Tæp vika er síðan nýr vinstri meirihluti tók við völdum í Reykjavíkurborg og kynnti glænýjan samstarfssamning. Meirihlutinn þarf að láta verkin tala næstu fjórtán mánuði eða þar til borgarstjórnarkosningar verða í maí á næsta ári. Þá má búast við að drjúgur hluti tímans fari í sjálfa kosningabaráttuna. Í Pallborðinu í dag í umsjón Berghildar Erlu Bernharðsdóttur fréttamanns, verður farið yfir borgarmálin með fulltrúum úr nýja meirihlutanum og hver brýnustu verkefni eru næstu mánuði. Þá heyrum við í oddvitum í minnihlutanum um stöðuna.
Þau sem mæta í Pallborð á Vísi klukkan tvö í dag eru þau Líf Magneudóttur oddviti Vinstri grænna í borginni og formaður borgarráðs, Helga Þórðardóttir oddviti Flokks fólksins og formaður skóla- og frístundaráðs. Hildur Björnsdóttur oddviti Sjálfstæðisflokksins og Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri og oddviti Framsóknar.
Í Pallborðinu verður rætt um húsnæðismál í borginni, samgöngumál, bílastæði í borginni og eða skort á þeim, leikskólapláss, nýjan kjarasamning kennara, vöruskemmuna í Breiðholti og skipulagsmál.
Pallborðið má sjá í heild sinni hér að neðan: