Geimurinn

Geimurinn

Fréttir af geimvísindum og geimferðum.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Loka­æfing fyrir al­myrkva

Deildarmyrkvi á sólu mun sjást vel um allt land í fyrramálið. Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, segir undirbúning vera að hefjast fyrir almyrkvann sem verður í ágúst á næsta ári. Þá muni landið væntanlega fyllast af túristum og álag aukast á innviði.

Innlent
Fréttamynd

Sól­myrkvi á laugar­daginn

Deildarmyrkvi á sólu verður vel sjáanlegur frá Íslandi á laugardag, verði veður hagstætt. Þetta er síðasti deildarmyrkvinn sem sýnilegur er hér á landi fyrir almyrkvann í ágúst 2026.

Innlent
Fréttamynd

Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti

Óvenjuleg segulljós Neptúnusar hafa verið mynduð í fyrsta skipti með James Webb-geimsjónaukanum. Athuganirnar leiddu einnig í ljós að efsti hluti lofthjúps reikistjörnunnar hefur kólnað um hundruð gráða.

Erlent
Fréttamynd

Níu mánaða geim­ferð sem átti að taka átta daga lýkur

Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna og SpaceX skutu í gærkvöldi fjórum geimförum af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, þar sem þeir eiga að leysa af hólmi tvo geimfara sem verið nokkurs konar strandaglópar í geimstöðinni í níu mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Í­búar á austari hluta landsins gætu séð til tungl­myrkvans

Ólíklegt er að íbúar á höfuðborgarsvæðinu og vestari hluta landsins muni geta séð tunglmyrkvann sem á sér stað snemma í fyrramálið. Almyrkvinn verður í hámarki klukkan 6:59 í fyrramálið en sést ekki í heild sinni frá Íslandi þar sem tunglið sest áður en honum lýkur.

Veður
Fréttamynd

Al­myrkvi á tungli snemma á föstu­dags­morgun

Íslendingar geta séð hluta af almyrkva á tungli ef veður leyfir snemma að morgni föstudags. Almyrkvinn verður í hámarki klukkan 6:29 um morguninn en sést ekki í heild sinni frá Íslandi þar sem tunglið sest áður en honum lýkur.

Innlent
Fréttamynd

Annað Starship sprakk í loft upp

Annað tilraunaskot Starship-geimskips SpaceX í röð misheppnaðist í gærkvöldi. Geimskipið sprakk skömmu eftir geimskotið og dreifðist brakið úr því í háloftunum yfir Flórída og Karíbahafinu þar sem það brann, með tilheyrandi sjónarspili.

Erlent
Fréttamynd

Katy Perry fer út í geim

Stórstjarnan Katy Perry verður hluti áhafnar sögulegs geimflugs Blue Origin, geimflugfélags Jeffs Bezos. Flugið verður sögulegt fyrir þær sakir að um borð í geimflauginni verða eingöngu konur.

Lífið
Fréttamynd

Bein út­sending: Gera aðra at­lögu að tunglinu

Starfsmenn SpaceX, Geimvísíndastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og fyrirtækisins Intuitive Machines ætla að senda lendingarfar af stað til tunglsins í kvöld. Þetta er annað slíka lendingarfar IM en það síðasta var fyrsta bandaríska geimfarið sem lenti á tunglinu í rúma hálfa öld.

Erlent
Fréttamynd

Mikið sjónar­spil eftir að Starship sprakk

Starfsmenn geimfyrirtækisins SpaceX gerðu í gærkvöldi nýja tilraun með Starship geimfarið og eldflaugina Super Heavy. Geimskotið fór vel af stað en nokkrum mínútum eftir aðskilnað Starship og Super Heavy í háloftunum sprakk geimskipið í loft upp og leiddi það til mikils sjónarspils.

Erlent
Fréttamynd

Ný eld­flaug Bezos náði á spor­braut í fyrstu til­raun

Blue Origin, geimferðafyrirtæki auðjöfursins Jeffs Bezos, sendi í morgun geimfar á braut um jörðu í fyrsta sinn, nærri því aldarfjórðungi eftir að fyrirtækið var stofnað. Það var gert með eldflauginni New Glenn eftir að fyrsta geimskoti hennar hafði ítrekað verið frestað.

Erlent