Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Erlendir glæpahópar koma gagngert til landsins til þess að stunda vasaþjófnað. Fjörutíu mál hafa ratað inn á borð lögreglunnar frá áramótum, á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi. Innlent 14.4.2025 20:45
Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Sverrir Ingi Ólafsson, deildarstjóri öryggislausna hjá Öryggismiðstöðinni, segir að með örfáum einföldum skrefum, eins og að virkja öryggiskerfið og ganga vel frá heimilinu, geti fólk notið páskafrísins áhyggjulaust. Best sé að bíða með tásumyndirnar þar til fólk kemur heim og læsa verðmæti inni og taka myndir af þeim. Innlent 14.4.2025 14:00
„Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Sveitarstjóri Súðavíkurhrepps segir það viðvarandi vandamál að fólk dvelji í íbúðarhúsum í eldri byggðinni sem er ekki varin fyrir snjóflóðum. Það geti sett viðbragðsaðila í mikla hættu ætli fólk ekki að fylgja reglunum. Innlent 14.4.2025 12:51
Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Kona á þrítugsaldri var á föstudag úrskurðuð í gæsluvarðhald í tengslum við andlát karlmanns um áttrætt sem tengdist henni fjölskylduböndum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er hinn látni faðir konunnar. Innlent 12. apríl 2025 23:45
Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Mikill viðbúnaður viðbragðsaðila var í Hlíðunum í Reykjavík þar sem eldur logaði í bílskúr. Vel gekk að slökkva eldinn. Innlent 12. apríl 2025 18:00
Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Fjórir drengir voru fluttir á Landspítalann í Reykjavík eftir alvarlegt umferðarslys sem varð suður af Hofsósi í gærkvöldi. Um þrjátíu ungmenni voru á vettvangi en tilkynning um slysið barst klukkan hálf níu í gærkvöldi. Pétur Björnsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir tildrög slyssins ekki liggja fyrir að svo stöddu en rannsókn þess stendur yfir. Innlent 12. apríl 2025 13:13
Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Maður á þrítugsaldri var handtekinn á Keflavíkurflugvelli á fimmtudaginn með kókaín í farangri sínum en hann kom með flugi frá Spáni. Sama dag var maður á nítjánda aldursári handtekinn af sama tilefni. Innlent 12. apríl 2025 11:15
Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Tæplega þrjátíu ungmenni voru á leið í samkvæmi á Hofsósi í gærkvöldi, þegar einn bíll endaði utanvegar. Fjórir voru í bílnum og voru allir fluttir til aðhlynningar í Reykjavík. Þar af þrír með flugvélum og einn með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Innlent 12. apríl 2025 09:50
Réttindalaus dreginn af öðrum Lögregluþjónar handtóku í gærkvöldi mann vegna gruns um að sá hefði verið að aka undir áhrifum fíkniefna. Við handtökuna kom þar að auki í ljós að hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum en þegar hann var handtekinn var hann að draga annan bíl en sá sem sat þar við stýrið hafði einnig verið sviptur ökuréttindum. Innlent 12. apríl 2025 07:41
Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Fjórir slösuðust í alvarlegu umferðarslysi á Siglufjarðarvegi í gærkvöldi. Bíll lenti utanvegar við Grafará, suður af Hofsós, en allir sem voru í bílnum voru fluttir til Reykjavíkur til aðhlynningar. Innlent 12. apríl 2025 07:24
Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Formaður nefndar um eftirlit með lögreglu segir tilefni til þess að skoða að samræma hversu lengi myndbandsupptökur eru varðveittar eftir að myndefni sem nefndin óskaði eftir úr fangaklefa var eytt. Nefndin vakti athygli umboðsmanns Alþingis á því að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem það gerðist í fyrra. Innlent 12. apríl 2025 07:00
Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Lögreglu á Norðurland vestra barst tilkynning um alvarlegt umferðarslys rétt hjá Hofsósi. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna slyssins. Innlent 11. apríl 2025 20:57
Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Koma hefði mátt í veg fyrir manndráp hefði hið opinbera gert viðeigandi ráðstafanir í málum veikra einstaklinga að mati formanns Afstöðu. Hann fagnar því að ríkisstjórnin ætli að bjóða upp á fleiri úrræði fyrir hópinn og byggja sérstaka öryggisstofnun. Það þurfi að gerast hratt því hátt í tuttugu manns séu tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar. Innlent 11. apríl 2025 19:34
Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á frelsissviptingu í Reykholti í Biskupstungum í apríl í fyrra er lokið. Það kemur í hlut héraðssaksóknara að gefa út ákæru í málinu. Innlent 11. apríl 2025 07:02
Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi eða nótt tilkynnt um stolinn bíl. Lögreglan fór á vettvang og ræddi við eiganda bílsins, þann sem tilkynnti stuldinn, en þá kom í ljós að hann hafði gleymt því hvar hann hafði lagt bílnum. Hann var í raun rétt hjá. Innlent 11. apríl 2025 06:29
NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Nefnd um eftirlit með lögreglu telur ekki tilefni til að taka aftur upp á vettvangi nefndarinnar upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem viðstaddir voru mótmæli við Skuggasund þann 31. maí í fyrra. Nefndin fjallaði um mótmælin í ákvörðun í júní í fyrra en vegna umfjöllunar um orðfæri lögreglumanna á vettvangi fór nefndin aftur yfir upptökurnar. Innlent 11. apríl 2025 06:21
Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Lögreglumaðurinn þarf að greiða 300 þúsund króna sekt og 200 þúsund í miskabætur til manns fyrir brot í opinberu starfi og líkamsárás. Lögreglumaðurinn beitti kylfu við handtöku þegar ekki þótti nauðsyn til. Innlent 10. apríl 2025 22:00
Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hætta á hryðjuverkum hér á landi hefur aukist lítillega frá fyrra ári samkvæmt greiningardeild ríkislögreglustjóra. Innræting hægri öfgahyggju á netinu sé áhyggjuefni og lögreglan hefur vitneskju um að íslensk ungmenni séu virk inn á síðum þar sem hvatt er til hryðjuverka. Innlent 10. apríl 2025 19:00
Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Fleiri en ein hópnauðgun er til rannsóknar hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Einn er í farbanni vegna meintrar hópnauðgunar í Reykjavík fyrir rúmum tveimur vikum. Innlent 10. apríl 2025 16:53
Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Á undanförnum árum hefur lögreglunni hér á landi borist upplýsingar um erlenda menn hér á landi með tengsl við hryðjuverkasamtök. Þá hefur það gerst að erlendir einstaklingar hér á landi hafi lýst sig fylgismenn hryðjuverkasamtaka íslamista. Innlent 10. apríl 2025 09:48
Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi eða nótt einstakling í heimahúsi sem er grunaður um líkamsárás. Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar vegna árásarinnar. Innlent 10. apríl 2025 06:57
Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Albanskur karlmaður sem var áður eftirlýstur fyrir líkamsárás og fleiri brot hefur dvalið á flugvellinum í Keflavík frá því á föstudag á meðan hann hefur beðið eftir að fá lögreglufylgd úr landi. Lögmaður hans segir að hann hafi verið upplýstur um að Heimferðar- og fylgdarþjónusta Ríkislögreglustjóra sé búin að kaupa fyrir hann flug til Berlínar í fyrramálið og þaðan til Tirana í Albaníu. Þangað fer hann í fylgd lögregluþjóna. Innlent 9. apríl 2025 15:31
Hinir grunuðu lausir úr einangrun Þrír karlmenn sem grunaðir eru um frelsissviptingu, fjárkúgun og manndráp í máli karlmanns sem fannst illa úti leikinn í Gufunesi fyrir fjórum vikur losna úr einangrun í dag. Þeir sitja eftir sem áður í gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikurnar. Innlent 9. apríl 2025 15:04
Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Albanskur maður, sem var áður eftirlýstur fyrir líkamsárás og fleiri brot, dvaldi allslaus á flugvellinum í Keflavík í fjóra daga á meðan hann beið ákvörðunar Útlendingastofnunar. Honum hefur verið vísað úr landi en lögmaður mannsins býst við að hann þurfi að bíða á flugvellinum í einhverja daga eftir lögreglufylgd úr landi. Innlent 8. apríl 2025 23:09