Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttamynd

„Skiljan­legt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“

Afbrotafræðingur segir skiljanlegt að fólki blöskri að maður gangi laus sem sé grunaður um kynferðisbrot gegn barni á grunnskólaaldri. Maðurinn var látinn laus að loknu þriggja daga gæsluvarðhaldi og fór lögregla ekki fram á lengra varðhald yfir honum. Hún segist ekki muna eftir samskonar máli og að brot gerist ekki alvarlegri.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Peninga­kassa stolið af hóteli í mið­bæ Reykja­víkur

Peningakassa var stolið af hóteli í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi eða nótt. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að atvikið hafi náðst á upptökuvél og að annar gerandinn sé þekktur af lögreglu. Þar kemur einnig fram að málið sé í rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Biðla til fólks að taka vel á móti sölu­mönnum þó svikahrappar séu á ferð

Félag heyrnarlausra biðlar til fólks að taka vel á móti sölumönnum sínum sem ganga þesa dagana milli húsa til selja happdrættismiða. Lögreglan hefur varað við óprúttnum aðilum sem þykjast vera heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé í verslunarmiðstöðvum. Félagið bendir á að sölumenn sínir séu merktir merki félagsins og hafi posa meðferðis.

Innlent
Fréttamynd

„Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“

Helgi Magnús Gunnarsson fyrrverandi vararíkissaksóknari segir það hafa reynt á taugakerfið að sitja undir áreiti og hótunum Mohamad Khourani. Hann hafi óttast um líf fjölskyldu sinnar en segist hafa mætt fálæti yfirmanna. Hann óttast að Kourani muni eiga auðvelt með að snúa aftur til landsins. 

Innlent
Fréttamynd

Ógnaði öðrum með skærum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur útköllum vegna líkamsárása í nótt og þá var einstaklingur handtekinn eftir að hafa viðhaft ógnandi hegðun með skærum á skemmtistað.

Innlent
Fréttamynd

Eins og löglærður for­stjóri spítala væri að skera upp sjúk­linga

Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra og prófessor í viðskiptafræði segir stöðu Ríkisendurskoðunar óboðlega. Hann líkir því að ríkisendurskoðandi án löggildingar skrifi undir ársreikninga ríkisfyrirtækja og stofnana við það að lögfræðimenntaður forstjóri Landspítalans færi að skera upp sjúklinga. Lögregla hefur vísað málinu frá.

Innlent
Fréttamynd

Til­kynntur til lög­reglu

Ríkisendurskoðandi telur embættið fara eftir lögum þegar hann skrifar einn undir ársreikninga ríkisfyrirtækja, þó hann sé ekki löggiltur endurskoðandi. Endurskoðendaráð hefur vísað málinu til lögreglu. 

Innlent
Fréttamynd

Hells Angels á Ís­landi hafi aukið um­svif sín og sýni­leika

Hells Angels hafa aukið umsvif sín og sýnileika hér á landi að undanförnu að sögn lögreglu og hafa fengið heimsóknir frá meðlimum systursamtaka erlendis frá. Því hafi verið nauðsynlegt að bregðast við af festu á laugardag þegar samtökin boðuðu til hittings á ensku. Lögregla hafi ríkar heimildir til að tryggja almannaöryggi.

Innlent
Fréttamynd

Ölvaðir og í annar­legu á­standi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkrum fjölda útkalla í gærkvöldi og nótt þar sem einstaklingar í annarlegu ástandi komu við sögu og handtók meðal annars tvo grunaða um húsbrot.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglan vilji kæfa glæpa­hópa í fæðingu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðist í umfangsmiklar aðgerðir í gærkvöldi í Auðbrekku í Kópavogi með aðstoð sérsveitar þar sem Hells Angels á Íslandi hélt samkvæmi. Þrír voru handteknir á vettvangi en lögregla hefur varist allra frétta af málinu.

Innlent
Fréttamynd

Mynd­band: Lög­regla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu

Umfangsmikið viðbragð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sérsveitar ríkislögreglustjóra var ræst út í gærkvöldi eftir að lögregla frétti af gleðskap vélhjólaklúbbsins Hells Angels við Auðbrekku í Kópavogi. Tökumaður var á vettvangi. 

Innlent
Fréttamynd

Allir þrír lausir úr haldi

Allir þrír sem voru handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi í gær hafa verið látnir lausir. 

Innlent
Fréttamynd

Þrír hand­teknir á sam­kvæmi Vítisengla

Þrír hafa verið handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi. Lögregla frétti af því að vélhjólaklúbburinn Hells Angels væri að halda veislu í húsnæði í nærri Hamraborg og gerði út mikinn mannskap til að fylgjast með og ganga úr skugga um að allt færi vel fram.

Innlent
Fréttamynd

Ölvaðir ein­staklingar víða til vand­ræða

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti 87 málum í gærkvöldi og í nótt. Þá voru þrír vistaðir í fangaklefa á tímabilinu. Stór hluti útkalla sem lögregla fjallar um vörðuðu áfengisölvun.

Innlent