Stunguárásin á Menningarnótt skók alla þjóðina, mikil umræða spratt upp um andlega líðan ungmenna og hnífaburð. Landsmenn syrgðu með ástvinum Bryndísar Klöru sem lést af sárum sínum tæpri viku eftir árásina. Foreldrar hennar sendu skýr skilaboð út til samfélagsins, að gera kærleikann að eina vopninu.
Nú stíga foreldrar Bryndísar Klöru í fyrsta skipti fram í viðtali í Kompás þar sem þau lýsa stelpunni sinni, eiginleikum hennar og kærleika, segja frá örlagadeginum og atburðarrásinni á eftir, baráttunni á spítalanum og sorginni sem þau reyna að beina í kærleiksríkan farveg.
Kompás er sýndur í opinni dagskrá, strax að loknum kvöldfréttum á Stöð 2 kl. 18:55 og verður þátturinn aðgengilegur á Vísi klukkan 20:00.