„Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Formaður veiðifélags á Norðurlandi óttast að eldislaxar, sem fundust í Dalabyggð í gær, berist í fleiri ár. Hann segir slysasleppinguna umhverfisslys og stjórnvöld verði að bregðast við. Innlent 15.8.2025 12:30
Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans geri hlé á vaxtalækkunarferlinu, haldi stýrivöxtum óbreyttum og að þeir muni ekki lækka meira á árinu. Nefndin hefur lækkað vexti á síðustu fimm fundum en í ljósi „þrálátrar verðbólgu og kröftugrar eftirspurnar“ er talið að hún staldri við í bili. Innlent 15.8.2025 11:50
Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu lögreglu um vikulangt gæsluvarðhald yfir rúmlega tvítugum starfsmanni á leikskóla. Hann er grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Rannsókn málsins er sögð á frumstigi. Innlent 15.8.2025 11:31
Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá einstaklinga í gær eftir að tilkynning barst um þrjá menn sem voru sagðir vera að ræna mann. Tveir voru vistaðir í fangageymslum en einn látinn laus að lokinni skýrslutöku. Innlent 15.8.2025 06:24
„Hamfarir og ekkert annað“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir mögulegur fundur um hundraðs eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag hamfarir og ekkert annað. Of snemmt sé að segja til um hvort laxarnir hafi sloppið úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði en gat fannst þar í dag sem hafði verið á kvínni í nokkurn tíma að sögn Matvælastofnunar. Innlent 14.8.2025 20:26
30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Blómstrandi dagar hófstu formlega í dag í Hveragerði með setningarathöfn í Listasafni Árnesinga og verður boðið upp á glæsilega dagskrá á morgun og alla helgina. Innlent 14.8.2025 20:03
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. Innlent 14.8.2025 19:16
„Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Ferðamálastjóri segir mál leigubílstjórans Saint Paul Edeh ekki vera fyrsta slíka málið sem hann heyrir af en að það teljist samt til frávika. Yfirgnæfandi meirihluti ferðamanna njóti dvalar sinnar hér á landi. Innlent 14.8.2025 18:05
Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. Innlent 14.8.2025 18:00
Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Rithöfundasamband Íslands sendi Samkeppniseftirlitinu kvörtun um hugsanlega misnotkun hljóðbókarfyrirtækisins Storytel á markaðsráðandi stöðu. Formaður sambandsins segir Storytel hafa forgangsraðað sínu eigin efni á kostnað annarra bókmenntaverka. Samkeppniseftirlitið hefur hafið formlega rannsókn. Innlent 14.8.2025 17:40
Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Gat fannst á sjókví númer eitt á eldissvæði Arctic Sea Farm við Eyrarhlíð í Dýrafirði. Gatið var um 20 sinnum 40 sentímetrar að stærð. Vísbendingar eru um að gatið hafi verið á kvínni í nokkurn tíma án þess að framleiðandi hafi tilkynnt um tilvist þess til Matvælastofnunar. Innlent 14.8.2025 17:18
Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Eftirlitsmaður Fiskistofu, sem hefur verið að störfum við Haukadalsá í Dalabyggð í dag, taldi hundrað eldislaxa, í neðstu tíu af þrjátíu veiðistöðum í ánni. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um að ræða stærsta tilvik eldislaxa í á, á Íslandi. Innlent 14.8.2025 17:02
Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfum tónlistarmanns sem var handtekinn í Hafnarfirði að nóttu til árið 2022. Lögreglu hafði grunað að maðurinn væri að aka undir áhrifum fíkniefna, en niðurstaða úr sýnatöku var neikvæð. Maðurinn vildi meina að aðgerðir lögreglu hefðu verið ólögmætar og krafðist bóta. Innlent 14.8.2025 17:00
Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samtökin um POTS á Íslandi fordæma ummæli sem Alma Möller heilbrigðisráðherra lét falla í samtali við fréttastofu í gær. Hún sagðist hafaskilning á að það sé erfitt að „hætta í meðferð sem maður trúir á,“ en þar vísar hún til vökvagjafarmeðferð sem POTS-sjúklingar nýta sér. Sjúkratryggingar hyggjast hætta greiðsluþátttöku vegna hennar í lok september. Innlent 14.8.2025 16:26
Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að hefja formlega rannsókn á hendur fyrirtækinu Storytel. Til rannsóknar er hvort fyrirtækið hafi brotið gegn banni við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Innlent 14.8.2025 14:57
Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Íslenska fyrirtækið Vélfag sem sætti viðskiptaþvingunum vegna erlends móðurfélags þess hefur fengið tímabundna undanþágu með skilyrðum. Innlent 14.8.2025 13:57
Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Þrír eldislaxar voru veiddir af fulltrúum Stangveiðifélags Reykjavíkur í Haukadalsá í Dalabyggð í nótt. Fiskifræðingur segir neyðarástand ríkja í ánni og kallar eftir því að leyfisveitingum til sjókvíaeldis sé hætt þegar í stað. Innlent 14.8.2025 12:11
Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Íbúi í Bolungarvík pantaði dúkkuhús úr leikfangaverslun í Reykjavík en fyrir sendinguna átti hann að greiða rúmar tuttugu þúsund krónur. Hann segir um duldan landsbyggðaskatt að ræða þar sem íbúi á höfuðborgarsvæðinu þyrfti einungis að greiða um sex þúsund krónur í sendingargjald. Innlent 14.8.2025 11:58
Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Leigubílstjórinn Saint Paul Edeh hnakkreifst við tvær ferðakonur frá Mexíkó við Bláa lónið eftir að ágreiningurinn kom upp um fargjald. Konurnar töldu leigubílstjórann ofrukka sig en hann virðist skella skotti bílsins á höfuð annarrar þeirra þegar hún reynir að sækja farangur sinn án þess að borga, en Edeh hafnar því. Innlent 14.8.2025 11:50
Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Neyðarástand ríkir í Haukadalsá í Dalabyggð að sögn fiskifræðings. Þrír eldislaxar voru veiddir þar í nótt. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 14.8.2025 11:48
Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Formaður BDSM samtakanna á Íslandi segir dæmi um að fólki sé útskúfað af fjölskyldu og vinum þegar það opni sig um hneigðina. Árlega spinnist umræður um hvort BDSM fólk eigi heima í Gleðigöngunni. Innlent 14.8.2025 11:21
Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, snýr aftur til starfa 1. september næstkomandi eftir tæplega árs veikindaleyfi vegna baráttu við krabbamein. Hann reyndi að snúa aftur í febrúar en þurfti að fara aftur í veikindaleyfi. Innlent 14.8.2025 11:16
Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Pípari í Reykjanesbæ segist hafa margoft síðustu mánuði þurft að gera við handklæðaofna í nýbyggingum sem hafi skemmst vegna súrefnis í heitavatninu á Suðurnesjum. HS Veitur staðfesta að súrefni hafi mælst í vatninu í sumar en taka fram að íbúum stafi engin hætta af því. Innlent 14.8.2025 10:40
Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur segir þrjá eldislaxa hafa veiðst í Haukadalsá í Dalabyggð á Vesturlandi í nótt og vitað sé um fleiri. Staðan sé verri en menn þorðu að vona en næstu skref sé að senda lífssýni til rannsóknar, greina hvaðan fiskarnir koma og hreinsa ána. Innlent 14.8.2025 10:07