Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. janúar 2026 07:00 Meðal þeirra mynda sem er beðið eftir með eftirvæntingu eru The Odyssey, Wuthering Heights, Avengers: Doomsay, Mandalorian & Grogu og The Devil Wears Prada 2. Vísir hefur tekið saman lista yfir 30 kvikmyndir sem koma út á árinu og er beðið eftir með eftirvæntingu. Ofurhetjumyndir, hrollvekjur og stórmyndir byggðar á bókmenntum eru áberandi en þar fyrir utan er von á ýmsu góðu. Listinn er nokkurn veginn í útgáfuröð en þó er ekki ljóst hvort allar myndirnar komi í bíóhús hérlendis. Einhverjar myndir á listanum eru sömuleiðis ekki komnar með útgáfudag. Ekki er hægt að fjalla um allar myndir sem eru á leiðinni, margar spennandi komust ekki á blað: I Love Boosters eftir Boots Riley, The Drama með Robert Pattinson og Zendayu, The Mummy, Mortal Kombat II, sæfæ-myndin Flowervale Street, dystópíuhasarinn The Dog Stars eftir Ridley Scott og Sense and Sensibility. 28 Years Later: The Bone Temple Aðdáendur uppvakningamyndanna 28 Days Later (2002) og 28 Weeks Later (2007) þurftu að bíða í átján ár eftir framhaldinu 28 Years Later sem kom út í fyrra í leikstjórn Danny Boyle og með Aaron Taylor-Johnson, Ralph Fiennes, Jodie Comer og Alfie Williams í aðalhlutverkum. Saville-gengið birtist undir lok 28 Years Later en er í stóru hlutverki í nýju myndinni. Boyle tókst þar að blanda saman uppvaxtarsögu við spennu, hrylling og kómedíu um leið og hann sagði ferska sögu um samfélag sem hefur einangrast, mennskuna í uppvakningum og dýrið í manninum. „Blóðug, spennandi og falleg,“ sagði gagnrýnandi Vísis um myndina í fjögurra stjörnu dóminum „Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass“. Sjö mánuðum síðar var framhaldið 28 Years Later: The Bone Temple frumsýnt í gær, 15. janúar. Bandaríski leikstjórinn Nia DaCosta, sem hefur áður leikstýrt myndunum Heddu, The Marvels og Candyman, heldur áfram sögunni þar sem frá var horfið með beinalækninum, Jimmy Saville-genginu og hinum unga Spike. Hamnet Hamnet byggir á samnefndri skáldsögu Maggie O'Farell um þjóðskáld Breta, William Shakespeare (Paul Mescal) og eiginkonu hans, Agnesi Hathaway (Jessie Buckley), sem missa ellefu ára son sinn, Hamnet, í drukknun. Hjónin þurfa í kjölfarið að læra að lifa með sárum missinum. Jessie Buckley leikur syrgjandi móðurina Agnesi í Hamnet. Chloe Zhao, sem hlaut mikið lof og Óskarsverðlaun fyrir myndina Nomadland árið 2020, leikstýrir þessu sögulega drama. Jessie Buckley fer með stórleik í myndinni, hefur unnið hver verðlaunin á fætur öðrum og er ofarlega á blaði til að hljóta Óskarsverðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki. Hamnet er frumsýnd í Sambíóunum og Smárabíói 22. janúar. Marty Supreme Önnur mynd sem hefur hlotið fjölda verðlauna og mikið umtal er Marty Supreme, frumraun leikstjórans Josh Safdie eftir að Safdie-bræðurnir slitu samstarfi sínu og fóru að leikstýra hver í sínu lagi. Chalamet er líklegur til að hreppa Óskarinn fyrir leik sinn sem Marty Mauser. Marty Supreme er íþróttagamandrama sem segir frá upprennandi borðtenniskappanum Marty Mauser (Timothee Chalamet) sem ætlar sér stóra hluti og svífst einskis til að komast á toppinn. Auk Chalamet sem hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína eru Gwyneth Paltrow, Odessa A'Zion og hákarlinn Kevin O'Leary í aðalhlutverkum. Víðast hvar nema hérlendis fengu áhorfendur að njóta myndarinnar á jóladag í fyrra og gekk stór hluti markaðsherferðarinnar út á slagorðið „Marty Supreme Christmas Day,“ en hérlendis fáum við loks að sjá hana þegar hún verður frumsýnd í Sambíóunum og Smárabíói 22. janúar. Send Help Sam Raimi vakti fyrst athygli með Evil Dead-hryllingsmyndum sínum á níunda áratugnum og gerði síðan einn besta ofurhetjuþríleik sögunnar í byrjun aldarinnar með þremur myndum um Köngulóarmanninn. Síðan þá hefur hann verið í smá lægð, brenndi sig illa á galdrakallinum í Oz með Oz the Great and Powerful (2013) og gerði svo mislukkuðu Marvel-myndina Doctor Strange in the Multiverse of Madness (2022). Eyðieyjulífið er krefjandi. Nú virðist Raimi kominn aftur á kunnuglegar slóðir með sálfræðihryllingnum Send Help. Myndin segir frá skrifstofukonunni Lindu Liddle (Rachel McAdams) sem er niðurlægð af yfirmanninum Bradley (Dylan O'Brien). Hlutverkin snúast hins vegar við þegar þau lenda í flugslysi og enda saman á eyðieyju. Við tekur barátta upp á líf og dauða. Send Help er frumsýnd 29. janúar í Sambíóunum og Smárabíó Wuthering Heights Leikstjórinn Emerald Fennell vakti gríðarlega athygli árið 2020 fyrir frumraun sína, Promising Young Woman, með Carey Mulligan í aðalhluterki og fylgdi henni svo eftir með geysivinsælu svörtu gamanmyndinni Saltburn árið 2023. Fyrir þriðju mynd sína ákvað hún að taka fyrir hina Wuthering Heights eftir Emily Bronte. Jacob Elordi og Margot Robbie leika Heathcliffe og Catherine. Margot Robbie og Jacob Elordi fara með aðalhlutverkin í þessari sígildu sögu um eitrað og hatursfullt samband Catherine Earnshaw og Heathcliff. Stiklan vakti mikla athygli þegar hún birtist í fyrra og virðist Fennell ætla að taka afar kynferðislegan snúning á sögunni. Wuthering Heights er frumsýnd 12. febrúar í Sambíóunum. Röskun Þuríður Blær og Unnur Birna fara með hlutverk í myndinni. Hera (Þuríður Blær Jóhannsdóttir) verður fyrir grimmilegu kynferðisofbeldi og flytur í kjölfarið í nýja íbúð. Skömmu eftir flutningana finnur hún fyrir óþægilegri nærveru í íbúðinni og veit ekki hvort eigin ofsóknarbrjálæði leikur hana grátt eða hvort fyrrum eigandi íbúðarinnar, sem var myrtur þar, er að ásækja hana. Hjónin Bragi Þór Hinriksson og Helga Arnardóttir standa að baki Röskun, Bragi leikstýrir myndinni en Helga skrifar handritið upp úr samnefndri spennusögu eftir Írisi Ösp Ingjaldsdóttur. Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Unnur Birna Backman, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Arnar Dan Kristjánsson, Kolbeinn Arnbjörnsson fara með hlutverk í myndinni. Röskun er frumsýnd 19. febrúar í Sambíóunum. Pillion Colin (Harry Melling) er feiminn ungur maður sem býr heima hjá foreldrum sínum í suðaustur Lundúnum og eyðir frítíma sínum í söng í rakarastofukvartet. Einn daginn kynnist hann hávaxna, myndarlega mótorhjólakappanum Ray (Alexander Skarsgård) sem er á kafi í BDSM-senunni. Ray vill gera Colin undirskipaðan (e. submissive) sér og úr verður hressileg, hinsegin, rómantísk-BSDM-gamanmynd. Myndin vakti töluverð viðbrögð viðbrögð þegar hún var frumsýnd á Cannes síðasta vor og var verðlaunuð þar fyrir besta hadrit. Íslenskir áhorfendur geta skellt sér á hana þegar hún verður frumsýnd 19. febrúar í Bíó Paradís. Scream 7 Sjöunda myndin í lífsseigustu hryllingsseríu síðustu þrjátíu ára kemur í bíó í febrúar. Ýmis vandræði hafa plagað framleiðslu Scream 7, bæði Melissa Barrera og Jenna Ortega sem léku aðalhlutverkin í síðustu tveimur myndum drógu sig út úr seríunni semog leikstjórarnir Matt Bettinelli-Olpin og Tyler Gillett og um tíma virtist myndin vera alveg dauð. Sidney Prescott hefur mátt þola miklar raunir. Framleiðendurnir sneru þá vörn í sókn og fengu kanónuna Kevin Williamsson í leikstjórnarstólinn og allt gamla bandið, Neve Campbell, Courtney Cox og David Arquette, sömuleiðis auk nokkurra óvæntra nafna. Stærsti ótti Sidney Prescott (Campbell) rætist þegar nýr morðingi í dulargervi Ghostface birtist í bænum þar sem hún hefur byggt upp nýtt líf og gerir dóttur hennar að skotmarki sínu. Scream 7 verður frumsýnd í Sambíóunum þann 26. febrúar. The Bride! Á fjórða áratug tuttugustu aldarinnar ferðast einmana Dr. Frankenstein til Chicago til að leita aðstoðar Dr. Euphroniusar við að skapa sér maka. Þeir endurlífga myrta unga konu og brúðurin verður til. Tilraunin vindur upp úr sig, allt fer úr böndunum og úr verður eldfimt rómantískt samband skrímslisins og brúðurinnar sem dregur að sér athygli lögreglunnar og ýtir af stað róttækri þjóðfélagshreyfingu. Jessie Buckley sem hefur verið að gera það gott fer með hlutverk brúðarinnar og á móti henni leikur Christian Bale skrímslið fræga. Leikkonan Maggie Gyllenhaal fylgir eftir leikstjórnarfrumraun sinni, The Lost Daughter, með þessari rómantísku hrollvekju. The Bride! verður frumsýnd 5. mars í Sambíóunum og Smárabíói. Project Hail Mary Raungreinakennarinn Ryland Grace (Ryan Gosling) vaknar um borð í geimskipi ljósárum frá heimahögum sínum án þess að muna hver hann er eða hvernig hann komst þangað. Stórstjarnan Ryan Gosling íbygginn á svip. Þegar minningarnar skila sér smám saman, fer hann að átta sig á verkefni sínu: að leysa gátu um dularfullt efni sem veldur því að sólin er að deyja út. Hann verður að nýta vísindalega þekkingu sína og óhefðbundnar hugmyndir til að bjarga öllu lífi á jörðinni frá útrýmingu. Leikstjórnartvíeykið Phil Lord og Christopher Miller, sem hefur áður gert Cloudy With a Chance of Meatball (2009), 21 Jump Street (2012) og The Lego Movie (2014), snúa aftur eftir langa pásu með þessari dystópísku vísíndaskáldsögumynd sem byggir á samnefndri skáldsögu eftir Andy Weir. Project Hail Mary verður frumsýnd 19. mars. Super Mario Galaxy Hver elskar ekki rauðklædda píparann Maríó? Eftir frábært gengi The Super Mario Bros. Movie árið 2023 snýr tölvuleikjakarakterinn geðþekki aftur á skjáinn í mynd sem byggir á samnendri Wii-klassík. Líkt og í síðustu mynd fer Chris Pratt með aðalhlutverkið en auk hans fara Anya Taylor-Joy, Benny Safdie, Jack Black, Brie Larson, Charlie Day og Keegan-Michael Key með hlutverk í myndinni. The Devil Wears Prada 2 Djöfullinn klæðist Prada á ný í maí og Meryl Streep, Anne Hathaway, Emily Blunt og Stanley Tucci snúa aftur í framhaldinu á þessari vinsælu rómantísku gamanmynd frá 2006. Miranda Priestly (Streep) reynir að halda tímariti sínu á floti á sama tíma og hefðbundin tímaritaútgáfa hnignar. Hún tekst á við Emily Charlton (Blunt), fyrrverandi aðstoðarkonu sína, sem er nú háttsettur stjórnandi hjá lúxusvörufyrirtæki með auglýsingafé sem Priestly þarfnast sárlega. Inn í þetta blandast svo söguhetja síðustu myndar, Andi Sachs (Anne Hathaway). Auk leikara síðustu myndar bætast ný nöfn í blönduna: Lucy Liu, Justin Theroux, Kenneth Branagh, Sydney Sweeney, Lady Gaga og Donatella Versace. The Devil Wears Prada 2 verður frumsýnd hérlendis í Sambíóunum þann 30. apríl næstkomandi. The Mandalorian & Grogu Eftir að George Lucas seldi Lucasfilm frá sér til Disney hefur útgáfa mynda og sjónvarpsþátta úr Stjörnustríðsheiminum stóraukist en gæði efnisins líka verið misjafnt. Grogu litli alltaf jafn sætur. Þriðja og nýjasta trílógían endaði með vonbrigðum og gerði marga afhuga Stjörnustríði en þá náðu sjónvarpsþættirnir The Mandalorian að kveikja nýjan neista. Eftir þrjár seríur um hausaveiðarann Din Djarin (Pedro Pascal) og litlu grænu geimveruna Grogu þá er von á kvikmynd um þá félaga. Sæfæ-drottningin Sigourney Weaver leikur foringja uppreisnarmanna og Jeremy Allen White er Rotta, son Jabba jöfurs, í myndinni sem gerist rétt eftir fall keisaraveldisins. Mandalorian and Grogu verður frumsýnd hérlendis 21. maí. Masters of the Universe Eftir velgengni kvikmyndarinnar Barbie fyrir þremur árum fór leikfangarisinn Mattel á yfirsnúning við að undirbúa og skipuleggja næstu myndir sínar byggðar á leikföngum. Fyrstur í röðinni er þó kunnugleg fígúra, He-Man. He-Man! Stælti risinn He-Man hefur margsinnis birst á skjánum, mörgum sinnum í teiknimyndum frá níunda áratugnum og fram til dagsins í dag og í leiknu kvikmyndinni Masters of the Universe frá 1987 þar sem Dolph Lundgren lék kauða. Nú leikur hinn breski Nicholas Galitzin ofurmassaða prinsinn He-Man, Jared Leto leikur illmennið Skeletor, Alison Brie leikur hina illu Evil-Lyn, Idris Elba leikur aðstoðarmanninn Man-at-Arms, Morena Baccarin leikur galdranorn, Camila Mendes er Teela og svo eru bæði Hafþór Júlíus og Jóhannes Haukur í smærri hlutverkum. Masters of the Universe verður frumsýnd í sumar en nákvæm dagsetning liggur ekki fyrir. Disclosure Day Emily Blunt er í aðalhlutverki. Steven Spielberg hefur ekki verið alveg jafn afkastamikill og hann var fyrr á ferlinum og droppað nokkrum óvenjuslöppum myndum síðustu tvo áratugi. Síðustu tvær myndir hans, West Side Story (2021) og The Fabelmans (2022), fengu þó góðar viðtökur. Þegar tilkynnt var svo í fyrra að von væri á „ónefndri UFO-mynd“ frá leikstjóranum var eftirvæntingin skiljanlega mikil enda Spielberg verið hvað öflugastur þegar hann tæklar geimverur, samanber Close Encounters of