
FJARKI í mynt
Mikil veraldleg og efnisleg gæði og velgengni í fjármálum er aðalmerking þessa spils sem þú hefur dregið. Þessu fylgir öryggi á öllum sviðum fjármála, rekstri fyrirtækis eða starfsframa spyrjandans.Núna er rétti tíminn til þess að byrja á nýjum framkvæmdum, eða hrinda í framkvæmd þeim áætlunum sem þú hefur verið með á prjónunum en ekki látið verða af hingað til.
Einnig gætir þú átt von á einhverju jákvæðu frá konu eða einhverju tengdu kvenorku.