Sport

Flugeldasýning á Egilsstöðum

Lið Hattar á Egilstöðum tryggði sér í kvöld sæti í Úrvalsdeildinni í körfuknattleik þegar liðið burstaði Val í öðrum leik liðanna eystra. Hattarmenn höfðu frumkvæðið allan leikinn og stóðu uppi sem öruggir sigurvegarar 91-56 og munu því leika í Úrvalsdeildinni á næsta ári. Stemmingin á vellinum var frábær og heimamenn skutu upp flugeldum fyrir utan íþróttahúsið að leik loknum til að fagna hinum merka áfanga, enda er þetta í fyrsta skipti sem lið frá Egilsstöðum tryggir sér veru í efstu deild. Eugene Christopher var stigahæstur í liði Hattar með 35 stig og Björgvin Karl Gunnarsson kom næstur með 19 stig. Aðalsteinn Pálsson var stigahæstur í Valsliðinu með 19 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×