the Third Kind (1977), E.T. (1982) og War of the Worlds (2005). Þessi ónefnda mynd fékk síðan nafnið Disclosure Day og virðist hún fjalla um fyrstu samskipti mannkyns við geimverur. Í stiklu fyrir myndina má sjá Emily Blunt í hlutverki veðurfréttakonu tala í tungum og dularfull dýr. Fyrir utan Blunt leika Josh O’Connor, Colin Firth og Colman Domingo. Spennandi stöff. Toy Story 5 Viddi, Bósi og Dísa þurfa að eiga við spjaldtölvu í fimmtu myndinni. Þegar þriðja myndin um lifandi leikföngin kom út 2010 virtist þar um frábær sögulok hjá Vidda, Bósa og félögum. Níu árum síðar kom svo fjórða myndin og hélt maður þá að sögunni væri endanlega lokið Svo er ekki því nú, sjö árum síðar, er von á fimmtu myndinni og þurfa leikföngin þar að eiga við erfiðasta óvin sinn til þessa, spjaldtölvuna. Toy Story 5 verður frumsýnd í Sambíóunum og Smárabíói þann 17. júní næstkomandi. Supergirl Eftir að Jams Gunn tók við stjórn kvikmyndaheims DC byrjaði hann á stærstu ofurhetju teiknimyndanna, Ofurmenninu, sem kom út síðasta sumar við fínustu viðtökur bæði áhorfenda og gagnrýnenda. Næsta myndin í kvikmyndaheimi DC fjallar um systur Ofurmennisins, ofurstúlkuna Köru Zor-El sem ólíkt góðhjörtuðum bróður sínum sínum er breyskur djammari. Hér segir frá upprunasögu hennar eftir að heimapláneta hennar Krypton er eyðilögð og hvernig hún endaði á Jörðinni. Leikstjórinn Craig Gillespie, sem er þekktastur fyrir Cruellu (2021) og I, Tonya (2017), leikstýrir myndinni en í aðalhlutverkum eru Milly Alcock og Jason Momoa. Ofurstúlkan verður frumsýnd 25. júní í Sambíóunum og Smáarabíói. The Odyssey Eftir að hafa tekið heiminn með trompi fyrir þremur árum með Oppenheimer sótti leikstjórinn Christopher Nolan í kanónu heimsbókmenntanna, Ódysseifskviðu eftir Hómer. Fáum myndum er beðið eftir með jafnmikilli eftirvæntingu og þessari epík um heimför Ódysseifs eftir Trójustríðið sem var meðal annars tekin upp á Íslandi. Hollywood-stjarnan Matt Damon leikur Ódysseif en auk hans er valinn maður í hverju rúmi leikhópsins: Tom Holland, Anne Hathaway, Robert Pattinson, Lupita Nyong'o, Zendaya, Charlize Theron, Jon Bernthal, Mia Goth, Benny Safdie og Elliot Page. The Odyssey verður frumsýnd 16. júlí í Sambíóunum og Smárabíói. Spider-Man: Brand New Day Fjórða myndin um Köngulóarmanninn með Tom Holland í aðalhlutverki verður stjörnum prýdd og segir sagan að Hulk, Punisher og Scorpion muni allir koma við sögu. Spider-Man: Brand New Day heldur áfram sögu Peter Parker þar sem frá var horfið í No Way Home (2021) þar sem kappinn krukkaði of mikið í göldrum Herra undarlegs. Leikstjóri myndarinnar verður Destin Daniel Cretton, sem hefur áður leikstýrt Marvel-myndinni Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings (2021). Zendaya og Jacob Batalon aftur sem vinir Parker en þar að auki munu Mark Ruffalo, Michael Mando, Jon Bernthal , Sadie Sink og Liza Colón-Zayas leika í myndinni. Söguþráður myndarinnar liggur ekki enn fyrir en greinilega er von á miklum hasar. Spider-Man: Brand New Day verður frumsýnd 30. júlí í Smarabíói og Sambíóunum. Clayface Clayface hefur verið lýst sem líkamshrollvekju. Ofurstúlkan verður ekki eina myndin frá DC í ár því illmennið Clayface (Leirfés?) sem Leðurblökumaðurinn hefur glímt við í gegnum tíðina. Um er að ræða líkamshrollvekju um upprenanndi leikarann Matt Hagen sem afmyndast eftir árás mafíósa. Til að bjarga ferlinum og andlitinu (í bókstaflegri merkingu) leitar hann til vísindamanns sem býður honum töfralausn sem hefur óvæntar afleiðingar. Hrollvekjumeistarinn Mike Flanagan skrifar hansritið og leikstýrir James Watkins, sem leikstýrði síðast hrollvekjunni Speak No Evil (2024), myndinni sem skartar velska leikaranum Tom Rhys Harries, Naomi Ackie og Eddie Marsan í aðalhlutverkum. Clayface er frumsýnd í september erlendis en ekki er enn kominn tímasetning hér á landi. Resident Evil Leikstjórinn Zach Cregger er eitt heitasta nafnið í Hollywood eftir að hafa gert hrollvekjurnar Barbarian (2022) og Weapons (2025) sem var ein vinsælasta mynd síðasta árs. Hann heldur sig við hryllinginn og mun næst tækla geysivinsæla hryllingstölvuleikinn Resident Evil. Myndin virðist ótengd sex mynda seríu hjónanna Pauls W.S. Anderson og Millu Jovovich frá 2002 til 2016 og endurræsingu seríunnar frá 2021. Leikarinn Austin Abrams, sem lék eftirminnilega í Weapons, verður þar í aðalhlutverki sendiboða sem þarf að þræða sig gegnum landslag stökkbreyttra skrímsla og annarra furðuvera. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær Resident Evil kemur í bíóhús en hennar er að vænta í september vestanhafs. Digger Digger er dularfull svört kómedía. Eftir að hafa bundið enda á eina stærstu hasarmyndaseríu síðustu þriggja áratuga, Mission: Impossible, síðasta sumar þá er von á dularfullri svartri hamfarakómedíu frá konungi bíómyndanna, Tom Cruise. Mexíkóski leikstjórinn Alejandro González Iñárritu, sem hefur áður gert Birdman (2014) og The Revenant (2016), leikstýrir Digger sem dregur titil sinn af nafni söguhetjunnar Digger Rockwell sem er einn valdamesti maður heims og þarf að koma í veg fyrir einhvers konar heimsendahamfarir. Fyrir utan Cruise fara Jesse Plemons, Sandra Huller, Riz Ahmed, John Goodman, Emma D’Arcy og Michael Stuhlbarg með hlutverk í myndinni. The Social Reckoning Facebook-myndin The Social Network í leikstjórn David Fincher tók heiminn með trompi 2010 og sagði frá upphafi samfélagsmiðilsins og hvernig Mark Zuckerberg kom sér á toppinn. Aaron Sorkin sem skrifaði fyrri myndina hefur nú skrifað óbeint framhald við fyrri myndina og mun sjálfur sjá um leikstjórn. Myndin fjallar um stóra Facebook-lekann árið 2021 þar sem uppljóstrarinn Frances Haugen, starfsmaður Facebook, lak skjölum sem sýndu fram á að stjórnendur Facebook hefðu virt að vettugi ábendingar um skaðsemi forritsins. Óskarsverðlaunahafinn Mikey Madison leikur Haugen, Succession-stjarnan Jeremy leikur Mark Zuckerberg og Jeremy Allen White mun leika Jeff Horwitz, blaðamann Wall Street Journal, sem fjallaði fyrstur um málið. Von er á The Social Reckoning í september. Remain Leikstjórinn M. Night Shyamalan er alltaf vís til að senda frá sér áhugaverðar ræmur sem oftar en ekki innihalda óvænta fléttu. Nú hefur hann