Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar 45. og 47. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Do­netsk

Vladímír Pútín Rússlandsforseti er sagður hafa boðið frið í skiptum fyrir fulla stjórn yfir Donetsk héraði í austanverðri Úkraínu. Önnur hernumin svæði eins og Luhansk, væri hann tilbúinn að gefa eftir.

Erlent
Fréttamynd

Veru­lega á­hyggju­full og þorir ekki heim til Banda­ríkjanna

Veronica Fríða Callahan, hálfíslensk og hálfbandarísk kona, segir ekkert annað hafa komið til greina en að skipuleggja No Kings mótmæli hér á Íslandi í dag líkt og var gert í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Hópur fólks kom saman í miðbæ Reykjavíkur í dag til að mótmæla valdboðsstefnu Bandaríkjaforseta og ríkisstjórnar hans.

Innlent
Fréttamynd

Átti langt sam­tal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddi í dag við Vladimír Pútin, forseta Rússlands. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir ræddu saman síðan þeir funduðu í Alaska en síðan þá er útlit fyrir að Trump hafi orðið sífellt meira ósáttur við Pútín og framgöngu rússneska forsetans.

Erlent
Fréttamynd

Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði

Tom Homan, svokallaður „landamærakeisari“ Donalds Trump þvertók fyrir það í gærkvöldi að hafa tekið á móti poka fullum af peningum af útsendurum Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Tæpur mánuður er síðan fjölmiðlar vestanhafs sögðu frá því að upptaka væri til af Homan taka við fimmtíu þúsund dölum af lögreglumönnum í dulargervi í fyrra.

Erlent
Fréttamynd

Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei

Ráðamenn innan ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, leita leiða til að tvöfalda fjárhagsaðstoð til Argentínu, vegna efnahagskragga þar. Þannig stendur til að aðstoða Javier Milei, forseta landsins, með fjörutíu milljarða dala fjárhagsaðstoð en eingöngu ef flokkur forsetans sigrar í þingkosningunum seinna í þessum mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Einungis einn miðill sam­þykkti nýjar reglur ráð­herrans

Tugir blaðamanna skiluðu í gær inn pössum sínum og gengu út úr varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Það gerðu þeir í stað þess að samþykkja nýjar reglur Pete Hegseth, ráðherra, um störf blaðamanna í byggingunni en einungis einn miðill samþykkti þær.

Erlent
Fréttamynd

Borgar­stjóri Boston svarar Trump

Michelle Wu, borgarstjóri Boston, hefur svarað Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna hótana hans um að færa leiki á HM í fótbolta næsta sumar úr borginni.

Fótbolti
Fréttamynd

Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“

Stjórn Ungra Repúblikana í Bandaríkjunum kallaði í gær eftir því að margir af leiðtogum samtakanna á landsvísu stigju til hliðar. Það var eftir að samskipti þeirra á Telegram rötuðu í hendur blaðamanna, sem sögðu frá því að umræddir leiðtogar hefðu ítrekað lýst yfir aðdáun á Hitler, lofað þrælahald og talað með mjög neikvæðum hætti um konur, litað fólk og aðra.

Erlent
Fréttamynd

Við­kvæmur friður þegar í hættu?

Aðeins um vika er liðin frá því að samkomulag náðist um vopnahlé á Gasa en það virðist nú þegar í hættu. Ísraelsmenn ákváðu í gær að falla frá opnun Rafah hliðsins milli Gasa og Egyptalands og hægja á flutningum neyðarbirgða inn á svæðið.

Erlent
Fréttamynd

Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og aðrir embættismenn og erindrekar munu seinna í vikunni ferðast til Bandaríkjanna á fund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og ráðherrum hans. Þar munu Úkraínumenn líklega falast eftir frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum og að fá að kaupa bandarískar stýriflaugar en Trump og Selenskí hafa talað mikið saman á undanförnum vikum.

Erlent
Fréttamynd

Hegseth í stríði við blaða­menn

Leiðtogar stærstu fréttastofa Bandaríkjanna og annarra alþjóðlegra fjölmiðla hafa tilkynnt að þeir muni ekki samþykkja nýjar reglur varnarmálaráðuneytisins um blaðamenn. Reglurnar setja verulega tálma á störf blaðamanna í ráðuneytinu og meina þeim í raun að birta fréttir sem hafa ekki verið samþykktar af yfirmönnum ráðuneytisins og að spyrja starfsmenn spurninga.

Erlent
Fréttamynd

Kín­verjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana

Ráðamenn í Kína virðast hafa lítinn áhuga á að gefa eftir í garð Bandaríkjanna í viðskiptadeilum ríkjanna. Kalla þeir eftir því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lúffi með þá ákvörðun að auka tolla á vörur frá Kína til muna og felli einnig úr gildi aðrar aðgerðir gegn Kína.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

„Hafið engar á­hyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“

Donald Trump Bandaríkjaforseti gerði tilraun til að stappa í Bandaríkjamenn stálinu andspænis yfirvofandi stigmögnun tollastríðs síns við Kína. Í gær hótaði hann hundrað prósent tollum á kínverskar og segir viðbrögð Xi Jinping forseta Kína stafa af því að hann hafi átt slæman dag.

Erlent
Fréttamynd

Hafa frest til mánu­dags til að sleppa gíslunum

Hamas-samtökin hafa frest til hádegis á mánudag til þess að sleppa öllum tuttugu gíslunum sem enn eru í haldi samtakanna og eru taldir á lífi. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir samtökin nú vinna að því að safna saman gíslunum og segist fullviss um að samtökin og Ísraelsstjórn haldi áætlun samkvæmt vopnahléssamkomulaginu. 

Erlent
Fréttamynd

Raf­myntir hrynja í verði eftir tolla­hótanir

Helstu rafmyntir heims hafa lækkað mikið í verði eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gærkvöldi að hundrað prósent tollur yrði lagður á allar vörur frá Kína. Markaðir hafa brugðist illa við tilkynningunni, en S&P vísitalan hefur lækkað um 2,7 prósent og hefur ekki verið lægri síðan 10. apríl þegar tilkynnt var um umfangsmikla tolla. Bitcoin hefur lækkað um 10 prósent í verði síðan í gærkvöldi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í kvöld að hundrað prósent tollar yrðu lagðar á allar vörur frá Kína. Þessi hundrað prósent sagði hann bætast við þá tolla sem innflytjendur borga þegar fyrir kínverskar vörur. Tilkynningin markar enn aðra stigmögnunina í viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína.

Erlent
Fréttamynd

Hótar að beita Hamas hörðu af­vopnist sam­tökin ekki

Forsætisráðherra Ísraels hótaði því að afvopna Hamas-samtökin með valdi ef þau gera það ekki í sjálf í þjóðarávarpi eftir að vopnahlé tók gildi á Gasa í dag. Þúsundir íbúa á Gasa sem hafa þurft að flýja árásir Ísraela byrjuðu að streyma til síns heima í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið

Nóbelsnefndin sannaði með vali sínu á friðarverðlaunahafa Nóbels að hún setur pólitík ofar friði. Þetta segir samskiptastjóri Hvíta hússins í yfirlýsingu vegna vals á friðarverðlaunahafa Nóbels en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur horft hýru auga til verðlaunanna í þó nokkurn tíma.

Erlent