Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Xi Jinping, forseti Kína, er sagður reyna að nota ákafa Donalds Trump, kollega síns í Bandaríkjunum, til að gera viðskiptasamning ríkjanna á milli til að ná fram sínu helsta baráttumáli. Xi vonast til þess að fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn og standa gegn sjálfstæði eyríkisins. Erlent 28.9.2025 11:04
Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Tilkynningum um rússneska dróna eða rússneskar herþotur inn í lofthelgi eða á loftvarnarsvæðum ríkja Atlantshafsbandalagsins hefur náð nýjum hæðum í þessum mánuði. Þetta hefur varpað ljósi á holur í vörnum NATO og í senn vakið spurningar um hvað ráðamönnum í Rússlandi standi til. Erlent 27.9.2025 16:01
Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa skipað „stríðsmálaráðherra“ sínum, Pete Hegseth, að senda hermenn til borgarinnar Portland í Oregon. Þar eigi þeir að verja íbúa „stríðshrjáðrar“ borgarinnar og starfsmenn Innflytjenda- og tolleftirlits Bandaríkjanna (ICE) gegn ANTIFA og öðrum „hryðjuverkamönnum“. Erlent 27.9.2025 15:02
Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að hann muni færa leiki á heimsmeistaramótinu í fótbolta úr borgum sem hann telur ótryggar. Fótbolti 26. september 2025 09:30
Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, segist ekkert óttast eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lét ákæra hann í gær. Hann sé saklaus og hafi tröllatrú á dómskerfinu. Erlent 26. september 2025 09:11
Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann „Ég mun ekki leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann. Nei, ég mun ekki leyfa það. Það mun ekki gerast,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í Hvíta húsinu í gær. „Það er komið nóg. Það er kominn tími til að stoppa.“ Erlent 26. september 2025 06:50
James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Ákærudómstóll í Virginíu í Bandaríkjunum hefur ákært James Comey, fyrrverandi yfirmann alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum (FBI). Ákæran er í tveimur liðum, önnur varðar falskar yfirlýsingar hans og hin að hann hafi hindrað framgang réttvísinnar. Báðir ákæruliðir varða rannsókn hans á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og meintri aðkomu Trump að þeim. Erlent 25. september 2025 23:03
Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Utanríkisráðherra Rússlands segir að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið hafi lýst yfir raunverulegu stríði við Rússland, í gegnum Úkraínu. Á fundi utanríkisráðherra G20 ríkjanna svokölluðu sagði Sergei Lavrov einnig að Vesturlönd bæru ábyrgð á innrás Rússa í Úkraínu. Erlent 25. september 2025 16:53
Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur boðað alla herforingja og aðmírála Bandaríkjanna á fordæmalausan skyndifund. Fundurinn verður haldinn á herstöð í Virginíu í næstu viku en fáir virðast vita um hvað fundurinn á að vera. Erlent 25. september 2025 15:21
Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fjárlagaskrifstofa Hvíta hússins hefur sent forsvarsmönnum alríkisstofnana vestanhafs skilaboð um að undirbúa umfangsmiklar uppsagnir, verði rekstur alríkisins stöðvaður í næstu viku. Uppsagnirnar yrðu mun umfangsmeiri en sést hafa í sambærilegum stöðvunum áður, en yfirleitt hefur fólk verið sent í leyfi í stað þess að vera sagt upp. Erlent 25. september 2025 11:50
Keppast við að ákæra Comey Saksóknari í Virginíu í Bandaríkjunum, sem var sérvalinn af Donald Trump, forseta, er sagður vinna hörðum höndum að því að ákæra James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Frestur til að ákæra Comey rennur út í næstu viku. Erlent 25. september 2025 09:50
Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur farið fram á rannsókn á „þríþættu skemmdarverki“ sem hann segist hafa orðið fyrir í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í gær. Erlent 25. september 2025 08:27
Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Þó Jimmy Kimmel sé snúinn aftur í sjónvarpið vestanhafs er Brendan Carr, yfirmaður Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC), ekki hættur að reyna að þagga niður í fjölmiðlum. Hann ætlar sér að berjast gegn því sem hann sér sem frjálslynda slagsíðu í fjölmiðlum. Erlent 25. september 2025 07:02
Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Í ræðu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær, kvartaði hann bæði yfir bilaðri textavél í salnum og yfir því að rúllustigi í byggingunni hefði bilað. Sagði hann mikla mildi að hann og Melanía eiginkona hans hefðu ekki slasað sig þegar stigin stöðvaðist skyndilega er þau stigu á hann. Erlent 24. september 2025 11:31
Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel snéri aftur á skjáinn í gærkvöldi, eftir að hafa verið kippt úr loftinu vegna ummæla hans um morðið á aðgerðasinnanum Charlie Kirk. Erlent 24. september 2025 06:54
Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Rússa í afar erfiðri stöðu efnahagslega. Áralangt stríð hafi ekki skilað þeim neinu og aðeins afhjúpað hernaðarlega veikleika þeirra. Erlent 24. september 2025 06:26
Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Ryan Routh hefur verið fundinn sekur um að reyna að myrða Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á golfvelli í Palm Beach í fyrra. Routh, sem er 59 ára, var handtekinn í fyrra eftir að riffill sást í gegnum runna á golfvelli Trump í Flórída í september í fyrra. Erlent 23. september 2025 19:08
Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Joe Biden, forvera sinn, og ráðamenn víða um heim í langri og slitróttri ræðu sem hann hélt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Meðal annars sagði hann að mörg ríki heims „væru að fara til helvítis“. Erlent 23. september 2025 16:03
Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun taka til máls á áttugasta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. Þar er hann meðal annars sagður ætla að gagnrýna stofnunina og hnattvæðingu og saka stofnanir hnattvæðingarsinna um að valda skaða á alþjóðakerfinu. Erlent 23. september 2025 13:40
Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Lífvarðarsveit forseta Bandaríkjanna (Secret Service) hefur lagt hald á búnað sem gæti hafa verið notaður til að setja símkerfið í New York, þar sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer fram, á hliðina. Hald var lagt á rúmlega hundrað þúsund SIM-kort og um þrjú hundruð vefþjóna, sem gætu hafa verið notaðir til að senda þrjátíu milljón smáskilaboð á mínútu. Erlent 23. september 2025 13:29
Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt blaðamannafund í gær þar sem hann tengdi notkun paracetamols á meðgöngu við einhverfu. Þá var kynnt átak sem varpa á frekara ljósi á hina flóknu taugaþroskaröskun. Erlent 23. september 2025 10:10
Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Fastlega er búist við því að ríkisstjórn Donalds Trump muni í kvöld lýsa því yfir að tengsl hafi fundist milli notkunar óléttra kvenna á verkjalyfinu paracetamol/tylanol og einhverfu. Robert F. Kennedy yngri, umdeildur heilbrigðisráðherra, lofaði því fyrr á árinu að hann myndi finna út úr því hvað olli einhverfu fyrir lok septembermánaðar. Erlent 22. september 2025 17:04
Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Thomas Skinner er sennilega flestum Íslendingum ókunnugur en hann er ört vaxandi raunveruleika- og samfélagsmiðlastjarna í Bretlandi. Aukinni frægð fylgir aukin umfjöllun, nýverið tók Skinner tryllingskast út í blaðamann og skömmu síðar var framhjáhald hans afhjúpað. Lífið 22. september 2025 17:03
Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Þó einungis átta dagar séu þar til stöðva þarf rekstur alríkis Bandaríkjanna, verði ný fjárlög ekki samþykkt á þingi, eru engir þingfundir skipulagðir alla vikuna. Stöðvun reksturs ríkisins þykir óhjákvæmileg og keppast stjórnmálamenn nú vestanhafs við að kenna hinum flokknum um ástandið. Erlent 22. september 2025 14:41