unnið með metsöluhöfundinum Nicolas Sparks að ofurnáttúrulegum fantaíu-rómans. Remain fjallar um arkitektinn Tate Donovan, leikinnn af Jake Gyllenhaal, sem glímir við þunglyndi eftir að hafa misst nákominn ættingja. Hann heldur til Cape Cod til að hann sumarhús fyrir vin sinn og kynnist þar ungu konunni Wren, leikin af Bridgerton-stjörnunni Phoebe Dynevor, sem snýr heimi hans á hvolf. Remain er vætanleg í október. The Hunger Games: Sunrise on the Reaping Joseph Zada og McKenna Grace fara með aðalhlutverkin. Sjötta Hungurleikamyndin The Hunger Games: Sunrise on the Reaping, byggir á samnefndri bók Suzanne Collins, gerist að morgni fimmtugustu Hungurleikanna, 24 árum fyrir atburði fyrstu myndarinnar. Myndin er beint framhald The Hunger Games: The Ballad of Songbirds & Snakes sem kom út 2023 með Rachel Zegler, Tom Blyth og Hunter Schafer í aðalhlutverkum og fjallaði um æskuár Snow forseta. Sjá einnig: Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Francis Lawrence leikstýrir myndinni líkt og síðustu fjórum Hungurleikamyndum (öllum nema þeirri fyrstu) en leikhópurinn er stjörnum prýddur. Þar má nefna Ralph Fiennes í hlutverki Snow forseta, Jesse Plemons sem Plutarch Heavensbee, Kieran Culkin sem Caesar Flickerman, Elle Fanning sem Effie Trinket og Joseph Zada sem ungan Abernathy. Nýlega var greint frá því að Jennifer Lawrence og Josh Hutcherson muni snúa aftur sem Katniss Everdeen og Peeta Mellark. Líklegt er að þeim muni bregða fyrir í einhvers konar framspóli, jafnvel í stakri senu í lokin. Narnia: The Magician’s Nephew Eftir velgengni Ladybird (2017) og Little Women (2019) fékk leikstjórinn Greta Gerwig tækifærið til að gera stúdíómynd með Barbie (2023). Sú mynd sprengdi algjörlega skalann og festi Gerwig í sessi sem stóran stúdíóleikstjóra. Hún nýtti meðbyrinn í kjölfar Barbie til að takast á við fantasíuna The Magician's Nephew, sjöttu bókina í sögu C.S. Lewis um Narníu, sem gerist áður en Pevensie-börnin fara í gegnum fataskápinn og kynnast ljóninu Aslan, fáninum Tumnusi og hvítu norninu. Sagan fjallar um tvö ensk börn sem ferðast gegnum víddir inn í undraheim Narníu og lenda þar í ýmsum vandræðum. Leikhópurinn er ekki af verri endanum og samanstendur af Carey Mulligan, Daniel Craig og Emmu Mackey. Myndin er framleidd af Netflix og verður því sýnd á þeirri veitu en mun þó fyrst fá stutt sýningartímabil í bíó í nóvemberlok. Avengers: Doomsday Robert Downey Jr. snýr aftur en ekki sem Járnmaðurinn heldur Dr. Doom.Getty Segja má að stærstu myndir ársins séu geymdar til ársloka. Ein þeirra, hugsanlega sú stærsta (allavega hvað kostnað og fjölda stórra nafna), er Avengers: Doomsday. Sjötti fasi Marvel-kvikmyndaheimsins fór hálfpartinn í skrúfuna vegna dræmrar aðsóknar og ýmissa annarra uppákoma (Johnathan Majors sem átti að leika aðal-illmennið Kang var rekinn vegna heimilisofbeldið). Stjórnendurnir ákváðu því að snúa vörn í sókn og svara með umfangsmestu Marvel-myndinni til þessa. Sjá: Viðurkennir í hljóðupptöku að hafa tekið kærustuna kverkataki Myndin fjallar um það hvernig gömlu og nýju hefnendurnir, Wakanda-búar, hin fjögur fræknu og X-mennirnir þurfa að takast á við illar áætlanir Dr. Doom, sem er leikinn af Robert Downey Jr. Avengers: Doomsday verður frumsýnd 17. desember í Smárabíói og Sambíóunum. Dune: Part 3 Paul Atreides og móðir hans Jessica virða fyrir sér endalausa eyðimörkina á Arrakis, harðbýlli reikistjörnu sem geymir dularfullt efni sem gerir geimferðir mögulegar í Dune-heiminum.Warner Bros. Pictures/Legendary Pictures Önnur stórmynd sem kemur í lok árs er þriðja og síðasta myndin í Dune-trílógíu Denis Villeneuve sem byggir á vísindaskáldsögum Franks Herbert. Fyrstu myndirnar tvær tækluðu fyrstu bók Herberts en þriðja myndin byggir á annarri bókinni, Dune Messiah, sem segir frá því áframhaldandi trúarlegu jíhadi Páls Atreides (Timothee Chalamet) og hvernig hann lætur völd sín sem keisari hlaupa með sig í gönur. Auk Chalamet snúa aftur á skjáinn þau Zendaya, Josh Brolin, Rebecca Ferguson, Florence Pugh, Jason Momoa og Anya Taylor-Joy og svo bætist Robert Pattinson í hópinn. Dune: Part Three verður frumsýnd í desemberlok og munu margir flykkjast á hana. Werwulf Eftir að hafa glímt við nornir og vampírur tekst leikstjórinn Robert Eggers á við varúlfa í jólamyndinni Werwulf. Lítið er vitað um sögu myndarinnar nema hvað hún gerist á Englandi á 13. öld og fjallar um varúlf sem hrellir lítinn smábæ. Þá hefur Eggers aftur fengið íslenska rithöfundinn Sjón til að hjálpa sér við skrifin. Leikhópur myndarinnar samanstendur af nokkrum góðkunningjum Eggers: Aaron Taylor-Johnson, Lily-Rose Depp, Willem Dafoe og Ralph Ineson. Werwulf verður frumsýnd á jóladag vestanhafs. The Adventures of Cliff Booth Quentin Tarantino ákvað að skrifa framhald að hinni geysivinsælu Once Upon a Time in Hollywood (2019) sem hverfist um áhættuleikaranna Cliff Booth sem Brad Pitt lék eftirminnilega. Aftur á móti er Tarantino svo fastur í því að hans tíunda mynd sé frumleg og einstök að hann vildi ekki leikstýra henni sjálfur. Þá var nú gott að hinn öflugi David Fincher gat stokkið til og sest í leikstjórnarstólinn. Myndin er sögð vera gamandrama, gerist víst á áttunda áratugnum og hverfist í kringum ævintýri áhættuleikarans Cliff Booth. Lítið annað er vitað um myndina nema að hún er dýrasta mynd bæði Fincher og Tarantino til þessa. Auk Pitt fara Scott Caan, Elizabeth Debicki, Yahya Abdul-Mateen II og Carla Gugino með hlutverk í myndinni. Bíó og sjónvarp Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Vísir hefur tekið saman lista yfir 34 kvikmyndir sem koma út á árinu og er beðið eftir með eftirvæntingu. Ofurhetjumyndir, leiknar endurgerðir af teiknimyndum, hrollvekjur og íþróttamyndir eru áberandi en þar fyrir utan er von á alls konar góðgæti. 16. janúar 2025 07:02 Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2024 Vísir hefur tekið saman lista yfir 25 kvikmyndir sem koma út á árinu og er beðið eftir með mikilli eftirvæntingu. Árið í ár er sannarlega ár framhaldsmynda en inn á milli eru líka góðir frumlegir molar. 