Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttamynd

Krafta­verk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum

Fjölskylda Gunnars Inga Hákonarsonar safnar nú fyrir hann og móður hans, Jónu B. Brynjarsdóttur, til að mæta miklum kostnaði vegna endurhæfingar Gunnars Inga. Gunnar Ingi og Jóna eru búsett á Ísafirði en dvelja Reykjavík svo Gunnar Ingi geti sinnt endurhæfingu á Grensás. Hann lenti í umferðarslysi í október þegar hann missti meðvitund undir stýri og bíllinn rann út í sjó.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Vinstri beygjan bönnuð

Nú er bannað að beygja til vinstri þegar ekið er um Bríetartún í Reykjavík og að gatnamótum við Borgartún.

Innlent
Fréttamynd

Flúði lög­regluna en reyndist alls­gáð

Við skipulagt umferðareftirlit veitti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu athygli bíl sem forðaðist eftirlitið. Lögreglan fór á eftir ökumanninum sem hljóp úr bílnum og faldi sig. Ökumaðurinn reyndist kona og fannst að lokum, og reyndist hvorki undir áhrifum áfengis né fíkniefna, en sagðist hafa hræðst hið sýnilega eftirlit lögreglu. Fór hún sína leið eftir samtal við lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni

Bróðir Lúðvíks Péturssonar sem féll í sprungu í Grindavík í byrjun síðasta árs segir vel mögulegt að endurheimta líkamsleifar hans án þess að stofna lífi annarra í hættu. Dómsmálaráðuneytið hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölskyldunnar um áframhald leitar.

Innlent
Fréttamynd

Þjófar sendir úr landi

Tveimur erlendum ríkisborgurum, karli og konu á þrítugsaldri, hefur verið vísað úr landi samkvæmt ákvörðun Útlendingastofnunar.

Innlent
Fréttamynd

Konan sem ekið var á er látin

Kona um áttrætt er látin eftir alvarlegt umferðarslys sem varð á Suðurlandsbraut í Reykjavík, á móts við Hilton Reykjavik Nordica á mánudag. Konan var fótgangandi á leið yfir götuna, á gangbraut, þegar hún varð fyrir bíl, sem var ekið vestur Suðurlandsbraut. Konan var flutt á Landspítalann en lést þar í gær.

Innlent
Fréttamynd

Úlfar þögull sem gröfin

Úlfar Lúðvíksson fyrrverandi lögreglustjóri vill ekki tjá sig um ummæli hins handtekna lögmanns Gunnars Gíslasonar um störf hans sem lögreglustjóri Suðurnesja. Þá gefur hann ekkert upp um mögulegt framboð í borginni undir merkjum Miðflokksins og biður blaðamann auk þess um að bíða til 18. desember til að sjá hvort nafn hans verði á lista umsækjenda um starf ríkislögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

Komust yfir mynd­band af slysinu

Atburðarásin vegna alvarlegs slyss á Suðurlandsbraut í gærmorgun, þar sem ekið var á fullorðna konu, er farin að skýrast. Lögreglan hefur myndband af slysinu til skoðunar og hefur verið rætt við vitni að slysinu.

Innlent
Fréttamynd

„Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“

„Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að upplifa það sem við upplifðum,” segir Ásta Kristín Lúðvíksdóttir, dóttir Lúðvíks Péturssonar sem féll ofan í sprungu og lést þegar unnið var að því að bjarga húsi í Hópshverfi í Grindavík í janúar árið 2024. Þriggja daga leit fór fram eftir að hann hvarf, sem var að endingu blásin af vegna erfiðra og hættulegra aðstæðna á vettvangi. Í dag, tveimur árum síðar, situr fjölskylda Lúðvíks uppi með ótal spurningar en lítið er um svör.

Innlent
Fréttamynd

Húsbrot og líkams­á­rás

Tveir voru handteknir fyrir húsbrot í höfuðborginni í gærkvöldi eða nótt og þá var tilkynnt um líkamsárás í póstnúmerinu 105 en meiðsl reyndust minniháttar.

Innlent
Fréttamynd

Far­þeginn enn í haldi lög­reglu

Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar fjórir lögreglubílar veittu stolnu ökutæki eftirför í gærkvöldi. Tveir voru handteknir grunaðir um þjófnað.

Innlent