Innlent

Brýnustu verk­efnin í borginni í Pallborði

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Þau sem mæta í Pallborð á Vísi klukkan tvö í dag eru þau Líf Magneudóttur oddviti Vinstri grænna í borginni og formaður borgarráðs, Helga Þórðardóttir oddviti Flokks fólksins og formaður skóla- og frístundaráðs. Hildur Björnsdóttur oddviti Sjálfstæðisflokksins og Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri og oddviti Framsóknar.
Þau sem mæta í Pallborð á Vísi klukkan tvö í dag eru þau Líf Magneudóttur oddviti Vinstri grænna í borginni og formaður borgarráðs, Helga Þórðardóttir oddviti Flokks fólksins og formaður skóla- og frístundaráðs. Hildur Björnsdóttur oddviti Sjálfstæðisflokksins og Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri og oddviti Framsóknar. Vísir/Sara

Rætt verður við borgarfulltrúa úr nýjum meiri- og minnihluta í Reykjavík í Pallborðinu á Vísi í dag klukkan tvö. Farið verður yfir brýnustu verkefnin en nýr meirihluti hefur aðeins um fjórtán mánuði til að láta verkin tala. 

Tæp vika er síðan nýr vinstri meirihluti tók við völdum í Reykjavíkurborg og kynnti glænýjan samstarfssamning. Meirihlutinn þarf að láta verkin tala næstu fjórtán mánuði eða þar til næstu borgarstjórnarkosningar verða í maí á næsta ári. Þá má búast við að drjúgur hluti tímans fari í sjálfa kosningabaráttuna. Í Pallborðinu í dag í umsjón Berghildar Erlu Bernharðsdóttur fréttamanns, verður farið yfir borgarmálin með fulltrúum úr nýja meirihlutanum og hver brýnustu verkefni eru næstu mánuði . Þá heyrum við í oddvitum í minnihlutanum um stöðuna.

Þau sem mæta í Pallborð á Vísi klukkan tvö í dag eru þau Líf Magneudóttur oddviti Vinstri grænna í borginni og formaður borgarráðs, Helga Þórðardóttir oddviti Flokks fólksins og formaður skóla- og frístundaráðs. Hildur Björnsdóttur oddviti Sjálfstæðisflokksins og Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri og oddviti Framsóknar.

Í Pallborðinu verður rætt um húsnæðismál í borginni, samgöngumál, bílastæði í borginni og eða skort á þeim, leikskólapláss, nýjan kjarasamning kennara, vöruskemmuna í Breiðholti og skipulagsmál. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×