Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Frumútboð og fram­hjá­höld

Eins og margir aðrir Íslendingar sat ég límdur við skjáinn að horfa á nýju Netflix þættina um Ashley Madison. Málið þarfnast líklega ekki mikillar upprifjunar, en Ashley Madison er einhverskonar stefnumótasíða fyrir fólk í samböndum til að stunda skipulagt framhjáhald

Skoðun
Fréttamynd

Þakkaði fyrir sig á ís­lensku

Bandaríska stórleikkonan Jodie Foster þakkaði sérstaklega fyrir sig á íslensku þegar hún tók við Emmy verðlaununum í nótt fyrir hlutverk sitt í spennuþáttunum True Detective: Night Country. Eins og alþjóð veit voru þættirnir að mestu teknir upp á Dalvík.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Chad McQueen er látinn

Bandaríski leikarinn Chad McQueen, sem er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt í fyrstu Karate Kid-myndunum, er látinn. McQueen, sem var sonur stórleikarans Steve McQueen, varð 63 ára gamall.

Lífið
Fréttamynd

James Earl Jones er látinn

Bandaríski leikarinn James Earl Jones er látinn, 93. ára að aldri. Jones var hvað þekktastur sem röddin á bakvið illmennið Svarthöfða í Stjörnustríðsmyndunum.

Lífið
Fréttamynd

Þetta eru liðin í Kviss

Spurningaþátturinn Kviss hefur göngu sína á ný annað kvöld undir stjórn Björns Braga Arnarssonar. Eins og í fyrri þáttaröðunum munu sextán lið mæta til leiks og keppa í útsláttarkeppni þar til eitt lið stendur uppi sem sigurvegari.

Lífið
Fréttamynd

Höfunda­lögin „þarfnast ástar“ til að virka

Stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði kallar eftir því ráðherra breyti höfundalögum á Íslandi og uppfæri til samræmis við nútímann. Allur hugverkaiðnaðurinn sé undir sem neyðist til að styðja sig við úrelt lög. Málaflokkurinn „þarfnast ástar,“ líkt og stjórnarformaðurinn komst að orði, einkar skemmtilega.

Innlent
Fréttamynd

Þynnkan bar hópinn ofur­liði og Ína grét úr reiði

Það getur reynt á taugarnar þegar bestu vinkonurnar standa ekki við fyrirhuguð plön. Því fékk Ína María Einarsdóttir að kynnast þegar aðeins ein úr LXS genginu mætti í skipulagða loftbelgsferð í Marokkó. Hinar voru of þunnar og létu ekki sjá sig.

Lífið
Fréttamynd

Svikakvendið ætlar að dansa með stjörnunum

Rússneska svikakvendið Anna Sorokin, öðru nafni Anna Delvey, mun keppa í 33. þáttaröð af bandarísku dansþættinum Dancing with the stars. Dansfélagi hennar verður atvinnudansarinn Ezra Sosa.

Lífið
Fréttamynd

Fróaði sér á tón­leikum með Bríeti

Tónlistarkonan Bríet segist hafa lent í ýmsu á tónleikum sínum í gegnum tíðina. En það sem stendur mögulega upp úr var þegar einn tónleikagestur fróaði sér á miðjum tónleikum. Þetta kemur fram í síðasta þætti af Tónlistarmönnunum okkar á Stöð 2 sem var á sunnudagskvöldið.

Lífið
Fréttamynd

Nastassja Kinski heiðurs­gestur á RIFF í ár

Þýska kvikmyndaleikkonan og fyrirsætan Nastassja Kinski er heiðursgestur á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík í ár og hreppir heiðursviðurkenningu RIFF. Hátíðin hefst í Háskólabíói þann 26. september næstkomandi og stendur til 6. október.

Lífið
Fréttamynd

Sau­tján tíma ferða­lag með krefjandi Steinda fram­undan

„Þetta er stundum eins og að ferðast með þriðja barninu sínu,“ segir skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal um sautján tíma ferðalag til Nýja Sjálands sem framundan er hjá honum og Steinda Jr. Saman eru þeir lið í nýrri Draumsseríu sem væntanleg er á Stöð 2 í febrúar.

Lífið
Fréttamynd

Frum­sýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr Svörtu söndum 2

Fyrsta stiklan úr annarri seríu af Svörtu söndum sem sýnd verður á Stöð 2 í haust er komin í loftið á Vísi. Um er að ræða beint framhald af fyrri þáttaröð. Þráðurinn verður tekinn upp fimmtán mánuðum eftir atburðina á Svörtu söndum sem þjóðin fylgdist æsispennt með.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Lymsku­leg skot Love Island stjörnu

Love Island stjörnurnar Matilda Draper og Sean Stone eru hætt saman. Örfáum klukkustundum eftir að hafa opinberað það skýtur Matilda lymskulega á sinn fyrrverandi á samfélagsmiðlum í gegnum eigin reikninga og reikninga vinkvenna sinna. 

Lífið
Fréttamynd

Ekki einu sinni götusópararnir finna símann

Skemmtikrafturinn, framleiðandinn og leikarinn Sandra Barilli glataði símanum sínum við tökur á sjónvarpsþáttunum IceGuys í gær. Hún var í miðjum tökum með Herra Hnetusmjör og hafði í andartak lagt símann frá sér ofan á þaki bíls sem svo óheppilega vildi til að keyrði í burtu.

Lífið