bandaríkjanna. Innlent 5.7.2025 08:38
Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Borgari var aðstoðaður í umdæmdi þrjú sem sinnir verkefnum í Kópavogi og Breiðholti. Hann hafði óvart læst sig úti og þurfti á aðstoð lögreglu að halda. Innlent 5.7.2025 08:13
Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Gísli Már Gíslason, prófessor emiritus í líffræði, segir að lítill munur sé á bitum frá lúsmýi annars vegar og bitmýi hins vegar. Hægt sé að greina bitin út frá því hvar maður er bitinn, því bitmý bíti til dæmis ekki innandyra. Hann segir að ekkert hafi gengið að finna uppeldisstöðvar lúsmýsins á Íslandi. Innlent 5.7.2025 00:15
Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sex voru fluttir á með sjúkrabifreið til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Akureyri eftir harðan árekstur þriggja bíla í Hörgársveit í Öxnadal. Allir voru með meðvitund en frekari upplýsingar um líðan þeirra liggja ekki fyrir að svo stöddu. Innlent 4.7.2025 22:18
Inga mundaði skófluna við Sóltún Inga Sæland, félags og húsnæðismálaráðherra, tók í dag fyrstu skóflustunguna að stækkun hjúkrunarheimilisins við Sóltún í Reykjavík. Áætlað er að bæta 67 hjúkrunarrýmum við Sóltún og eru verklok áætluð 2027. Innlent 4.7.2025 21:52
„Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Stefnuleysi ríkir í málefnum barna með erlendan bakgrunn að sögn doktorsnema. Hækkandi tíðni ofbeldis meðal barnanna og aukið einelti sýni fram á að ekki hafi verið haldið nægilega vel utan um þau. Innlent 4.7.2025 20:54
Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Alþingi kaus nýtt bankaráð Seðlabanka Íslands 18. júní síðastliðinn. Á fyrsta fundi ráðsins 25. júní var Bolli Héðinsson kosinn formaður ráðsins og Gylfi Zoëga kosinn varaformaður. Innlent 4.7.2025 20:38
Sósíalistum bolað úr Bolholti Sósíalistaflokkur Íslands er í leit að nýju húsnæði eftir að hafa verið vísað úr húsnæðinu í Bolholti. Flokkurinn hefur haft þar aðsetur um langt skeið en styrktarfélagið Vorstjarnan er með húsið á leigu. Innlent 4.7.2025 19:14