Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt og voru allar fangageymslur á Hverfisgötu fullar í morgun eftir eril næturinnar. Tilkynnt var um nokkrar líkamsárásir, fíkniefnalagabrot og ofurölvi menn til vandræða. Innlent 7.9.2025 09:54
Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Tveir menn hafa verið ákærðir fyrir innflutning á rúmlega tuttugu þúsund töflum hingað til lands í lok marsmánaðar síðastliðins. Innlent 6.9.2025 23:13
Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Ökumaður var handtekinn í hverfi 105 í Reykjavík í dag vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Maðurinn reyndist ekki vera með ökuréttindi og var með tvö börn í bílnum. Innlent 6.9.2025 19:18
Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent 5.9.2025 12:43
Líkamsárás á gistiheimili Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur útköllum í nótt þar sem tilkynnt var um líkamsárás. Önnur átti sér stað á gistiheimili í póstnúmerinu 105 en þar var einn handtekinn og annar fluttur á slysadeild. Innlent 5. september 2025 06:23
Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Fimm voru handteknir á Siglufirði í kvöld í aðgerðum lögreglunnar á Norðurlandi eystra og sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Einn var fluttur á sjúkrahús. Innlent 4. september 2025 21:16
Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Kona sem hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár skilur ekki hvers vegna kvalari hennar gengur laus þrátt fyrir að hann hafi hlotið dóm, brotið gegn skilorði og ítrekað brotið gegn sex nálgunarbönnum. Hún segir manninn hafa rústað lífi sínu og er vondauf um að ná að endurheimta það. Innlent 4. september 2025 19:28
Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði bifreið þar sem mátti sjá kvenmannshár út um farangurshlera. Við nánari athugun reyndist hárið vera einhvers konar hrekkjavökuskraut. Innlent 4. september 2025 17:28
Móðirin á Edition gengur laus Kona sem grunuð er um að hafa banað eiginmanni sínum og dóttur á Edition-hótelinu í júní getur nú um frjálst höfuð strokið, eftir að hafa verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í dag. Hún hefur þess í stað verið úrskurðuð í farbann. Innlent 4. september 2025 16:55
„Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Hátíðin Ljósanótt var sett í Reykjanesbæ í morgun í tuttugasta og fjórða sinn. Hátíðin nær hápunkti á laugardagskvöld með stórum tónleiknum. Lögð er áhersla á að um fjölskylduhátíð sé að ræða og reyna á sérstaklega að sporna gegn áfengisdrykkju ungmenna. Innlent 4. september 2025 12:18
Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit Ríkislögreglustjóra höfðu eftirlit með heimili Snorra Mássonar alþingismanns í nótt, í kjölfar þess að heimilisfang hans var birt á samfélagsmiðlum. Innlent 4. september 2025 10:54
Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins fagnar fyrirætlunum dómsmálaráðherra um að skylda þá sem brjóta gegn nálgunarbanni til að bera ökklaband. Án rafræns eftirlits sé nálgunarbannið allt of máttlaust enda sé ítrekað brotið gegn því. Skjólstæðingar hennar í Kvennaathvarfinu þekki það of vel á eigin skinni. Innlent 3. september 2025 19:09
Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum Tilkynnt var um innbrot í fyrirtæki í Kópavogi og lögregla kom auga á tvo einstaklinga sem pössuðu við lýsingu á meintum þjófum. Þegar lögregla gaf sig á tal við parið kom í ljós mikið magn af þýfi úr fleiri innbrotum. Innlent 3. september 2025 17:21
Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Maðurinn, sem grunaður er um að hafa villt á sér heimildir sem starfsmaður Microsoft og með því komist yfir umtalsverða fjármuni eldri borgara, var gripinn glóðvolgur á heimili fólksins. Hann er grunaður um allt að tvö önnur slík brot. Innlent 3. september 2025 16:08
Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Lögreglunni í Vestmannaeyjum hefur borist ein tilkynning um meint kynferðisbrot sem átti sér stað í umdæmi hennar á meðan Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum stóð yfir um verslunarmannahelgina. Innlent 3. september 2025 15:38
Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú fjársvikamál þar sem íslenskur karlmaður fór á heimili eldri borgara í umdæminu, sagðist vera starfsmaður Microsoft og vera kominn þeim til aðstoðar. Hann hafði með því umtalsverða fjármuni af fólkinu. Innlent 3. september 2025 15:00
Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn tveggja manna eftir að hnífur var dreginn á loft í Neðra-Breiðholti í gærkvöldi. Sá sem dró upp hnífinn lagði til þriðja manns en náði ekki að stinga hann. Innlent 3. september 2025 14:17
Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Dómsmálaráðherra vill að þeir sem sæta nálgunarbanni beri ökklaband með staðsetningarbúnaði til að tryggja að banninu sé framfylgt. Áform um lagabreytingu þess efnis hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda en ráðherrann segir málið forgangsmál og bindur vonir við að það verði orðið að lögum fyrir jól. Innlent 3. september 2025 12:00
Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Dómsmálaráðherra hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda áform um breytingar á lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Til stendur að stórefla rafrænt eftirlit í málaflokknum. Innlent 3. september 2025 07:37
Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú stórfellda líkamsárás sem átti sér stað í Seljahverfinu í gærkvöldi eða nótt. Gerendur flúðu af vettvangi eftir að tilkynnt var um árásina. Innlent 3. september 2025 06:21
Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Á dögunum keyrðu þrír mótorhjólamenn á miklum hraða um reiðhjólastíg í Fossvogi og styttu sér þannig leið á háannatíma í síðdegisumferðinni. Lögregla segir málið litið alvarlegum augum. Formaður Landssamtaka hjólreiðamanna segir atvikið ekki einsdæmi, líkt og kom í ljós þegar fréttamaður fór á vettvang í dag. Innlent 2. september 2025 21:22
„Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upp á síðkastið orðið vör við alvarlegar fjárkúgunaraðferðir sem beinast gegn landsmönnum á öllum aldri og kynjum. Svo virðist sem margir hræðist afleiðingarnar sem hótað er með svokallaðri kynlífskúgun (e. sextortion) og greiði jafnvel háar upphæðir til fjárkúgara. Innlent 2. september 2025 07:02
Eftirlýstur náðist á nöglunum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók einstakling í gærkvöldi eða nótt, eftir að hann flúði lögreglumenn sem hugðust sekta hann fyrir notkun nagladekkja. Innlent 2. september 2025 06:21
Geti reynst ógn við öryggi allra barna Talskona Stígamóta telur alvarlegt að Landsréttur hafi ekki fallist á kröfu lögreglu um aðgang að gögnum í síma og tölvu föður sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á dóttur sinni. Niðurstaðan geti ógnað öryggi allra barna. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir hagsmuni barnsins hafa orðið undir í málinu og rannsókn þess hætt vegna úrskurðarins. Innlent 1. september 2025 21:00
Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Lögreglunni á Suðurlandi barst í morgun tilkynning um slagsmál í Fjölbrautaskóla Suðurlands og um nemanda sem var með hníf í fórum sínum. Málið er í rannsókn. Innlent 1. september 2025 17:23