Pallborðið

Pallborðið

Pallborðið er umræðuþáttur fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þar sem helstu málefni eru krufin til mergjar með viðmælendum.

Fréttamynd

Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu

Til hvassra orðaskipta kom á milli gesta í Pallborðinu á Vísi í dag þar sem staða öryggis- og varnarmála í Evrópu var til umræðu. Þótt gestir væru sammála um mikilvægi þess að friður komist á í Úkraínu voru skiptar skoðanir um það hvaða leiðir væru vænlegastar til árangurs.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Óttast að Ís­lendingar þurfi að halla sér að Evrópu­sam­bandinu

Pawel Bartoszek þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar Alþingis segist ekki endilega telja þörf á að flýta umræðu um umsókn Íslendinga að Evrópusambandinu. Ríkisstjórnin sé með plan og þau fylgi því. Hann segir þó ljóst að betra sé fyrir Íslendinga að eiga í góðum samskiptum við Evrópu. 

Innlent
Fréttamynd

Pall­borðið á Vísi: Hvar stendur Ís­land gagn­vart Trump, tollastríði og breyttri heims­mynd?

Það hefur mikið gengið á undanfarna daga og vikur í heimsmálunum. Upp úr sauð milli leiðtoga Bandaríkjanna og Úkraínu í Hvíta húsinu og hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við Úkraínu verið sett á ís á meðan Evrópuleiðtogar þétta raðirnar og heita auknum útgjöldum til öryggis- og varnarmála. Þá er tollastríð hafið á milli Bandaríkjanna og Kanada auk Kína og Mexíkó og útlit fyrir að Evrópa gæti orðið næst.

Innlent
Fréttamynd

Pall­borðið: Tókust á um um­deilt verk­fall kennara

Kjaradeila grunnskólakennara og ríkis- og sveitarfélaga verður til umræðu í Pallborðinu klukkan tvö í dag í beinni útsendingu á Vísi. Engir formlegir samningafundir hafa verið boðaðir í deilunni hjá ríkissáttasemjara. Niðurstaða í atkvæðagreiðslu framhaldsskólakennara um verkföll verður ljós klukkan tvö í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Verk­föllum kennara af­lýst sam­þykki deilu­aðilar til­lögu ríkis­sátta­semjara á laugar­dag

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari lagði í dag fram innanhústillögu í kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga. Tillagan er ígildi kjarasamnings sem tryggir innágreiðslu á virðismat á störfum kennara auk sömu launahækkana og samið hefur verið um í almennum kjarasamningum. Samþykki deiluaðilar tillöguna á laugardag verður ekkert af boðuðum verkföllum í leik- og grunnskólum á mánudag. Ástráður fór yfir tillöguna í Pallborðinu með Heimi Má Péturssyni fréttamanni síðdegis í dag.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Ríkis­sátta­semjari fer yfir innanhússtillöguna

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari lagði nú klukkan fjögur fram innanhússtillögu að kjarasamningi í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög til að freista þess að höggva á þann algera hnút sem viðræðurnar eru komnar í. Ástráður mætir í beina útsendingu með Heimi Má Péturssyni fréttamanni í Pallborðinu á Vísi um klukkan fimm í dag.

Innlent
Fréttamynd

Svona var HM-Pallborðið

Ásgeir Örn Hallgrímsson og Einar Jónsson voru gestir Stefáns Árna Pálssonar í sérstakri HM-útgáfu af Pallborðinu. Íslenska karlalandsliðið mætir Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik sínum á HM í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi

„Að hann geri þetta akkúrat núna, gefur þeim kenningum byr undir báða vængi, að hann hafi verið búinn að missa einhvern úr sínum kjarnastuðningshópi. Það fólk sem staðið hefur þéttast að baki honum, með honum í gegnum þessa mörgu storma, hafi verið búið að missa trúna.“

Innlent
Fréttamynd

Formannsslagur í upp­siglingu eftir brott­hvarf Bjarna

Nýja árið fer af stað með látum og stórtíðindum úr stjórnmálunum. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins til sextán ára, greindi frá því í gær að hann myndi ekki sækjast eftir því að leiða flokkinn áfram og þá ætlar hann að segja skilið við stjórnmálin. 

Innlent
Fréttamynd

Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins

Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, boðar dramatískar breytingar í tengslum við Flokk fólksins í næstu könnun. Ekki væri hægt að greina miklar breytingar að öðru leyti í könnunum sem sýndi umturnun á íslensku flokkakerfi.

Innlent
Fréttamynd

„Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klaustur­bar“

Gestir Pallborðsins voru sammála um að samfélag án fyrirgefningar væri samfélag á röngu róli. Þar var meðal annars rætt um mál Þórðar Snæs Júlíussonar og þau borin saman við mál Jóns Gunnarssonar. Og Lilja Dögg fékk að úttala sig um þá Klaustursveina, sem allir eru mættir aftur í framboð.

Innlent
Fréttamynd

Rýnt í hæðir og lægðir bar­áttunnar

Íslendingar ganga að kjörborðinu eftir tæpar tvær vikur. Kosningabaráttan er í hámarki og gengið hefur á ýmsu. Í Pallborðinu ætlum við að fara yfir hæðir og lægðir í baráttunni; rýna í herferðir, ræða málefni og frambjóðendur og spá fyrir um framhaldið.

Innlent
Fréttamynd

„Berum ekki á­byrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“

„Það má ekki gleyma því að fólk með ýmis konar bakgrunn tekur þátt í stjórnmálum og berst fyrir hugsjónum sínum. Ég meina Guðmundur Ingi var tekinn úr Landvernd beint inn í umhverfisráðuneytinu til þess að hvað? Að friðlýsa, stoppa allar orkuframkvæmdir, beint í sína hagsmuni og meira að segja sem ráðherra. Hér er Jón aðstoðarmaður, til þess að létta undir með Bjarna sem tekur þrjú ráðuneyti á þessum tíma. Hann hefur engin völd.“

Innlent