26. janúar 2024 06:01 Mest lesið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Listinn er nokkurn veginn í útgáfuröð en þó er ekki ljóst hvort allar myndirnar komi í bíóhús hérlendis. Einhverjar myndir á listanum eru sömuleiðis ekki komnar með útgáfudag. Ekki er hægt að fjalla um allar myndir sem eru á leiðinni, margar spennandi komust ekki á blað: I Love Boosters eftir Boots Riley, The Drama með Robert Pattinson og Zendayu, The Mummy, Mortal Kombat II, sæfæ-myndin Flowervale Street, dystópíuhasarinn The Dog Stars eftir Ridley Scott og Sense and Sensibility. 28 Years Later: The Bone Temple Aðdáendur uppvakningamyndanna 28 Days Later (2002) og 28 Weeks Later (2007) þurftu að bíða í átján ár eftir framhaldinu 28 Years Later sem kom út í fyrra í leikstjórn Danny Boyle og með Aaron Taylor-Johnson, Ralph Fiennes, Jodie Comer og Alfie Williams í aðalhlutverkum. Saville-gengið birtist undir lok 28 Years Later en er í stóru hlutverki í nýju myndinni. Boyle tókst þar að blanda saman uppvaxtarsögu við spennu, hrylling og kómedíu um leið og hann sagði ferska sögu um samfélag sem hefur einangrast, mennskuna í uppvakningum og dýrið í manninum. „Blóðug, spennandi og falleg,“ sagði gagnrýnandi Vísis um myndina í fjögurra stjörnu dóminum „Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass“. Sjö mánuðum síðar var framhaldið 28 Years Later: The Bone Temple frumsýnt í gær, 15. janúar. Bandaríski leikstjórinn Nia DaCosta, sem hefur áður leikstýrt myndunum Heddu, The Marvels og Candyman, heldur áfram sögunni þar sem frá var horfið með beinalækninum, Jimmy Saville-genginu og hinum unga Spike. Hamnet Hamnet byggir á samnefndri skáldsögu Maggie O'Farell um þjóðskáld Breta, William Shakespeare (Paul Mescal) og eiginkonu hans, Agnesi Hathaway (Jessie Buckley), sem missa ellefu ára son sinn, Hamnet, í drukknun. Hjónin þurfa í kjölfarið að læra að lifa með sárum missinum. Jessie Buckley leikur syrgjandi móðurina Agnesi í Hamnet. Chloe Zhao, sem hlaut mikið lof og Óskarsverðlaun fyrir myndina Nomadland árið 2020, leikstýrir þessu sögulega drama. Jessie Buckley fer með stórleik í myndinni, hefur unnið hver verðlaunin á fætur öðrum og er ofarlega á blaði til að hljóta Óskarsverðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki. Hamnet er frumsýnd í Sambíóunum og Smárabíói 22. janúar. Marty Supreme Önnur mynd sem hefur hlotið fjölda verðlauna og mikið umtal er Marty Supreme, frumraun leikstjórans Josh Safdie eftir að Safdie-bræðurnir slitu samstarfi sínu og fóru að leikstýra hver í sínu lagi. Chalamet er líklegur til að hreppa Óskarinn fyrir leik sinn sem Marty Mauser. Marty Supreme er íþróttagamandrama sem segir frá upprennandi borðtenniskappanum Marty Mauser (Timothee Chalamet) sem ætlar sér stóra hluti og svífst einskis til að komast á toppinn. Auk Chalamet sem hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína eru Gwyneth Paltrow, Odessa A'Zion og hákarlinn Kevin O'Leary í aðalhlutverkum. Víðast hvar nema hérlendis fengu áhorfendur að njóta myndarinnar á jóladag í fyrra og gekk stór hluti markaðsherferðarinnar út á slagorðið „Marty Supreme Christmas Day,“ en hérlendis fáum við loks að sjá hana þegar hún verður frumsýnd í Sambíóunum og Smárabíói 22. janúar. Send Help Sam Raimi vakti fyrst athygli með Evil Dead-hryllingsmyndum sínum á níunda áratugnum og gerði síðan einn besta ofurhetjuþríleik sögunnar í byrjun aldarinnar með þremur myndum um Köngulóarmanninn. Síðan þá hefur hann verið í smá lægð, brenndi sig illa á galdrakallinum í Oz með Oz the Great and Powerful (2013) og gerði svo mislukkuðu Marvel-myndina Doctor Strange in the Multiverse of Madness (2022). Eyðieyjulífið er krefjandi. Nú virðist Raimi kominn aftur á kunnuglegar slóðir með sálfræðihryllingnum Send Help. Myndin segir frá skrifstofukonunni Lindu Liddle (Rachel McAdams) sem er niðurlægð af yfirmanninum Bradley (Dylan O'Brien). Hlutverkin snúast hins vegar við þegar þau lenda í flugslysi og enda saman á eyðieyju. Við tekur barátta upp á líf og dauða. Send Help er frumsýnd 29. janúar í Sambíóunum og Smárabíó Wuthering Heights Leikstjórinn Emerald Fennell vakti gríðarlega athygli árið 2020 fyrir frumraun sína, Promising Young Woman, með Carey Mulligan í aðalhluterki og fylgdi henni svo eftir með geysivinsælu svörtu gamanmyndinni Saltburn árið 2023. Fyrir þriðju mynd sína ákvað hún að taka fyrir hina Wuthering Heights eftir Emily Bronte. Jacob Elordi og Margot Robbie leika Heathcliffe og Catherine. Margot Robbie og Jacob Elordi fara með aðalhlutverkin í þessari sígildu sögu um eitrað og hatursfullt samband Catherine Earnshaw og Heathcliff. Stiklan vakti mikla athygli þegar hún birtist í fyrra og virðist Fennell ætla að taka afar kynferðislegan snúning á sögunni. Wuthering Heights er frumsýnd 12. febrúar í Sambíóunum. Röskun Þuríður Blær og Unnur Birna fara með hlutverk í myndinni. Hera (Þuríður Blær Jóhannsdóttir) verður fyrir grimmilegu kynferðisofbeldi og flytur í kjölfarið í nýja íbúð. Skömmu eftir flutningana finnur hún fyrir óþægilegri nærveru í íbúðinni og veit ekki hvort eigin ofsóknarbrjálæði leikur hana grátt eða hvort fyrrum eigandi íbúðarinnar, sem var myrtur þar, er að ásækja hana. Hjónin Bragi Þór Hinriksson og Helga Arnardóttir standa að baki Röskun, Bragi leikstýrir myndinni en Helga skrifar handritið upp úr samnefndri spennusögu eftir Írisi Ösp Ingjaldsdóttur. Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Unnur Birna Backman, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Arnar Dan Kristjánsson, Kolbeinn Arnbjörnsson fara með hlutverk í myndinni. Röskun er frumsýnd 19. febrúar í Sambíóunum. Pillion Colin (Harry Melling) er feiminn ungur maður sem býr heima hjá foreldrum sínum í suðaustur Lundúnum og eyðir frítíma sínum í söng í rakarastofukvartet. Einn daginn kynnist hann hávaxna, myndarlega mótorhjólakappanum Ray (Alexander Skarsgård) sem er á kafi í BDSM-senunni. Ray vill gera Colin undirskipaðan (e. submissive) sér og úr verður hressileg, hinsegin, rómantísk-BSDM-gamanmynd. Myndin vakti töluverð viðbrögð viðbrögð þegar hún var frumsýnd á Cannes síðasta vor og var verðlaunuð þar fyrir besta hadrit. Íslenskir áhorfendur geta skellt sér á hana þegar hún verður frumsýnd 19. febrúar í Bíó Paradís. Scream 7 Sjöunda myndin í lífsseigustu hryllingsseríu síðustu þrjátíu ára kemur í bíó í febrúar. Ýmis