Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Í beinni: Verður Snerting til­nefnd til Óskars?

Í ljós kemur í dag hvaða kvikmyndir verða tilnefndar til Óskarsverðlauna á hátíðinni sem fram fer þann 3. mars næstkomandi. Meðal mynda sem eru á lista og gætu verið tilnefndar er íslenska kvikmyndin Snerting sem er meðal fimmtán mynda á stuttlista erlendra mynda.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Joan Plowright er látin

Breska stórleikkonan Joan Plowright er látin 95 ára að aldri. Hún starfaði sem leikkona í sextíu ár bæði á sviði og á skjánum í kvikmyndum og sjónvarpi.

Lífið
Fréttamynd

Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas

Adam Sandler leikari heimsótti í gær sirkussýninguna Atomic en María Birta Bjarnadóttir Fox er ein leikara. Í sýningunni er dans, leikur, sirkusatriði og kabarett. Atomic er sýnt í Las Vegas þar sem María Birta hefur verið búsett síðustu ár ásamt eiginmanni sínum, Ella Egilssyni, og börnum þeirra. Í sýningunni hefur hún leikið nunnu og glímukappa. 

Lífið
Fréttamynd

David Lynch er látinn

David Lynch, einn áhrifamesti kvikmyndagerðarmaður Bandaríkjanna, er látinn 78 ára að aldri. Hann hafði glímt við alvarlega lungnaþembu undanfarin fimm ár.

Lífið
Fréttamynd

Kvik­myndirnar sem beðið er eftir 2025

Vísir hefur tekið saman lista yfir 34 kvikmyndir sem koma út á árinu og er beðið eftir með eftirvæntingu. Ofurhetjumyndir, leiknar endurgerðir af teiknimyndum, hrollvekjur og íþróttamyndir eru áberandi en þar fyrir utan er von á alls konar góðgæti.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“

Lögmaður bandaríska leikstjórans Justin Baldoni hefur farið fram á það við Marvel kvikmyndaverið að það varðveiti öll gögn sem það á um persónuna „Nicepool“ í ofurhetjumyndinni Deadpool & Wolverine. Svo virðist vera sem Baldoni telji að persónan sé byggð á honum.

Lífið
Fréttamynd

Krefur Disney um tíu milljarða dala

Teiknarinn Buck Woodall segir Disney hafa stolið hugmyndum úr verkum hans og notað í tveimur teiknimyndum. Woodall óskar eftir skaðabótum upp á tíu milljarða Bandaríkjadala eða 2,5 prósentum af tekjum Moana.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hringur á fingur og pabbi hefur trölla­trú

Bandaríska ofurparið Tom Holland og Zendaya eru trúlofuð. Þau kynntust við tökur á Spider-Man: Homecoming árið 2017 og keyptu sér svo hús saman í London árið 2022. Það sem meira er er að pabbi Tom Holland hefur tröllatrú á parinu og segir þau munu verða saman til eilífðarnóns.

Lífið
Fréttamynd

Heitasti leikarinn í Hollywood

Erótíski spennutryllirinn Babygirl hefur vakið athygli og umtal að undanförnu en kvikmyndin inniheldur fjöldann allan af djörfum kynlífssenum og einkennist af ögrandi söguþræði. Stórstjarnan Nicole Kidman fer þar á kostum í aðalhlutverki og hefur mótleikari hennar Harris Dickinson ekki vakið minni athygli.

Lífið
Fréttamynd

Setja börnin í for­gang og slíta hjóna­bandinu

Bandaríska leik-og söngkonan Jessica Simpson og eiginmaður hennar, Eric Johnson fyrr­ver­andi NFL-leikmaður, eru að skilja eftir tíu ára hjónaband. Hún segir að ákvörðunin hafi verið tekin með hagsmuni barna þeirra í huga.

Lífið
Fréttamynd

Segir tímann ekki lækna sorgina

Leikarinn Ryan Dorsey er enn í miklum sárum eftir fráfall fyrrverandi konu hans Nayu Rivera en hún lést í júlí 2020. Naya hefði átt afmæli í gær og birti Ryan einlæga og sorglega færslu til hennar á samfélagsmiðlinum Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum

Eldar halda áfram að gera íbúum Los Angeles og stjörnum Hollywood lífið leitt. Meðal þess sem stjörnurnar keppast nú við að vekja athygli á í bandarískum miðlum eru lág laun slökkviliðsmanna, tryggingar húsnæðiseigenda og leiguverð þeirra sem neyðst hafa til að yfirgefa heimili sín.

Lífið
Fréttamynd

Heimili Hanks rétt slapp

Glæsihýsi bandaríska stórleikarans Tom Hanks rétt svo slapp við að verða gróðureldum að bráð í Pacific Palisades hverfinu í Los Angeles. Tom á húsið með eiginkonu sinni Ritu Wilson en þau hafa búið þar í fimmtán ár, frá árinu 2010.

Lífið
Fréttamynd

Stóru eldarnir enn hömlulausir

Tíu eru látnir í gróðureldunum í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum og óttast að um 10 þúsund byggingar séu ónýtar. Eldarnir hafa farið yfir að minnsta kosti 140 ferkílómetra.

Erlent
Fréttamynd

Harm­leikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp

Mikill fjöldi Hollywood stjarna hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna þeirra gríðarlegu skógarelda sem nú brenna í úthverfum Los Angeles borgar. Þá hefur töluverður fjöldi stjarna misst heimili sín í úthverfi borgarinnar, Pacific Palisades og í Malibu.

Lífið
Fréttamynd

Allt búið hjá Austin og Kaiu

Fyrrum stjörnuparið Kaia Gerber, ofurfyrirsæta, og Austin Butler, Hollywood leikari, hafa ákveðið að fara í sundur eftir þriggja ára samband. Því lauk fyrir áramót en Kaia fagnaði nýju ári í Cabo, Mexíkó með vinum, í fjarveru Austin.

Lífið