Viðskipti erlent

Hagnaður Ericsson eykst um 22%

Hagnaður sænska tæknifyrirtækisins Ericsson nam rúmlega 50 milljörðum íslenskra króna á þriðja ársfjórðungi og jókst því hagnaðurinn um 22% miðað við sama tímabil í fyrra. Ericsson er stærsti framleiðandi þráðlauss fjarskiptabúnaðar í heimi og hafa viðskiptavinir verið að uppfæra búnað sinn að undanförnu. Þá nam hagnaður Nokia um 60 milljörðum króna á þessu sama tímabili og jókst hagnaður þess fyrirtækis um 28,6% milli ára. Félagið seldi 66,6 milljónir farsíma á tímabilinu og hefur 33% markaðshlutdeild á heimsmarkaði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×