Sport

Augmon notaði F-orðið

Forráðamenn NBA hafa farið fram á rannsókn á hendur Stacey Augmon, leikmanni Orlando Magic, fyrir ummæli í garð íþróttafréttakonu frá Channel 6 stöðinni sem höfð voru eftir honum eftir leik gegn Minnesota Timberwolves í síðustu viku. Konan, sem heitir Lauren Johnson, var í miðju viðtali við Jameer Nelson, nýliða Magic, sem sat í búningsklefa sínum. Johnson fór niður á hnén til að myndavélateymi hennar gæti náð betri mynd af Nelson. Þetta sá Augmon og sagði þá eitthvað sem tengdi munnmök við þá stellingu sem Nelson var í. Samkvæmt Tee Taylor, myndatökumanni Channel 6, var Johnson mjög brugðið við athæfið. "Trúirðu því sem Stacey Augmon sagði við mig?" sagði Taylor og bætti því við að hann ætti ekki von að Johnson myndi vilja stíga fæti inn í búningsklefa Magic á nýjan leik. Augmon lét sér þetta ekki nægja því á sunnudagskvöldið greip hann fram í fyrir íþróttafréttafólki sem tók viðtal við Steve Francis og sagði með hárri raust: "Þetta er (ritskoðað) heimsk spurning," og notaði F-orðið umdeilda til að leggja áherslu á mál sitt. Viðstaddir ákváðu að hundsa ummæli Augmon en hann hækkaði þá bara róminn. Búast má við viðbrögðum frá forráðamönnum NBA á næstu dögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×