vandræði hafa plagað framleiðslu Scream 7, bæði Melissa Barrera og Jenna Ortega sem léku aðalhlutverkin í síðustu tveimur myndum drógu sig út úr seríunni semog leikstjórarnir Matt Bettinelli-Olpin og Tyler Gillett og um tíma virtist myndin vera alveg dauð. Sidney Prescott hefur mátt þola miklar raunir. Framleiðendurnir sneru þá vörn í sókn og fengu kanónuna Kevin Williamsson í leikstjórnarstólinn og allt gamla bandið, Neve Campbell, Courtney Cox og David Arquette, sömuleiðis auk nokkurra óvæntra nafna. Stærsti ótti Sidney Prescott (Campbell) rætist þegar nýr morðingi í dulargervi Ghostface birtist í bænum þar sem hún hefur byggt upp nýtt líf og gerir dóttur hennar að skotmarki sínu. Scream 7 verður frumsýnd í Sambíóunum þann 26. febrúar. The Bride! Á fjórða áratug tuttugustu aldarinnar ferðast einmana Dr. Frankenstein til Chicago til að leita aðstoðar Dr. Euphroniusar við að skapa sér maka. Þeir endurlífga myrta unga konu og brúðurin verður til. Tilraunin vindur upp úr sig, allt fer úr böndunum og úr verður eldfimt rómantískt samband skrímslisins og brúðurinnar sem dregur að sér athygli lögreglunnar og ýtir af stað róttækri þjóðfélagshreyfingu. Jessie Buckley sem hefur verið að gera það gott fer með hlutverk brúðarinnar og á móti henni leikur Christian Bale skrímslið fræga. Leikkonan Maggie Gyllenhaal fylgir eftir leikstjórnarfrumraun sinni, The Lost Daughter, með þessari rómantísku hrollvekju. The Bride! verður frumsýnd 5. mars í Sambíóunum og Smárabíói. Project Hail Mary Raungreinakennarinn Ryland Grace (Ryan Gosling) vaknar um borð í geimskipi ljósárum frá heimahögum sínum án þess að muna hver hann er eða hvernig hann komst þangað. Stórstjarnan Ryan Gosling íbygginn á svip. Þegar minningarnar skila sér smám saman, fer hann að átta sig á verkefni sínu: að leysa gátu um dularfullt efni sem veldur því að sólin er að deyja út. Hann verður að nýta vísindalega þekkingu sína og óhefðbundnar hugmyndir til að bjarga öllu lífi á jörðinni frá útrýmingu. Leikstjórnartvíeykið Phil Lord og Christopher Miller, sem hefur áður gert Cloudy With a Chance of Meatball (2009), 21 Jump Street (2012) og The Lego Movie (2014), snúa aftur eftir langa pásu með þessari dystópísku vísíndaskáldsögumynd sem byggir á samnefndri skáldsögu eftir Andy Weir. Project Hail Mary verður frumsýnd 19. mars. Super Mario Galaxy Hver elskar ekki rauðklædda píparann Maríó? Eftir frábært gengi The Super Mario Bros. Movie árið 2023 snýr tölvuleikjakarakterinn geðþekki aftur á skjáinn í mynd sem byggir á samnendri Wii-klassík. Líkt og í síðustu mynd fer Chris Pratt með aðalhlutverkið en auk hans fara Anya Taylor-Joy, Benny Safdie, Jack Black, Brie Larson, Charlie Day og Keegan-Michael Key með hlutverk í myndinni. The Devil Wears Prada 2 Djöfullinn klæðist Prada á ný í maí og Meryl Streep, Anne Hathaway, Emily Blunt og Stanley Tucci snúa aftur í framhaldinu á þessari vinsælu rómantísku gamanmynd frá 2006. Miranda Priestly (Streep) reynir að halda tímariti sínu á floti á sama tíma og hefðbundin tímaritaútgáfa hnignar. Hún tekst á við Emily Charlton (Blunt), fyrrverandi aðstoðarkonu sína, sem er nú háttsettur stjórnandi hjá lúxusvörufyrirtæki með auglýsingafé sem Priestly þarfnast sárlega. Inn í þetta blandast svo söguhetja síðustu myndar, Andi Sachs (Anne Hathaway). Auk leikara síðustu myndar bætast ný nöfn í blönduna: Lucy Liu, Justin Theroux, Kenneth Branagh, Sydney Sweeney, Lady Gaga og Donatella Versace. The Devil Wears Prada 2 verður frumsýnd hérlendis í Sambíóunum þann 30. apríl næstkomandi. The Mandalorian & Grogu Eftir að George Lucas seldi Lucasfilm frá sér til Disney hefur útgáfa mynda og sjónvarpsþátta úr Stjörnustríðsheiminum stóraukist en gæði efnisins líka verið misjafnt. Grogu litli alltaf jafn sætur. Þriðja og nýjasta trílógían endaði með vonbrigðum og gerði marga afhuga Stjörnustríði en þá náðu sjónvarpsþættirnir The Mandalorian að kveikja nýjan neista. Eftir þrjár seríur um hausaveiðarann Din Djarin (Pedro Pascal) og litlu grænu geimveruna Grogu þá er von á kvikmynd um þá félaga. Sæfæ-drottningin Sigourney Weaver leikur foringja uppreisnarmanna og Jeremy Allen White er Rotta, son Jabba jöfurs, í myndinni sem gerist rétt eftir fall keisaraveldisins. Mandalorian and Grogu verður frumsýnd hérlendis 21. maí. Masters of the Universe Eftir velgengni kvikmyndarinnar Barbie fyrir þremur árum fór leikfangarisinn Mattel á yfirsnúning við að undirbúa og skipuleggja næstu myndir sínar byggðar á leikföngum. Fyrstur í röðinni er þó kunnugleg fígúra, He-Man. He-Man! Stælti risinn He-Man hefur margsinnis birst á skjánum, mörgum sinnum í teiknimyndum frá níunda áratugnum og fram til dagsins í dag og í leiknu kvikmyndinni Masters of the Universe frá 1987 þar sem Dolph Lundgren lék kauða. Nú leikur hinn breski Nicholas Galitzin ofurmassaða prinsinn He-Man, Jared Leto leikur illmennið Skeletor, Alison Brie leikur hina illu Evil-Lyn, Idris Elba leikur aðstoðarmanninn Man-at-Arms, Morena Baccarin leikur galdranorn, Camila Mendes er Teela og svo eru bæði Hafþór Júlíus og Jóhannes Haukur í smærri hlutverkum. Masters of the Universe verður frumsýnd í sumar en nákvæm dagsetning liggur ekki fyrir. Disclosure Day Emily Blunt er í aðalhlutverki. Steven Spielberg hefur ekki verið alveg jafn afkastamikill og hann var fyrr á ferlinum og droppað nokkrum óvenjuslöppum myndum síðustu tvo áratugi. Síðustu tvær myndir hans, West Side Story (2021) og The Fabelmans (2022), fengu þó góðar viðtökur. Þegar tilkynnt var svo í fyrra að von væri á „ónefndri UFO-mynd“ frá leikstjóranum var eftirvæntingin skiljanlega mikil enda Spielberg verið hvað öflugastur þegar hann tæklar geimverur, samanber Close Encounters of the Third Kind (1977), E.T. (1982) og War of the Worlds (2005). Þessi ónefnda mynd fékk síðan nafnið Disclosure Day og virðist hún fjalla um fyrstu samskipti mannkyns við geimverur. Í stiklu fyrir myndina má sjá Emily Blunt í hlutverki veðurfréttakonu tala í tungum og dularfull dýr. Fyrir utan Blunt leika Josh O’Connor, Colin Firth og Colman Domingo. Spennandi stöff. Toy Story 5 Viddi, Bósi og Dísa þurfa að eiga við spjaldtölvu í fimmtu myndinni. Þegar þriðja myndin um lifandi leikföngin kom út 2010 