Atvinnulíf

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig?

Það eru eðlileg og mannleg viðbrögð hjá okkur að bregða svolítið þegar tilkynnt er um enn einar breytingarnar í vinnunni. Til dæmis að einhver sé að hætta eða byrja, að nú eigi að færa til þennan eða hinn eða færa til verkefni eða ábyrgð.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Af­sökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi

Ólöf Kristjánsdóttir, CMO hjá Taktikal og formaður WomenTechIceland, sveiflast á milli þess að fasta á morgnana eða borða morgunmat. Enda hvoru tveggja sagt svo hollt. Hárið er orðið óstýrilátara en áður og þrátt fyrir rándýran búnað tekst henni illa að venja sig á kaffi.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Há­mark tvær vikur í heilsutengd ára­móta­heit með eigin­konunni

Jón Ingi Ingibergsson, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs PwC á Íslandi og verðandi forstjóri, upplifði það eitt sinn að vera endurnærður allt þar til hann sá á Garmin úrinu að svefnskorið var arfaslakt fyrir nætursvefninn. Þá helltist yfir hann mikil þreyta og allt varð miklu erfiðara. Þegar Jón nennir ekki að strauja, mætir hann í peysu í vinnuna.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Al­geng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði

„Eiður Smári talaði nýlega í hlaðvarpinu Dr. Football um að hann væri verkjaður víða eftir ferilinn og gæti ekki hlaupið í dag. Þegar leikmaður sem hefur spilað á hæsta stigi segir þetta, þá sýnir það hversu miklar kröfur fótbolti gerir til líkamans,“ segir Margrét Lilja Burrell frumkvöðull og stofnandi Football Mobility og bætir við:

Atvinnulíf
Fréttamynd

Sá elsti í heiðurshópnum níu­tíu ára

„Jú við erum með veislumatinn fjóra fimmtudaga í röð. Byrjum í raun á Þakkagjörðarhátíðinni með kalkún en á aðventunni erum við síðan með purusteik og hangikjöt og endum síðan á stærsta hádeginu sem er jólahlaðborð,“ segir Harpa Þorláksdóttir framkvæmdastjóri mannauðssviðs Nóa Síríus.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Beindu skamm­byssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“

„Þeir hentu mér á gólfið, héldu hnífi að hálsinum á mér, beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you, I will kill you, …. Hvar eru peningarnir?“ segir Björn Friðþjófsson húsasmíðameistari og ekki laust við að maður finni skelfingarhrollinn hríslast niður um sig við hlustunina eina og sér.

Atvinnulíf