Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. janúar 2026 10:01 Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, gefur sjálfri sér 10 í einkunn sem húmoristi, enda kosin fyndnasta stelpan í Gaggó Mos á sínum tíma. Hér á vappi með svepp í Kokku. Vísir/Bjarni Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, móðgaðist mjög þegar Viðskiptablaðið sagði hana hundleiðinlega og húmorslausa. Enda er hún að grínast allan daginn! Höllu finnst alræði A-fólksins í þjóðfélaginu nokkuð ýkt. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „7.30. Ef ég mætti ráða væri það svona hálftíma seinna. Ég er alveg morgunmanneskja en þetta alræði A-fólksins í þjóðfélaginu finnst mér dálítið ýkt.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ræsa skólastelpuna ef hún er ekki vöknuð. Svo upphefst mikið verkefni við að reka á eftir henni. Hún labbar með besta vini sínum í skólann og á það til að láta hann bíða dálítið. Ef hann fær seint í kladdann er það undantekningalaust á hennar reikning, svo við foreldrarnir verðum að halda vel á spöðunum.“ Á skalanum 0-10, hversu mikill húmoristi ertu? „Gaman að þú skulir spyrja að þessu! Ég las nefnilega einhvern tímann í Viðskiptablaðinu að ég væri leiðinleg eða húmorslaus, ég man ekki hvort, kannski hvoru tveggja. Ég hef aldrei orðið eins móðguð á ævi minni, enda er ég, að mínu hlutlausa mati, mjög hress og fer með alls konar grín daginn í gegn. Ég var til dæmis einu sinni kosin fyndnasta stelpan í Gaggó Mos. Þarf frekari vitni að vita? Ég segi 10.“ Halla getur sveiflast frá því að vera ofsalega skipulögð með Planner og To do listana alveg á hreinu, yfir í að gleyma að þeir séu til. Frábært starfsfólk heldur henni þá við efnið en Halla segir merkilegt hvað áætlanir ná alltaf að halda, þótt hún gleymi almennt að þær séu til.Vísir/Bjarni Í hvaða verkefni ertu að vinna helst þessa dagana? „Sem formaður stéttarfélags er ég auðvitað með verðbólguna og stýrivexti á heilanum, enda hefur efnahagsumhverfið gríðarleg áhrif á kjör og lífsgæði félagsfólks í VR. Undanfarinn mánuð höfum við verið að grafa ofan í orkuverð, ekki síst eftir að Veitur hækkuðu gjaldskrár sínar upp úr öllu valdi í desember. Við erum nýfarin í loftið með hlaðvarp um efnahagsmál sem heitir H fyrir hagfræði og þar tölum við Ásgeir Brynjar Torfason, ritstjóri Vísbendingar, saman um helstu hugtök hagfræðinnar og þau áhrif sem efnahagsstjórn hefur á venjulegt fólk. Við fáum til okkar góða gesti og hugmyndin er að þetta sé á mannamáli, vonandi gengur það upp hjá okkur! Síðan erum við að fylgja af krafti eftir baráttu okkar gegn hækkun leikskólagjalda og breytingum á leikskólaþjónustu í Reykjavík. Á síðustu árum hafa sífellt fleiri sveitarfélög farið þá leið að takast á við áskoranir leikskólanna með því að varpa byrðum á vinnandi foreldra. Við mótmælum því og höfum fulla trú á því að aðrar leiðir séu færar.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég á mínar syrpur þar sem ég er ofsalega skipulögð og er með Planner-lista og To do og allt á hreinu. En svo koma tímabil þar sem ég gleymi að þetta sé til og dagurinn tekur þá stefnu sem hann tekur. Ég er svo heppin að vinna með frábæru fólki og þar á meðal er mjög skipulagt fólk sem heldur mér við efnið þegar ég ráfa af leið. En annars finnst mér merkilegt hvað áætlanirnar halda þótt ég gleymi að þær séu til. Það er eins og þær festist í einhverri undirmeðvitund, dálítið eins og áramótaheitin.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Líklega oftast milli ellefu og hálf tólf. En það eru alls konar varíantar á því. Vigdís Finnbogadóttir sagði einhvern tímann í viðtali að hún hefði alla tíð farið mjög snemma að sofa eitt kvöld í viku til að geta haft sína hentisemi hin kvöldin. Það á ágætlega við mig. Mér finnst gaman að slæpast á kvöldin, lesa, horfa, spjalla, drekka eða jafnvel bara hanga í símanum yfir samfélagsmiðlum, fréttum eða einhverjum þrautum í NYT appinu; ég mæli með Pips. Ég færi ekkert að sofa fyrr en milli miðnættis og eitt ef ég fengi alveg að ráða rútínunni.