Handbolti

Svona var Pall­borðið: Handboltaæði runnið á þjóðina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bjarni Fritzson og Ásgeir Örn Hallgrímsson voru gestir Stefáns Árna Pálssonar í Pallborðinu.
Bjarni Fritzson og Ásgeir Örn Hallgrímsson voru gestir Stefáns Árna Pálssonar í Pallborðinu. vísir

Stefán Árni Pálsson hitaði upp fyrir leik Íslands og Egyptalands og keppni í milliriðlum á heimsmeistaramótinu í handbolta karla, ásamt þeim Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Bjarna Fritzsyni, í Pallborðinu.

Upptöku af þættinum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan innan skamms en þar rýndu sérfræðingarnir sérstaklega í leik kvöldsins við Egypta, en einnig framhaldið á mótinu. Þeir heyrðu einnig hljóðið í Val Páli Eiríkssyni í Zagreb en þaðan verður bein útsending á Vísi í dag þar sem Valur hittir stuðningsmenn íslenska liðsins.

Íslendingar hafa farið vel af stað á HM og unnu alla þrjá leiki sína í G-riðli. Íslenska liðið tók því með sér fjögur stig inn í milliriðla, líkt og það egypska.

Leikurinn í kvöld er gríðarlega mikilvægur upp á framhaldið að gera en með sigri koma Íslendingar sér í góða stöðu til að komast í átta liða úrslit mótsins.

Leikur Íslands og Egyptalands hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Leikurinn verður gerður ítarlega upp í máli og myndum á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×