Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. febrúar 2025 20:02 Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna og Helga Þórðardóttir oddviti Flokks fólksins í Reykjavík ræddu áherslur nýs meirihluta í borginni í Pallborðinu í dag. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar og Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokks í minnihluta búast við fjörugum umræðum í borgarstjórn á næstu mánuðum. Vísir Oddviti Flokks fólksins í borginni segir að með stuðningi ríkisins verði hægt að fjölga ferðum hjá Strætó strax næsta haust. Fyrrverandi borgarstjóri bendir á að ákveðið hafi verið að auka ferðatíðni strætó í hans stjórnartíð. Þá ætlar núverandi meirihluti að stöðva áform um að fækka bílastæðum í borginni þar til Borgarlína verður tekin í gagnið. Borgarstjórnarfulltrúar og meiri- og minnihluta í Reykjavík mættu í Pallborðið í dag og ræddu verkefnin framundan og helstu átakalínur í borgarmálunum. Í þættinum var ný samstarfsyfirlýsing Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna rædd. Þar kemur meðal annars fram að markmið meirihlutans sé að auka ferðatíðni Strætó og bæta þjónustu við farþega, meðal annars með vönduðum biðstöðvum. Helga Þórðardóttir oddviti Flokks fólksins og nýr formaður skóla- og frístundaráðs sagði í Pallborði að Strætó ætti að geta farið fleiri ferðir næsta haust. „Það er verið að stofna næstu daga nýtt félag um Strætó. Þetta kom fram á fundi sem ég var á í gær. Ríkið er að koma inn með fjármagn sem er um 33 prósent af kostnaði þannig að nú höfum við kannski ráð á því að fjölga ferðum strax í haust,“ segir Helga. Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir engin ný tíðindi í því að strætóferðum verði fjölgað.Vísir/Vilhelm Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri og oddviti Framsóknar sagði að um væri að ræða mál sem hefði verið unnið þegar hann stjórnaði borginni. „Við uppfærslu samgöngusáttmálans var ákveðið að auka ferðatíðni Strætó. Þetta lá fyrir þegar ég var borgarstjóri. Öll sveitarfélög og ríkið ákváðu þetta á þeim tíma. Þetta er því ekki ákvörðun núverandi meirihluta heldur er unnið fyrir hans tíð,“ segir Einar. Fækka ekki bílastæðum fyrr en Borgarlínum kemur Samfara þéttingu byggðar hefur bílastæðum víða verið fækkað, sérstaklega miðsvæðis í Reykjavík. Helga Þórðardóttir segir að ekki verði gengið lengra í að fækka bílastæðum í borginni. „Það liggur fyrir eldri áætlun um að fækka bílastæðum. Við ætlum að stöðva þær áætlanir þangað til þessi frábæra Borgarlína er komin í gagnið,“ segir Helga. Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna segir meirihlutann ætla að staldra aðeins við varðandi þessi mál. Þær hafi t.d. samið um að bílastæðareglur borgarinnar og íbúakort verði endurskoðuð. Líf Magneudóttir segir að núverandi meirihluti ætli að staldra aðeins við varðandi bílastæði og íbúakort.Vísir/Vilhelm „Það sem er verið að segja með þessu er að við ætlum aðeins að bakka. Við ætlum að vera í meira samtali við fólk og endurskoða þetta,“ segir Líf. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík tók í Pallborði í dag undir með Helgu Þórðardóttur um mikilvægi þess að standa vörð um bílastæði þegar almenningssamgöngur séu ekki betri. „Ég get tekið undir með Helgu í þessu máli. Þá það að ekki sé hægt að vera með þá stefnu að draga úr fjölda bílastæða og reyna að ýta fólki inn í aðra fararmáta meðan þeir eru ekki í boði,“ segir Hildur. Horfa má á Pallborðið í heild hér: Pallborðið Reykjavík Borgarstjórn Vinstri græn Píratar Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Borgarstjórnarfulltrúar og meiri- og minnihluta í Reykjavík mættu í Pallborðið í dag og ræddu verkefnin framundan og helstu átakalínur í borgarmálunum. Í þættinum var ný samstarfsyfirlýsing Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna rædd. Þar kemur meðal annars fram að markmið meirihlutans sé að auka ferðatíðni Strætó og bæta þjónustu við farþega, meðal annars með vönduðum biðstöðvum. Helga Þórðardóttir oddviti Flokks fólksins og nýr formaður skóla- og frístundaráðs sagði í Pallborði að Strætó ætti að geta farið fleiri ferðir næsta haust. „Það er verið að stofna næstu daga nýtt félag um Strætó. Þetta kom fram á fundi sem ég var á í gær. Ríkið er að koma inn með fjármagn sem er um 33 prósent af kostnaði þannig að nú höfum við kannski ráð á því að fjölga ferðum strax í haust,“ segir Helga. Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir engin ný tíðindi í því að strætóferðum verði fjölgað.Vísir/Vilhelm Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri og oddviti Framsóknar sagði að um væri að ræða mál sem hefði verið unnið þegar hann stjórnaði borginni. „Við uppfærslu samgöngusáttmálans var ákveðið að auka ferðatíðni Strætó. Þetta lá fyrir þegar ég var borgarstjóri. Öll sveitarfélög og ríkið ákváðu þetta á þeim tíma. Þetta er því ekki ákvörðun núverandi meirihluta heldur er unnið fyrir hans tíð,“ segir Einar. Fækka ekki bílastæðum fyrr en Borgarlínum kemur Samfara þéttingu byggðar hefur bílastæðum víða verið fækkað, sérstaklega miðsvæðis í Reykjavík. Helga Þórðardóttir segir að ekki verði gengið lengra í að fækka bílastæðum í borginni. „Það liggur fyrir eldri áætlun um að fækka bílastæðum. Við ætlum að stöðva þær áætlanir þangað til þessi frábæra Borgarlína er komin í gagnið,“ segir Helga. Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna segir meirihlutann ætla að staldra aðeins við varðandi þessi mál. Þær hafi t.d. samið um að bílastæðareglur borgarinnar og íbúakort verði endurskoðuð. Líf Magneudóttir segir að núverandi meirihluti ætli að staldra aðeins við varðandi bílastæði og íbúakort.Vísir/Vilhelm „Það sem er verið að segja með þessu er að við ætlum aðeins að bakka. Við ætlum að vera í meira samtali við fólk og endurskoða þetta,“ segir Líf. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík tók í Pallborði í dag undir með Helgu Þórðardóttur um mikilvægi þess að standa vörð um bílastæði þegar almenningssamgöngur séu ekki betri. „Ég get tekið undir með Helgu í þessu máli. Þá það að ekki sé hægt að vera með þá stefnu að draga úr fjölda bílastæða og reyna að ýta fólki inn í aðra fararmáta meðan þeir eru ekki í boði,“ segir Hildur. Horfa má á Pallborðið í heild hér:
Pallborðið Reykjavík Borgarstjórn Vinstri græn Píratar Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira