Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Fjölskylda Gunnars Inga Hákonarsonar safnar nú fyrir hann og móður hans, Jónu B. Brynjarsdóttur, til að mæta miklum kostnaði vegna endurhæfingar Gunnars Inga. Gunnar Ingi og Jóna eru búsett á Ísafirði en dvelja Reykjavík svo Gunnar Ingi geti sinnt endurhæfingu á Grensás. Hann lenti í umferðarslysi í október þegar hann missti meðvitund undir stýri og bíllinn rann út í sjó. Innlent 16.12.2025 21:52
Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu lögðu hald á sautján skotvopn sem voru ekki geymd á réttan hátt auk töluverðs magns af skotfærum. Eigendur vopnanna verða kærðir fyrir brot á vopnalögum. Innlent 15.12.2025 15:26
Vinstri beygjan bönnuð Nú er bannað að beygja til vinstri þegar ekið er um Bríetartún í Reykjavík og að gatnamótum við Borgartún. Innlent 15.12.2025 11:15
Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Við skipulagt umferðareftirlit veitti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu athygli bíl sem forðaðist eftirlitið. Lögreglan fór á eftir ökumanninum sem hljóp úr bílnum og faldi sig. Ökumaðurinn reyndist kona og fannst að lokum, og reyndist hvorki undir áhrifum áfengis né fíkniefna, en sagðist hafa hræðst hið sýnilega eftirlit lögreglu. Fór hún sína leið eftir samtal við lögreglu. Innlent 13. desember 2025 08:29
Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Bróðir Lúðvíks Péturssonar sem féll í sprungu í Grindavík í byrjun síðasta árs segir vel mögulegt að endurheimta líkamsleifar hans án þess að stofna lífi annarra í hættu. Dómsmálaráðuneytið hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölskyldunnar um áframhald leitar. Innlent 12. desember 2025 19:21
Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi konu í tengslum við rannsókn á líkamsárás. Þá virðast afskipti verið höfð af annarri konu sem grunuð er um líkamsárás, húsbrot og eignaspjöll. Innlent 12. desember 2025 06:30
Þjófar sendir úr landi Tveimur erlendum ríkisborgurum, karli og konu á þrítugsaldri, hefur verið vísað úr landi samkvæmt ákvörðun Útlendingastofnunar. Innlent 11. desember 2025 18:53
Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Karlmaður sem aftur er kominn á bak við lás og slá í tengslum við rannsókn lögreglu á mannsláti í Kópavogi í lok nóvember er frá Grikklandi. Lífsýni á hnífi er lykilgagn í málinu. Innlent 11. desember 2025 14:01
Konan sem ekið var á er látin Kona um áttrætt er látin eftir alvarlegt umferðarslys sem varð á Suðurlandsbraut í Reykjavík, á móts við Hilton Reykjavik Nordica á mánudag. Konan var fótgangandi á leið yfir götuna, á gangbraut, þegar hún varð fyrir bíl, sem var ekið vestur Suðurlandsbraut. Konan var flutt á Landspítalann en lést þar í gær. Innlent 11. desember 2025 13:13
Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Lögregla hafði afskipti af tveimur mönnum þar sem þeir reyndu að kveikja eld í bílastæða húsi. Innlent 10. desember 2025 18:36
Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Til skoðunar er hjá lögreglunni hvort gangbrautaljós hafi verið græn þegar ekið var á aldraða konu á Suðurlandsbraut í fyrradagsmorgun. Konan er alvarlega slösuð. Innlent 10. desember 2025 18:09
Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Maðurinn sem handtekinn var fyrir fjórum dögum í tengslum við mannslát í Kópavogi hefur verið handtekinn öðru sinni. Honum var sleppt úr haldi í gær eftir nokkurra daga gæsluvarðhald. Innlent 10. desember 2025 17:26
Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ síðastliðinn mánudag. Innlent 10. desember 2025 14:37
Úlfar þögull sem gröfin Úlfar Lúðvíksson fyrrverandi lögreglustjóri vill ekki tjá sig um ummæli hins handtekna lögmanns Gunnars Gíslasonar um störf hans sem lögreglustjóri Suðurnesja. Þá gefur hann ekkert upp um mögulegt framboð í borginni undir merkjum Miðflokksins og biður blaðamann auk þess um að bíða til 18. desember til að sjá hvort nafn hans verði á lista umsækjenda um starf ríkislögreglustjóra. Innlent 10. desember 2025 13:30
Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Lögreglan á Vesturlandi handtók karlmann í fyrrinótt grunaðan um kynferðisbrot. Yfirlögregluþjónn við embættið segir að verið sé að ná utan um málið. Innlent 10. desember 2025 11:21
Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Guðmundur Emil Jóhannsson einkaþjálfari og samfélagsmiðlastjarna kveðst hafa verið tekinn í skýrslutöku hjá lögreglu eftir að hann birti mynd af sér með tvær óhlaðnar veiðibyssur. Innlent 10. desember 2025 10:26
Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Karlmanninum, sem var handtekinn vegna mannsláts í Kópavogi, hefur verið sleppt úr haldi. Maður á fertugsaldri fannst látinn í heimahúsi í lok nóvember en ekki liggur fyrir hvernig andlát hans bar að. Innlent 9. desember 2025 18:44
Komust yfir myndband af slysinu Atburðarásin vegna alvarlegs slyss á Suðurlandsbraut í gærmorgun, þar sem ekið var á fullorðna konu, er farin að skýrast. Lögreglan hefur myndband af slysinu til skoðunar og hefur verið rætt við vitni að slysinu. Innlent 9. desember 2025 12:04
Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Karlmaður um þrítugt lést í árekstri jepplings og flutningabíls á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ, sunnan Leirvogsár á móts við Bugðufljót, síðdegis í gær. Tildrög slyssins eru enn til rannsóknar. Innlent 9. desember 2025 09:37
„Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að upplifa það sem við upplifðum,” segir Ásta Kristín Lúðvíksdóttir, dóttir Lúðvíks Péturssonar sem féll ofan í sprungu og lést þegar unnið var að því að bjarga húsi í Hópshverfi í Grindavík í janúar árið 2024. Þriggja daga leit fór fram eftir að hann hvarf, sem var að endingu blásin af vegna erfiðra og hættulegra aðstæðna á vettvangi. Í dag, tveimur árum síðar, situr fjölskylda Lúðvíks uppi með ótal spurningar en lítið er um svör. Innlent 9. desember 2025 08:02
Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum hafa tilkynnt áfengissölu á jólamarkaði í Hrunamannahreppi til lögreglu. Framkvæmdastjóri brugghúss segir söluna hafa farið fram í góðri trú. Innlent 9. desember 2025 07:17
Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir rannsókn embættisins og Samkeppniseftirlitsins á meintu samráði fyrirtækjanna Terra og Kubbs í sorphirðu enn í gangi. Viðskipti innlent 9. desember 2025 06:32
Húsbrot og líkamsárás Tveir voru handteknir fyrir húsbrot í höfuðborginni í gærkvöldi eða nótt og þá var tilkynnt um líkamsárás í póstnúmerinu 105 en meiðsl reyndust minniháttar. Innlent 9. desember 2025 06:23
Farþeginn enn í haldi lögreglu Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar fjórir lögreglubílar veittu stolnu ökutæki eftirför í gærkvöldi. Tveir voru handteknir grunaðir um þjófnað. Innlent 8. desember 2025 22:13