NFL

NFL

Fréttir og úrslit úr bandarísku NFL ruðningsdeildinni.

Fréttamynd

Upp­fyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning

Rob Gronkowski er einn besti innherji sögunnar og þekktastur fyrir tíma sinn hjá New England Patriots. Hann endaði hins vegar feril sinn sem leikmaður Tampa Bay Buccaneers. Nú ætlar kappinn að breyta því á formlegan hátt áður en skórnir fara endanlega upp á hillu.

Sport

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Mjög skrýtinn mis­skilningur

Lokasóknin fór yfir síðustu helgi í NFL-deildinni í vikulegum þætti sínum og ræddi meðal annars frábæra frammistöðu óvæntrar stjörnu í liði Tampa Bay Buccaneers.

Sport
Fréttamynd

Sanchez sleppt úr haldi

Mark Sanchez, fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni og núverandi lýsandi hjá Fox, var sleppt úr haldi lögreglunnar í Indianapolis fyrr í dag. Hann hafði verið handtekinn fyrir viku síðan eftir slagsmál í Indiana og verið í gæsluvarðhaldi síðan.

Sport
Fréttamynd

Lamar Jackson ekki með um helgina

Baltimore Ravens verða án leikstjórnenda síns Lamar Jackson á morgun þegar liðið mætir Houston Texans í NFL deildinni á sunnudag. Það eru slæm tíðindi fyrir Baltimore sem hafa ekki byrjað vel í deildinni í vetur.

Sport
Fréttamynd

Meiddist hroða­lega en fór hlæjandi af velli

Tyreek Hill, útherji Miami Dolphins í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, varð fyrir agalegum meiðslum í leik við New York Jets í Flórída í nótt. Hann virtist fara úr hnjálið en viðbrögð leikmannsins vöktu svo enn meiri athygli.

Sport
Fréttamynd

NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin

NFL deildin tilkynnti í dag að þrír leikir næstu fimm árin verða spilaðir á Maracanã, einum sögufrægasta fótboltavelli heims, sem staðsettur er í Rio de Janeiro í Brasilíu.

Sport
Fréttamynd

Sá þyngsti til að snúa sparki í snertimark

Jordan Davis varð hetja Philadelphia Eagles í gærkvöldi þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Los Angeles Rams á lokasekúndu leiksins. Hann varð í leiðinni sá þyngsti í sögu NFL til að skora snertimark eftir spark andstæðingsins.

Sport
Fréttamynd

Fjölgar mann­kyninu enn frekar

Tónlistarkonan Cardi B á von á sínu fjórða barni og því fyrsta með kærasta sínum, NFL-kappanum Stefon Diggs. Fyrir á hún tvær dætur og einn son með rapparanum Offset.

Lífið
Fréttamynd

Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum

J.J. McCarthy spilaði sinn fyrsta leik í NFL deildinni í nótt og leiddi Minnesota Vikings að 27-24 endurkomusigri gegn Chicago Bears, liðinu sem hann hélt með sem krakki. Hann kastaði fyrir tveimur snertimörkum og hljóp þriðja snertimarkinu sjálfur yfir línuna í fjórða leikhluta.

Sport
Fréttamynd

Á­horf­andi sló leik­mann og missti af ó­trú­legri endur­komu

Aðdáandi Buffalo Bills lenti í áflogum við DeAndre Hopkins og Lamar Jackson, leikmenn Baltimore Ravens, og var vísað úr stúkunni undir lok fjórða leikhluta í gærkvöldi. Þar með missti hann af hreint ótrúlegri endurkomu Buffalo Bills í fjórða leikhluta, eða varð mögulega valdur að henni.

Sport