Sport

Draumalið Jón Arnórs í NBA

Jón Arnór Stefánsson setur saman draumaliðið sitt í NBA-deildinni fyrir Fréttablaðið í dag. Leikstjórnandi - Steve Nash Nasharinn er besti leikstjórnandinn í deildinni í dag. Er mjög skæður sóknarmaður sem finnur alltaf opna manninn og er erfiður við að eiga. Skotbakvörður - Kobe Bryant Kobe er mikill íþróttamaður og enginn efast um hæfileika hans þrátt fyrir vandræði utan vallar. Getur skorað að vild. Lítill framherji - Tracy McGrady McGrady getur klárað leiki upp á eigin spýtur og er, rétt eins og Kobe, mikill sýningargripur. Hann er með troðslurnar og allan pakkann og það er alltaf unun að horfa á hann spila körfubolta. Stór framherji - Dirk Nowitzki Dirk er hrikaleg byssa. Hann mætti kannski bæta sig varnarlega séð en hann er engu að síður besti Evrópumaðurinn í NBA í dag. Miðherji - Shaquille O’Neal Shaq er tröllið sem enginn ræður við og klárlega besti miðherji deildarinnar í dag. Sjötti maður - Kevin Garnett Það er spurning hvort Garnett yrði sáttur að koma af bekknum? En hann gefur sig allan í leikinn frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu og er pottþéttur í því sem hann gerir. „Þetta lið yrði besta lið allra tíma í NBA-deildinni og það yrði skandall ef það færi ekki taplaust í gegnum heilt leiktímabil," segir Jón Arnór Stefánsson um draumalið sitt í NBA-deildinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×