Viðskipti innlent

Grillhúsinu á Sprengi­sandi lokað

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Húsið á Sprengisandi hefur nú staðið autt í nokkra mánuði.
Húsið á Sprengisandi hefur nú staðið autt í nokkra mánuði. Vísir/Vilhelm

Veitingastaðnum Grillhúsinu á Sprengisandi í Reykjavík hefur verið lokað. Einungis eitt Grillhús er eftir á höfuðborgarsvæðinu og er það rekið á bensínstöð að Hagasmára við verslunarmiðstöðina Smáralind í Kópavogi.

Greint var frá því fyrir tveimur árum að eigendur TGI Friday's á Íslandi hefðu tekið yfir rekstur Grillhússins. Grillhúsinu á Laugavegi var breytt í Friday's árið 2024 og sagði í tilkynningu frá þeim til fjölmiðla að Grillhúsinu á Sprengisandi yrði sömuleiðis breytt í TGI Friday's.

Vísir hefur ekki náð tali af eigendum staðarins en af samfélagsmiðlum að dæma virðist Grillhúsið hafa lokað í september síðastliðnum. Húsið því staðið autt í um þrjá mánuði.

Grillhúsið var fyrst opnað árið 1994 á Tryggvagötu í Reykjavík. Það vakti því mikla athygli þegar veitingahúsinu í götunni var lokað árið 2020 eftir áratuga rekstur. Sagði þáverandi rekstraraðili við Fréttablaðið að rekstur veitingahúsa í miðborginni væri orðinn þungur.

Grillhúsið starfar í dag á tveimur stöðum, Hagasmára 9 og Brúartorgi 6 í Borgarnesi. Síðarnefndi staðurinn er í eigu annarra aðila.

Allt tómt. Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir

Grillhúsinu skellt í lás eftir tæpa þrjá áratugi

Veitingastaðnum Grillhúsinu á Tryggvagötu, sem staðið hefur við götuna í hartnær þrjá áratugi, hefur verið lokað. Þetta staðfestir Þórður Bachmann eigandi Grillhússins í samtali við Fréttablaðið í dag.

Flytja Fri­day's innan Smára­lindar og fjölga stöðunum

Eigendur TGI Friday´s hafa samið við veitingamanninn Elís Árnason um kaup á veitingastaðnum Sport & Grill og kaffihúsinu Adesso í Smáralind og hafa tekið við rekstri staðanna. Gert er ráð fyrir því að Friday‘s flytji í húsnæði Sport og grill í Smáralind þegar búið er að breyta rýminu. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Helga Magnúsi Hermannssyni framkvæmdastjóra Friday‘s.

Fjörutíu ára sögu American Sty­le í Skip­holti lokið

Veitingastaðnum American Style í Skipholti í Reykjavík hefur verið lokað. Staðurinn opnaði í júní 1985 og fagnaði staðurinn því fjörutíu ára afmæli á síðasta ári. Áfram verða þó reknir þrír staðir á höfuðborgarsvæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×