Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og þáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Kynlífssena sau­tján ára stúlku hafi splundrað sam­starfi bræðranna

Kynlífsatriði sautján ára stúlku í kvikmyndinni Good Time frá 2017 ku hafa valdið því að bræðurnir Josh og Benny Safdie, heitasta leikstjórnartvíeyki Hollywood, slitu samstarfi sínu eftir rúmlega fimmtán ára samvinnu. Josh á að hafa komist að aldri stúlkunnar á tökustað en Benny ekki orðið almennilega meðvitaður um aldur hennar fyrr en sex árum síðar.

Bíó og sjónvarp

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Borgin beri á­byrgð sem eig­andi

Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmu sem gjöreyðilagðist í bruna í Gufunesi þegar hún var leigð út. Leigutaka átti að vera slæmt ástand skemmunnar ljóst en þar voru geymdir sögulega verðmætir hlutir. Slökkviliðsstjóri segir borgina bera ábyrgð en brunavarnir séu samspil eiganda og leigutaka. 

Innlent
Fréttamynd

„Vorum bara með húsið í því á­standi sem það var“

Stjórnarformaður Truenorth segir forsvarsmenn fyrirtækisins ekki sérstaklega hafa haft til skoðunar ástand skemmunnar í Gufunesi sem brann í gær og hýsti meðal annars gamla leikmuni fyrirtækisins. Ekki sé búið að verðmeta tjónið enn en það sé í raun óbætanlegt.

Innlent
Fréttamynd

Borgin firrti sig allri á­byrgð á skemmunni

Samkvæmt leigusamningi Reykjavíkurborgar og Truenorth um skemmuna í Gufunesi, sem brann í gær, ber borgin enga ábyrgð á tjóni á eignum Truenorth vegna brunans. Forsvarsmenn félagsins hafa sagt ómetanlega sögulega muni hafa verið í skemmunni þegar hún brann en hún var notuð undir gamla leikmuni.

Innlent
Fréttamynd

Íþróttaskuld

Þegar ég sat við morgunverðarborðið með kaffibollann minn á næstsíðasta degi síðasta árs þá rak ég augun í stutta forsíðufrétt í Morgunblaðinu varðandi kvikmyndagerð á Íslandi. Fyrirsögnin var “Endurgreiðslur aldrei verið hærri” . Það fyrsta sem kom upp í hugann var, vel gert íslenskur kvikmyndaiðnaður!

Skoðun
Fréttamynd

Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer

Heimildarmyndin Maðurinn sem elskar tónlist fjallar um ævi og störf tónlistarmannsins Þóris Baldurssonar og verður frumsýnd í Bíó Paradís í dag. Á sjötíu ára tónlistarferli hefur Þórir unnið með mörgum þekktustu tónlistarmönnum Íslands en líka erlendum stórstjörnum á borð við Elton John, ABBA, Rolling Stones, Donnu Summer og Grace Jones.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Fáum við einn þátt í við­bót af Stranger Things?

Þrálátur orðrómur er nú uppi á samfélagsmiðlum um það að Stranger Things sjónvarpsþáttaröðinni sé alls ekkert lokið líkt og áhöld hafa verið uppi um. Þáttaröðinni heimsfrægu lauk á Netflix á dögunum þegar áttundi þáttur fimmtu seríu fór í loftið og var þátturinn heilir tveir tímar að lengd.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond

Breski hjartaknúsarinn og leikarinn Callum Turner er sagður hafa blaðrað því út úr sér á fjölmörgum stöðum að hann hafi verið ráðinn til þess að leika breska njósnara hans hátignar, James Bond. Hann muni taka við keflinu af Daniel Craig sem lék njósnarann í síðustu mynd sem kom út 2021.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Játaði ást sína á Jenner

Hollywood-stjarnan Timothee Chalamet var valinn besti leikarinn á verðlaunahátíð bandarískra gagnrýnenda fyrir leik sinn í kvikmyndinni Marty Supreme og nýtti tækifærið til að játa ást sína á kærustu sinni, Kylie Jenner.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Allt skal með var­úð vinna

Viðskiptavinir og unnendur Kvikmyndasafns Íslands hafa nú fengið þær upplýsingar frá menningarmálaráðuneytinu að fyrirhugað sé að sameina safnið Landsbókasafni – Þjóðarbókhlöðu, ásamt Hljóðbókasafni.

Skoðun
Fréttamynd

Marvel-stjarna varð fyrir heila­skaða

Kanadíska leikkonan Evangeline Lilly, sem er þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Lost og Marvel-myndunum um ofurhetjuna Ant-Man, varð fyrir heilaskaða þegar það leið yfir hana og hún lenti með höfuðið á steini í Havaí í fyrra.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Enduðu Stranger Things í Þjórs­ár­dal

Lokaþáttur Stranger Things datt inn á Netflix eftir miðnætti á gamlársdag og vakti það athygli áhorfenda að lokaatriðið er tekið upp á Íslandi. Þar má sjá persónuna Eleven, leikna af Millie Bobby Brown, standa fyrir framan Háafoss og Granna í Þjórsárdal.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið

Fyrsta myndefnið úr Ódysseifskviðu, næsta stórvirki leikstjórans Christopher Nolan er mætt á netið í fyrstu stiklu myndarinnar. Myndin var að hluta tekin upp hér á landi síðasta sumar þegar fréttir bárust ótt og títt af stórstjörnum í miðbæ Reykjavíkur. Horfa má á stikluna neðst í fréttinni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram

James Ransone, bandarískur leikari sem er hvað helst þekktur fyrir hlutverk sitt í „The Wire“, einum bestu sjónvarpsþáttum allra tíma, lést á föstudag, aðeins 46 ára gamall. Réttarlæknir í Los Angeles segir að Ransone hafi svipt sig lífi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025

Árið 2025 virðist hafa farið hægt af stað, með tilliti til kvikmynda. Þó nokkrar kvikmyndir sem þykja hinar fínustu litu dagsins ljós á árinu en margar þeirra verða að teljast í smærri kantinum. Þegar kemur að tekjum í kvikmyndahúsum tróna barna- og framhaldsmyndir enn á toppnum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Banda­lag lista­manna lýsir yfir stuðningi við Dóru

Dóra Jóhannsdóttir, einn handritshöfunda sjónvarpsþáttanna Húsó, hefur birt bréf frá Bandalagi íslenskra listamanna sem lýsir stuðningi við mál hennar en RÚV og Glassriver hafa ekki brugðist við kröfu hennar um að nafn hennar verði birt í tengslum við Húsó. Hún segir að sér hafi verið boðnir samningar með greiðslu upp á fjórar milljónir, sem hún hafi hafnað.

Menning