Sport

Svanhvít frá út tímabilið

Haukar sækja Grindavík heim í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í 1. deild kvenna í körfuknattleik. Liðin hafa leikið fimm sinnum í vetur og hafa Haukarnir unnið þrjár af viðureignum liðanna, þar af úrslitaleikinn í bikar KKÍ og Lýsingar. "Það skiptir engu máli núna því við byrjum bara 0-0, nýtt mót," sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hauka. Ösp Jóhannsdóttir hefur átt við meiðsli að stríða en að sögn Ágústs verður hún með í kvöld. "Sömu sögu er ekki að segja af Svanhvíti Skjaldardóttur sem er með slitin krossbönd. Hún verður ekkert meira með í vetur og set ég einnig spurningarmerki við næsta tímabil hjá henni," sagði Ágúst. "Við ætlum að taka einn leik í einu og mætum tilbúin í kvöld." Grindavík teflir fram nýjum erlendum leikmanni, Rita Williams sem lék um tíma í hinni víðfrægu WNBA-deild í Bandaríkjunum. Erla Þorsteinsdóttir hefur átt við einhver meiðsli að stríða en ætti að vera tilbúin í kvöld. "Það er mjög gott andrúmsloft í kringum Ritu og almennt góð stemning í hópnum," sagði Jovana Stefánsdóttir, leikmaður Grindvíkinga. "María Guðmundsdóttir og Erla Þorsteinsdóttir hafa átt við einhver meiðsli að stríða en ættu að vera tilbúnar í slaginn í kvöld."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×