Sport

Keflavík komið í 2-1

Keflavík sigrað Snæfell í hörkuleik í Keflavík með þriggja stiga mun, 86-83, og þurfa nú aðeins einn sigur til viðbótar til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Snæfellingar léku án Calvin Clemmons og Hlyns Bæringssonar síðustu tvær mínúturnar, en þeir fóru þá útaf með fimm villur. Loka mínúturnar voru æsispennandi þar sem Sigurður Á Þorvaldsson setti niður tvo þrista fyrir Snæfellinga og liðið allt í einu með góðan séns á að vinna leikinn, stigi undir, með boltann og aðeins nokkrar sekúndur eftir. Keflvíkingar hins vegar stálu af þeim boltanum, og SVerrir Sverrisson skoraði úr tveimur vítaskotum og þriggja stiga sigur staðreynd. Hlynur Bæringsson og Bárður Eyþórsson, leikmaður og þjálfari Snæfells, voru ekki kátir í leikslok þar sem þeim fannst á þá hallað í dómgæslunni undir lok leiksins. Anthony Glover var stigahæstu Keflvíkinga með 30 stig og Nick Bradford setti niður 25. Hjá Snæfellingum var Hlynur Bæringsson atkvæðamestur með 18 stig, Calvin Clemmons var með 16, Sigurður Á. Þorvaldsson 15 og Michael Ames 13. Fjórði leikur liðanna fer fram í Stykkishólmi laugardaginn 9. apríl, og sá fimmti, ef til hans kemur, í keflavík mánudagskvöldið 11. apríl.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×