Viðskipti erlent

Minni hagnaður hjá Estée Lauder

Hagnaður snyrtivöruframleiðandans Estée Lauder minnkaði um tæpa 18 milljónir dala frá síðasta ári.
Hagnaður snyrtivöruframleiðandans Estée Lauder minnkaði um tæpa 18 milljónir dala frá síðasta ári.

Bandaríski snyrtivöruframleiðandinn Estée Lauder skilaði minni hagnaði en spáð hafði verið á öðrum ársfjórðungi. Hagnaðurinn nam 49,1 milljón bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 3,4 milljarða íslenskra króna, en það er 17,8 milljónum dölum minni hagnaður en á sama tíma fyrir ári.

Þrátt fyrir þetta námu tekjur fyrirtækisins 108,8 milljónum dala eða 7,6 milljörðum króna á tímabilinu og 51 senti á hlut. Það er þremur sentum betur en sérfræðingar höfðu spáð fyrir um.

Stjórnendur snyrtivörufyrirtækisins segja fyrirtækið ætla að einbeita sér að nýjum mörkuðum auk þess að efla vörur sínar á heimamarkaði. Þá hyggst fyrirtækið hagræða í rekstri og er spáð mun betri afkomu á tímabilinu eð a um tveimur dölum á hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×