Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Áttatíu tonna trébátur sökk í Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöld og líkt og greint hefur verið frá eru tildrögin til rannsóknar hjá lögreglu. Þetta er hins vegar í annað sinn á síðustu fimm árum sem þessi sami bátur sekkur bundinn við bryggju og í fyrra skiptið fannst engin skýring á því af hverju hann sökk. Innlent 28.9.2025 16:36
Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Drukkinn ökumaður keyrði á fleygiferð aftan í kyrrstæðan bíl á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðarvegar í Reykjavíkur um þrjúleytið. Enginn hefur verið fluttur á sjúkrahús. Innlent 28.9.2025 15:13
Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Enginn var handtekinn í aðgerðum lögreglu við Auðbrekku skammt frá húsakynnum Vítisengla í gærkvöld en töluverður viðbúnaður var á svæðinu. Lögreglufulltrúi segir það viðbúið að lögreglan haldi áfram að skipta sér af samkomum samtakanna í framtíðinni en tvær vikur eru frá sambærilegri aðgerð. Innlent 28.9.2025 12:20
Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Ekki hafa liðið níu dagar frá byrjun skólaársins án þess að brotist hafi verið inn í Gamla Garð, stúdentaíbúðir við Háskóla Íslands. Íbúarnir settu upp skilti þar sem taldir eru dagarnir síðan síðast var brotist inn en það er aftur komið niður í núll. Innbrotsþjófarnir létu til skarar skríða í gærkvöldi. Innlent 26. september 2025 13:19
Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson voru dæmdir í sautján ára fangelsi og Matthías Björn Erlingssyni í fjórtán ára fangelsi fyrir að verða Hjörleifi Hauki Guðmundssyni að bana í Gufunesmálinu svokallaða. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands. Ekkju hins látna voru dæmdar ellefu milljónir króna í bætur og syni hans sex milljónir. Innlent 26. september 2025 11:02
Telja dagana frá síðasta innbroti Íbúar Gamla Garðs, stúdentaíbúða á vegum Háskóla Íslands, hafa sett upp skilti þar sem taldir eru dagarnir síðan að síðast var brotist inn í húsið. Óprúttnir aðilar höfðu gert sig heimakomna þar, ítrekað stolið mat íbúanna og haft uppi ógnandi hegðun. Innlent 26. september 2025 06:46
Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál þar sem líkamsárás og fjárkúgun koma við sögu. Óskað var aðstoðar lögreglu vegna málsins í gærkvöldi eða nótt. Innlent 26. september 2025 06:22
Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst beiðni um aðstoð í gær en þegar stóð til að ræða við einstaklinginn sem óskaði aðstoðar í lögreglubifreið fannst á honum stærðarinnar hnífur. Innlent 25. september 2025 06:14
Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Sérfræðingur hjá ASÍ segir ljóst að rekstraraðilar naglastofa nýti sér glufu í kerfinu til að brjóta á réttindum fólks sem kemur hingað til lands til að starfa. Margt við starfsemina minni á starfshætti Quangs Lé sem lögregla hefur haft til rannsóknar í þrjú ár. Innlent 24. september 2025 12:50
Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Leiðbeinandi á leikskólanum Múlaborg, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn barni, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. október næstkomandi, á grundvelli almannahagsmuna. Þá mun hann hafa mátt dúsa í varðhaldi í tíu vikur. Innlent 24. september 2025 12:10
Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi Rannsókn á innbrotum og eldsvoða á Sauðárkróki er í fullum gangi en maður sem handtekinn var í tengslum við málið var látinn laus að loknum yfirheyrslum í gær. Innlent 24. september 2025 09:59
Áflog og miður farsæl eldamennska Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stillti til friðar í gærkvöldi þegar áflog brutust út á knæpu. Þá kom lögregla einnig að málum þegar maður fór að berja á rúður öldurhúss í miðborginni, eftir að hafa verið vísað út. Innlent 24. september 2025 07:05
Bílslys í Laugardal Slökkvilið var kallað út á tíunda tímanum í kvöld vegna bílslyss í Laugardalnum. Innlent 23. september 2025 21:55
„Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Íbúi við Fossveg á Selfossi þar sem eldur hefur komið upp þrisvar á einni viku segir um verstu viku lífs síns að ræða. Formaður húsfélagsins segir algjöra tilviljun ráða því að ekki hafi farið mun verr. Lögreglan leggur allt sem hún á í að hafa hendur í hári mögulegs brennuvargs. Innlent 23. september 2025 19:32
Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa 35 ára pólskur karlmaður, Wojciech Pawelczyk, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir innflutning á 5,2 lítrum af amfetamínbasa frá Póllandi til Íslands. Efnið var falið í barnakoju, þó að maðurinn væri barnlaus. Innlent 23. september 2025 13:52
Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Bæði lögreglan á Selfossi og Brunavarnir Árnessýslu hafa áhyggjur af því að brennuvargur gangi laus í bænum en eldur hefur komið upp í sama fjölbýlishúsinu þrisvar sinnum á einni viku. Allir þrír eldsvoðarnir eru rannsakaðir sem íkveikjur. Innlent 23. september 2025 12:11
Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Netþrjótar hafa verið að senda út svikapósta í nafni Ríkisskattstjóra og varar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við því að opna hlekki í þeim póstum. Þar er verið að reyna að plata fólk til að opna rafræn skilríki. Innlent 23. september 2025 11:39
Kalla grímuklæddu mennina til yfirheyrslu Lögreglunni hafa borist upplýsingar um hverjir sex grímuklæddir menn sem réðust á einn í Breiðholti í gærkvöldi eru. Til stendur að kalla þá til yfirheyrslu vegna líkamsárásarinnar. Innlent 23. september 2025 11:08
Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa farið inn í hús og bifreiðar á Sauðárkróki og valdið eldsvoða í hjólhýsi. Innlent 23. september 2025 08:36
Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál þar sem sex grímuklæddir menn eru sagðir hafa ráðist á einn með höggum og spörkum. Innlent 23. september 2025 06:24
Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Eldri hjón sem búa í fjölbýlishúsi á Selfossi segjast dauðhrædd en eldur hefur í þrígang komið upp í húsinu undanfarna viku. Lögregla segir málið til rannsóknar, grunur leiki á að um íkveikju sé að ræða. Innlent 23. september 2025 06:00
Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Maðurinn sem lögregla á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir á mánudagskvöld er fundinn. Innlent 22. september 2025 22:04
Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Tæplega sex kíló af kókaíni fundust í bifreið sem flutt var með fraktskipi til Þorlákshafnar í sumar. Þrír erlendir ríkisborgarar sitja enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins en upphaflega voru sex manns handteknir í tengslum við það í júlí. Innlent 22. september 2025 18:09
Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Karlmaður sem yfirheyrður var vegna rannsóknar lögreglu á eldsvoða í íbúð í Írabakka í Breiðholti í gær var sleppt lausum í dag að lokinni yfirheyrslu. Innlent 22. september 2025 17:55