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Hreggviður Steinar Magnússon, Reggie, framkvæmdastjóri Ceedr, segir stundum þurfa að minna eiginkonuna á háttatímann. Því nú sé hún komin með prjónaveikina frá ömmu sinni. Hreggviður segir rómantík snúast um að segja ég elska þig á marga ólíka vegu. 17. janúar 2026 10:00 Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Ólöf Kristjánsdóttir, CMO hjá Taktikal og formaður WomenTechIceland, sveiflast á milli þess að fasta á morgnana eða borða morgunmat. Enda hvoru tveggja sagt svo hollt. Hárið er orðið óstýrilátara en áður og þrátt fyrir rándýran búnað tekst henni illa að venja sig á kaffi. 10. janúar 2026 10:03 Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Jón Ingi Ingibergsson, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs PwC á Íslandi og verðandi forstjóri, upplifði það eitt sinn að vera endurnærður allt þar til hann sá á Garmin úrinu að svefnskorið var arfaslakt fyrir nætursvefninn. Þá helltist yfir hann mikil þreyta og allt varð miklu erfiðara. Þegar Jón nennir ekki að strauja, mætir hann í peysu í vinnuna. 27. desember 2025 10:00 Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, er ánægð með gjafavalið handa eiginmanninum í ár og gefur sjálfri sér 9,5 í einkunn. Þorgerður viðurkennir að fara allt of seint að sofa, en morgunstundina nýtir hún til að þvo þvott og setja í þvottavél. 20. desember 2025 10:00 Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Edda Hermannsdóttir, forstjóri Lyfja og heilsu, segist vera með mótþróaröskun gagnvart því að stilla vekjaraklukkuna of snemma. Helst samsvarar hún sig við jólasveininn Kertasníki því henni finnst kertaljós svo kósí. 13. desember 2025 10:01 Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Fleiri fréttir Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „7.30. Ef ég mætti ráða væri það svona hálftíma seinna. Ég er alveg morgunmanneskja en þetta alræði A-fólksins í þjóðfélaginu finnst mér dálítið ýkt.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ræsa skólastelpuna ef hún er ekki vöknuð. Svo upphefst mikið verkefni við að reka á eftir henni. Hún labbar með besta vini sínum í skólann og á það til að láta hann bíða dálítið. Ef hann fær seint í kladdann er það undantekningalaust á hennar reikning, svo við foreldrarnir verðum að halda vel á spöðunum.“ Á skalanum 0-10, hversu mikill húmoristi ertu? „Gaman að þú skulir spyrja að þessu! Ég las nefnilega einhvern tímann í Viðskiptablaðinu að ég væri leiðinleg eða húmorslaus, ég man ekki hvort, kannski hvoru tveggja. Ég hef aldrei orðið eins móðguð á ævi minni, enda er ég, að mínu hlutlausa mati, mjög hress og fer með alls konar grín daginn í gegn. Ég var til dæmis einu sinni kosin fyndnasta stelpan í Gaggó Mos. Þarf frekari vitni að vita? Ég segi 10.“ Halla getur sveiflast frá því að vera ofsalega skipulögð með Planner og To do listana alveg á hreinu, yfir í að gleyma að þeir séu til. Frábært starfsfólk heldur henni þá við efnið en Halla segir merkilegt hvað áætlanir ná alltaf að halda, þótt hún gleymi almennt að þær séu til.Vísir/Bjarni Í hvaða verkefni ertu að vinna helst þessa dagana? „Sem formaður stéttarfélags er ég auðvitað með verðbólguna og stýrivexti á heilanum, enda hefur efnahagsumhverfið gríðarleg áhrif á kjör og lífsgæði félagsfólks í VR. Undanfarinn mánuð höfum við verið að grafa ofan í orkuverð, ekki síst eftir að Veitur hækkuðu gjaldskrár sínar upp úr öllu valdi í desember. Við erum nýfarin í loftið með hlaðvarp um efnahagsmál sem heitir H fyrir hagfræði og þar tölum við Ásgeir Brynjar Torfason, ritstjóri Vísbendingar, saman um helstu hugtök hagfræðinnar og þau áhrif sem efnahagsstjórn hefur á venjulegt fólk. Við fáum til okkar góða gesti og hugmyndin er að þetta sé á mannamáli, vonandi gengur það upp hjá okkur! Síðan erum við að fylgja af krafti eftir baráttu okkar gegn hækkun leikskólagjalda og breytingum á leikskólaþjónustu í Reykjavík. Á síðustu árum hafa sífellt fleiri sveitarfélög farið þá leið að takast á við áskoranir leikskólanna með því að varpa byrðum á vinnandi foreldra. Við mótmælum því og höfum fulla trú á því að aðrar leiðir séu færar.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég á mínar syrpur þar sem ég er ofsalega skipulögð og er með Planner-lista og To do og allt á hreinu. En svo koma tímabil þar sem ég gleymi að þetta sé til og dagurinn tekur þá stefnu sem hann tekur. Ég er svo heppin að vinna með frábæru fólki og þar á meðal er mjög skipulagt fólk sem heldur mér við efnið þegar ég ráfa af leið. En annars finnst mér merkilegt hvað áætlanirnar halda þótt ég gleymi að þær séu til. Það er eins og þær festist í einhverri undirmeðvitund, dálítið eins og áramótaheitin.