virtist þar um frábær sögulok hjá Vidda, Bósa og félögum. Níu árum síðar kom svo fjórða myndin og hélt maður þá að sögunni væri endanlega lokið Svo er ekki því nú, sjö árum síðar, er von á fimmtu myndinni og þurfa leikföngin þar að eiga við erfiðasta óvin sinn til þessa, spjaldtölvuna. Toy Story 5 verður frumsýnd í Sambíóunum og Smárabíói þann 17. júní næstkomandi. Supergirl Eftir að Jams Gunn tók við stjórn kvikmyndaheims DC byrjaði hann á stærstu ofurhetju teiknimyndanna, Ofurmenninu, sem kom út síðasta sumar við fínustu viðtökur bæði áhorfenda og gagnrýnenda. Næsta myndin í kvikmyndaheimi DC fjallar um systur Ofurmennisins, ofurstúlkuna Köru Zor-El sem ólíkt góðhjörtuðum bróður sínum sínum er breyskur djammari. Hér segir frá upprunasögu hennar eftir að heimapláneta hennar Krypton er eyðilögð og hvernig hún endaði á Jörðinni. Leikstjórinn Craig Gillespie, sem er þekktastur fyrir Cruellu (2021) og I, Tonya (2017), leikstýrir myndinni en í aðalhlutverkum eru Milly Alcock og Jason Momoa. Ofurstúlkan verður frumsýnd 25. júní í Sambíóunum og Smáarabíói. The Odyssey Eftir að hafa tekið heiminn með trompi fyrir þremur árum með Oppenheimer sótti leikstjórinn Christopher Nolan í kanónu heimsbókmenntanna, Ódysseifskviðu eftir Hómer. Fáum myndum er beðið eftir með jafnmikilli eftirvæntingu og þessari epík um heimför Ódysseifs eftir Trójustríðið sem var meðal annars tekin upp á Íslandi. Hollywood-stjarnan Matt Damon leikur Ódysseif en auk hans er valinn maður í hverju rúmi leikhópsins: Tom Holland, Anne Hathaway, Robert Pattinson, Lupita Nyong'o, Zendaya, Charlize Theron, Jon Bernthal, Mia Goth, Benny Safdie og Elliot Page. The Odyssey verður frumsýnd 16. júlí í Sambíóunum og Smárabíói. Spider-Man: Brand New Day Fjórða myndin um Köngulóarmanninn með Tom Holland í aðalhlutverki verður stjörnum prýdd og segir sagan að Hulk, Punisher og Scorpion muni allir koma við sögu. Spider-Man: Brand New Day heldur áfram sögu Peter Parker þar sem frá var horfið í No Way Home (2021) þar sem kappinn krukkaði of mikið í göldrum Herra undarlegs. Leikstjóri myndarinnar verður Destin Daniel Cretton, sem hefur áður leikstýrt Marvel-myndinni Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings (2021). Zendaya og Jacob Batalon aftur sem vinir Parker en þar að auki munu Mark Ruffalo, Michael Mando, Jon Bernthal , Sadie Sink og Liza Colón-Zayas leika í myndinni. Söguþráður myndarinnar liggur ekki enn fyrir en greinilega er von á miklum hasar. Spider-Man: Brand New Day verður frumsýnd 30. júlí í Smarabíói og Sambíóunum. Clayface Clayface hefur verið lýst sem líkamshrollvekju. Ofurstúlkan verður ekki eina myndin frá DC í ár því illmennið Clayface (Leirfés?) sem Leðurblökumaðurinn hefur glímt við í gegnum tíðina. Um er að ræða líkamshrollvekju um upprenanndi leikarann Matt Hagen sem afmyndast eftir árás mafíósa. Til að bjarga ferlinum og andlitinu (í bókstaflegri merkingu) leitar hann til vísindamanns sem býður honum töfralausn sem hefur óvæntar afleiðingar. Hrollvekjumeistarinn Mike Flanagan skrifar hansritið og leikstýrir James Watkins, sem leikstýrði síðast hrollvekjunni Speak No Evil (2024), myndinni sem skartar velska leikaranum Tom Rhys Harries, Naomi Ackie og Eddie Marsan í aðalhlutverkum. Clayface er frumsýnd í september erlendis en ekki er enn kominn tímasetning hér á landi. Resident Evil Leikstjórinn Zach Cregger er eitt heitasta nafnið í Hollywood eftir að hafa gert hrollvekjurnar Barbarian (2022) og Weapons (2025) sem var ein vinsælasta mynd síðasta árs. Hann heldur sig við hryllinginn og mun næst tækla geysivinsæla hryllingstölvuleikinn Resident Evil. Myndin virðist ótengd sex mynda seríu hjónanna Pauls W.S. Anderson og Millu Jovovich frá 2002 til 2016 og endurræsingu seríunnar frá 2021. Leikarinn Austin Abrams, sem lék eftirminnilega í Weapons, verður þar í aðalhlutverki sendiboða sem þarf að þræða sig gegnum landslag stökkbreyttra skrímsla og annarra furðuvera. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær Resident Evil kemur í bíóhús en hennar er að vænta í september vestanhafs. Digger Digger er dularfull svört kómedía. Eftir að hafa bundið enda á eina stærstu hasarmyndaseríu síðustu þriggja áratuga, Mission: Impossible, síðasta sumar þá er von á dularfullri svartri hamfarakómedíu frá konungi bíómyndanna, Tom Cruise. Mexíkóski leikstjórinn Alejandro González Iñárritu, sem hefur áður gert Birdman (2014) og The Revenant (2016), leikstýrir Digger sem dregur titil sinn af nafni söguhetjunnar Digger Rockwell sem er einn valdamesti maður heims og þarf að koma í veg fyrir einhvers konar heimsendahamfarir. Fyrir utan Cruise fara Jesse Plemons, Sandra Huller, Riz Ahmed, John Goodman, Emma D’Arcy og Michael Stuhlbarg með hlutverk í myndinni. The Social Reckoning Facebook-myndin The Social Network í leikstjórn David Fincher tók heiminn með trompi 2010 og sagði frá upphafi samfélagsmiðilsins og hvernig Mark Zuckerberg kom sér á toppinn. Aaron Sorkin sem skrifaði fyrri myndina hefur nú skrifað óbeint framhald við fyrri myndina og mun sjálfur sjá um leikstjórn. Myndin fjallar um stóra Facebook-lekann árið 2021 þar sem uppljóstrarinn Frances Haugen, starfsmaður Facebook, lak skjölum sem sýndu fram á að stjórnendur Facebook hefðu virt að vettugi ábendingar um skaðsemi forritsins. Óskarsverðlaunahafinn Mikey Madison leikur Haugen, Succession-stjarnan Jeremy leikur Mark Zuckerberg og Jeremy Allen White mun leika Jeff Horwitz, blaðamann Wall Street Journal, sem fjallaði fyrstur um málið. Von er á The Social Reckoning í september. Remain Leikstjórinn M. Night Shyamalan er alltaf vís til að senda frá sér áhugaverðar ræmur sem oftar en ekki innihalda óvænta fléttu. Nú hefur hann unnið með metsöluhöfundinum Nicolas Sparks að ofurnáttúrulegum fantaíu-rómans. Remain fjallar um arkitektinn Tate Donovan, leikinnn af Jake Gyllenhaal, sem glímir við þunglyndi eftir að hafa misst nákominn ættingja. Hann heldur til Cape Cod til að hann sumarhús fyrir vin sinn og kynnist þar ungu konunni Wren, leikin af Bridgerton-stjörnunni Phoebe Dynevor, sem snýr heimi hans á hvolf. Remain er vætanleg í október. The Hunger Games: Sunrise on the Reaping Joseph Zada og McKenna Grace fara með