Sport

Ísland lagði Rúmeníu

Íslenska landsliðið í körfuknattleik gerði góða ferð til Rúmeníu í dag og lagði sterkt lið heimamanna, 80-72. Það var Magnús Gunnarsson sem var stigahæstur í íslenska liðinu með 22 stig, þar af 18 í síðari hálfleik. Leikurinn í dag hafði ekki mjög mikla þýðingu fyrir íslenska liðið, en þó er hann liðinu eflaust mikilvægur eftir slæmt tap gegn Dönum í Keflavík á dögunum. Íslenska liðið lék án Jóns Arnórs Stefánssonar og Gunnars Einarssonar, sem voru meiddir. Magnúst Þór Gunnarsson var sem áður sagði stigahæstur í íslenska liðinu með 22 stig, en næstur á eftir honum kom Logi Gunnarsson með 13 stig. Helgi Magnússon skoraði 11 stig, Friðrik Stefánsson skoraði 10 stig og hirti 6 fráköst og Hlynur Bæringsson skoraði 8 stig og hirt jafn mörg fráköst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×