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Líklega oftast milli ellefu og hálf tólf. En það eru alls konar varíantar á því. Vigdís Finnbogadóttir sagði einhvern tímann í viðtali að hún hefði alla tíð farið mjög snemma að sofa eitt kvöld í viku til að geta haft sína hentisemi hin kvöldin. Það á ágætlega við mig. Mér finnst gaman að slæpast á kvöldin, lesa, horfa, spjalla, drekka eða jafnvel bara hanga í símanum yfir samfélagsmiðlum, fréttum eða einhverjum þrautum í NYT appinu; ég mæli með Pips. Ég færi ekkert að sofa fyrr en milli miðnættis og eitt ef ég fengi alveg að ráða rútínunni.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Hreggviður Steinar Magnússon, Reggie, framkvæmdastjóri Ceedr, segir stundum þurfa að minna eiginkonuna á háttatímann. Því nú sé hún komin með prjónaveikina frá ömmu sinni. Hreggviður segir rómantík snúast um að segja ég elska þig á marga ólíka vegu. 17. janúar 2026 10:00 Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Ólöf Kristjánsdóttir, CMO hjá Taktikal og formaður WomenTechIceland, sveiflast á milli þess að fasta á morgnana eða borða morgunmat. Enda hvoru tveggja sagt svo hollt. Hárið er orðið óstýrilátara en áður og þrátt fyrir rándýran búnað tekst henni illa að venja sig á kaffi. 10. janúar 2026 10:03 Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Jón Ingi Ingibergsson, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs PwC á Íslandi og verðandi forstjóri, upplifði það eitt sinn að vera endurnærður allt þar til hann sá á Garmin úrinu að svefnskorið var arfaslakt fyrir nætursvefninn. Þá helltist yfir hann mikil þreyta og allt varð miklu erfiðara. Þegar Jón nennir ekki að strauja, mætir hann í peysu í vinnuna. 27. desember 2025 10:00 Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, er ánægð með gjafavalið handa eiginmanninum í ár og gefur sjálfri sér 9,5 í einkunn. Þorgerður viðurkennir að fara allt of seint að sofa, en morgunstundina nýtir hún til að þvo þvott og setja í þvottavél. 20. desember 2025 10:00 Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Edda Hermannsdóttir, forstjóri Lyfja og heilsu, segist vera með mótþróaröskun gagnvart því að stilla vekjaraklukkuna of snemma. Helst samsvarar hún sig við jólasveininn Kertasníki því henni finnst kertaljós svo kósí. 13. desember 2025 10:01 Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Fleiri fréttir Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Hreggviður Steinar Magnússon, Reggie, framkvæmdastjóri Ceedr, segir stundum þurfa að minna eiginkonuna á háttatímann. Því nú sé hún komin með prjónaveikina frá ömmu sinni. Hreggviður segir rómantík snúast um að segja ég elska þig á marga ólíka vegu. 17. janúar 2026 10:00
Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Ólöf Kristjánsdóttir, CMO hjá Taktikal og formaður WomenTechIceland, sveiflast á milli þess að fasta á morgnana eða borða morgunmat. Enda hvoru tveggja sagt svo hollt. Hárið er orðið óstýrilátara en áður og þrátt fyrir rándýran búnað tekst henni illa að venja sig á kaffi. 10. janúar 2026 10:03
Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Jón Ingi Ingibergsson, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs PwC á Íslandi og verðandi forstjóri, upplifði það eitt sinn að vera endurnærður allt þar til hann sá á Garmin úrinu að svefnskorið var arfaslakt fyrir nætursvefninn. Þá helltist yfir hann mikil þreyta og allt varð miklu erfiðara. Þegar Jón nennir ekki að strauja, mætir hann í peysu í vinnuna. 27. desember 2025 10:00
Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, er ánægð með gjafavalið handa eiginmanninum í ár og gefur sjálfri sér 9,5 í einkunn. Þorgerður viðurkennir að fara allt of seint að sofa, en morgunstundina nýtir hún til að þvo þvott og setja í þvottavél. 20. desember 2025 10:00
Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Edda Hermannsdóttir, forstjóri Lyfja og heilsu, segist vera með mótþróaröskun gagnvart því að stilla vekjaraklukkuna of snemma. Helst samsvarar hún sig við jólasveininn Kertasníki því henni finnst kertaljós svo kósí. 13. desember 2025 10:01