aðalhlutverkin. Sjötta Hungurleikamyndin The Hunger Games: Sunrise on the Reaping, byggir á samnefndri bók Suzanne Collins, gerist að morgni fimmtugustu Hungurleikanna, 24 árum fyrir atburði fyrstu myndarinnar. Myndin er beint framhald The Hunger Games: The Ballad of Songbirds & Snakes sem kom út 2023 með Rachel Zegler, Tom Blyth og Hunter Schafer í aðalhlutverkum og fjallaði um æskuár Snow forseta. Sjá einnig: Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Francis Lawrence leikstýrir myndinni líkt og síðustu fjórum Hungurleikamyndum (öllum nema þeirri fyrstu) en leikhópurinn er stjörnum prýddur. Þar má nefna Ralph Fiennes í hlutverki Snow forseta, Jesse Plemons sem Plutarch Heavensbee, Kieran Culkin sem Caesar Flickerman, Elle Fanning sem Effie Trinket og Joseph Zada sem ungan Abernathy. Nýlega var greint frá því að Jennifer Lawrence og Josh Hutcherson muni snúa aftur sem Katniss Everdeen og Peeta Mellark. Líklegt er að þeim muni bregða fyrir í einhvers konar framspóli, jafnvel í stakri senu í lokin. Narnia: The Magician’s Nephew Eftir velgengni Ladybird (2017) og Little Women (2019) fékk leikstjórinn Greta Gerwig tækifærið til að gera stúdíómynd með Barbie (2023). Sú mynd sprengdi algjörlega skalann og festi Gerwig í sessi sem stóran stúdíóleikstjóra. Hún nýtti meðbyrinn í kjölfar Barbie til að takast á við fantasíuna The Magician's Nephew, sjöttu bókina í sögu C.S. Lewis um Narníu, sem gerist áður en Pevensie-börnin fara í gegnum fataskápinn og kynnast ljóninu Aslan, fáninum Tumnusi og hvítu norninu. Sagan fjallar um tvö ensk börn sem ferðast gegnum víddir inn í undraheim Narníu og lenda þar í ýmsum vandræðum. Leikhópurinn er ekki af verri endanum og samanstendur af Carey Mulligan, Daniel Craig og Emmu Mackey. Myndin er framleidd af Netflix og verður því sýnd á þeirri veitu en mun þó fyrst fá stutt sýningartímabil í bíó í nóvemberlok. Avengers: Doomsday Robert Downey Jr. snýr aftur en ekki sem Járnmaðurinn heldur Dr. Doom.Getty Segja má að stærstu myndir ársins séu geymdar til ársloka. Ein þeirra, hugsanlega sú stærsta (allavega hvað kostnað og fjölda stórra nafna), er Avengers: Doomsday. Sjötti fasi Marvel-kvikmyndaheimsins fór hálfpartinn í skrúfuna vegna dræmrar aðsóknar og ýmissa annarra uppákoma (Johnathan Majors sem átti að leika aðal-illmennið Kang var rekinn vegna heimilisofbeldið). Stjórnendurnir ákváðu því að snúa vörn í sókn og svara með umfangsmestu Marvel-myndinni til þessa. Sjá: Viðurkennir í hljóðupptöku að hafa tekið kærustuna kverkataki Myndin fjallar um það hvernig gömlu og nýju hefnendurnir, Wakanda-búar, hin fjögur fræknu og X-mennirnir þurfa að takast á við illar áætlanir Dr. Doom, sem er leikinn af Robert Downey Jr. Avengers: Doomsday verður frumsýnd 17. desember í Smárabíói og Sambíóunum. Dune: Part 3 Paul Atreides og móðir hans Jessica virða fyrir sér endalausa eyðimörkina á Arrakis, harðbýlli reikistjörnu sem geymir dularfullt efni sem gerir geimferðir mögulegar í Dune-heiminum.Warner Bros. Pictures/Legendary Pictures Önnur stórmynd sem kemur í lok árs er þriðja og síðasta myndin í Dune-trílógíu Denis Villeneuve sem byggir á vísindaskáldsögum Franks Herbert. Fyrstu myndirnar tvær tækluðu fyrstu bók Herberts en þriðja myndin byggir á annarri bókinni, Dune Messiah, sem segir frá því áframhaldandi trúarlegu jíhadi Páls Atreides (Timothee Chalamet) og hvernig hann lætur völd sín sem keisari hlaupa með sig í gönur. Auk Chalamet snúa aftur á skjáinn þau Zendaya, Josh Brolin, Rebecca Ferguson, Florence Pugh, Jason Momoa og Anya Taylor-Joy og svo bætist Robert Pattinson í hópinn. Dune: Part Three verður frumsýnd í desemberlok og munu margir flykkjast á hana. Werwulf Eftir að hafa glímt við nornir og vampírur tekst leikstjórinn Robert Eggers á við varúlfa í jólamyndinni Werwulf. Lítið er vitað um sögu myndarinnar nema hvað hún gerist á Englandi á 13. öld og fjallar um varúlf sem hrellir lítinn smábæ. Þá hefur Eggers aftur fengið íslenska rithöfundinn Sjón til að hjálpa sér við skrifin. Leikhópur myndarinnar samanstendur af nokkrum góðkunningjum Eggers: Aaron Taylor-Johnson, Lily-Rose Depp, Willem Dafoe og Ralph Ineson. Werwulf verður frumsýnd á jóladag vestanhafs. The Adventures of Cliff Booth Quentin Tarantino ákvað að skrifa framhald að hinni geysivinsælu Once Upon a Time in Hollywood (2019) sem hverfist um áhættuleikaranna Cliff Booth sem Brad Pitt lék eftirminnilega. Aftur á móti er Tarantino svo fastur í því að hans tíunda mynd sé frumleg og einstök að hann vildi ekki leikstýra henni sjálfur. Þá var nú gott að hinn öflugi David Fincher gat stokkið til og sest í leikstjórnarstólinn. Myndin er sögð vera gamandrama, gerist víst á áttunda áratugnum og hverfist í kringum ævintýri áhættuleikarans Cliff Booth. Lítið annað er vitað um myndina nema að hún er dýrasta mynd bæði Fincher og Tarantino til þessa. Auk Pitt fara Scott Caan, Elizabeth Debicki, Yahya Abdul-Mateen II og Carla Gugino með hlutverk í myndinni.
Bíó og sjónvarp Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Vísir hefur tekið saman lista yfir 34 kvikmyndir sem koma út á árinu og er beðið eftir með eftirvæntingu. Ofurhetjumyndir, leiknar endurgerðir af teiknimyndum, hrollvekjur og íþróttamyndir eru áberandi en þar fyrir utan er von á alls konar góðgæti. 16. janúar 2025 07:02 Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2024 Vísir hefur tekið saman lista yfir 25 kvikmyndir sem koma út á árinu og er beðið eftir með mikilli eftirvæntingu. Árið í ár er sannarlega ár framhaldsmynda en inn á milli eru líka góðir frumlegir molar. 26. janúar 2024 06:01 Mest lesið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Vísir hefur tekið saman lista yfir 34 kvikmyndir sem koma út á árinu og er beðið eftir með eftirvæntingu. Ofurhetjumyndir, leiknar endurgerðir af teiknimyndum, hrollvekjur og íþróttamyndir eru áberandi en þar fyrir utan er von á alls konar góðgæti. 16. janúar 2025 07:02
Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2024 Vísir hefur tekið saman lista yfir 25 kvikmyndir sem koma út á árinu og er beðið eftir með mikilli eftirvæntingu. Árið í ár er sannarlega ár framhaldsmynda en inn á milli eru líka góðir frumlegir molar. 26. janúar 2024 06:01